Reykjavík

Fréttamynd

Sindri segir meinta skipu­lagningu hryðju­verka hafa verið grín

Sindri Snær Birgisson segir í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi ekki með nokkru móti verið að skipuleggja hryðjuverk þegar hann ræddi við félaga sinn um fjöldamorð, kaup á lögreglufatnaði, aðdáun á fjöldamorðingjum og fleira í þeim dúr. „Ég neita þessu alfarið, þetta er bara galið.“ Hann og verjandi hans hafa gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir að taka hlutina úr samhengi.

Innlent
Fréttamynd

Klámáhorf ung­menna dregist veru­lega saman

Yfirgnæfandi hluti barna í 8. til 10. bekk í Reykjavík reykja ekki, neyta ekki marijúana og hafa ekki orðið ölvuð síðustu 30 daga. Þá hefur áhorf á klám dregist verulega saman síðustu tvö ár og meirihluta barna líður vel í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Kafa ofan í „stóra bíla­stæða­málið“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir borgarstjórn hafa ákveðið að leggjast heildstætt yfir verklag við útgáfu sekta vegna stöðubrota í Reykjavík. Nýlega var kona sektuð fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. 

Innlent
Fréttamynd

Hart deilt um fyrir­hugaða sumarlokun

Hart var deilt um fyrirhugaða sumarlokun einstakra almenningsbókasafna borgarinnar á borgarstjórnarfundi í vikunni. Fulltrúar Sósíalistaflokksins segja borgaryfirvöld á hættulegri vegferð en meirihlutinn segir þjónustuna þá mestu á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hlemmur gjör­breytist í sumar

Bílaniður víkur fyrir taktföstum skrefum og mannlífsins hljómi - ómi hjarta Hlemmtorgsins sem fær loksins að slá. Þannig kemst borgarfulltrúi Pírata að orði um breytingar á Hlemmi sem verða að veruleika í sumar. Strætó kveður Hlemm með breytingunum og ekki verða almenningssamgöngur þar fyrr en Borgarlínan leggur í hann.

Innlent
Fréttamynd

Vill axla á­byrgð eftir mis­heppnað rán á Pizzunni

23 ára karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán á veitingastaðnum Pizzunni fyrir rúmum tveimur árum. Hann hafði lítið upp úr krafsinu og missti bæði síma sinn og lykla á vettvangi glæpsins. Hann sagðist fyrir dómi vilja axla ábyrgð á brotum sínum en hann hefur farið í meðferð vegna fíknivanda.

Innlent
Fréttamynd

Fimm fantaflottar miðbæjarperlur

Í miðborg Reykjavíkur má finna fjölda eigna í öllum stærðum og gerðum. Sögufræg hús, nýjar eignir, lúxusíbúðir og allt þar á milli. Lífið á Vísi tók saman nokkrar eignir sem má finna í póstnúmeri 101.

Lífið
Fréttamynd

Ný stefna, nýtt nafn og nýtt merki: „Við erum afl­vaki sjálf­bærrar fram­tíðar“

Síðustu vikur og mánuði hefur farið fram mikil vinna við nýja stefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Meðfram nýrri stefnu hefur ásýnd fyrirtækisins verið endurmörkuð. Héðan af verður það kallað Orkuveitan í daglegu tali, nýtt merki hefur verið hannað og einkennislitnum breytt úr bláum í grænan. Þá hefur setningin „Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar“ verið gerð að eins konar einkunnarorðum Orkuveitunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leita barna sem köstuðu klaka af brú á Miklu­braut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja stráka á barnsaldri, mögulega á aldrinum níu til ellefu ára, sem grunaðir eru um að hafa kastað stórum klaka af göngubrú yfir Miklubraut í Reykjavík á sunnudag. Klakinn hafnaði á framrúðu bíls.

Innlent
Fréttamynd

Mest borgað fyrir leigu í austur­hluta Kópa­vogs

Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lenska er lykill

Rúmlega 20% Reykjavíkinga eru erlendir ríkisborgarar. Rúmlega 30 þúsund manns. Auk þeirra er fjöldi Íslendinga sem hér búa af erlendum uppruna. Þetta er velkominn hópur af fólki sem hér hefur ákveðið að búa og starfa, ala hér upp börnin sín og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Eggjum grýtt og ung­lingar hand­teknir á Austur­velli

Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Bruni í blokk í Há­túni

Tilkynnt var um bruna í blokk í Hátúni um klukkan 15 í dag. Að sögn Hlyns Höskuldssonar deildarstjóra á aðgerðarsviði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að reykræsta.

Innlent
Fréttamynd

Tveir drengir hand­teknir á mót­mælum barna

Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 

Innlent
Fréttamynd

Fengu af­sökunar­beiðni og sektin verður endur­greidd

Reykjavíkurborg hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar íbúi við Frakkastíg var sektaður fyrir að leggja í eigin innkeyrslu. Dóttir íbúans segir Bílastæðasjóð þurfa að hafa á hreinu fyrir hvað eigi að sekt og hvað ekki.

Innlent
Fréttamynd

Eiriksson eignast systur í Grósku

Veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir ásamt Sveini Þorra Þorvaldssyni og Guðmundi Ragnarssyni hafa ákveðið að opna veitingastaðinn Eiriksdottir í Grósku í Vatnsmýrinni. Staðurinn mun einblína á hádegisverð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin moska við Suður­lands­braut?

Útlit er fyrir að umdeildar fyrirætlanir um að reisa mosku við Suðurlandsbraut verði að engu en frestur Félags múslima á Íslandi til að byggja á umræddri lóð rennur út í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Per­sónu­vernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endur­greiðslu

Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur í Ártúnsbrekku

Árekstur varð í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú í dag. Tveir bílar skullu þar saman neðst í brekkunni en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír sjúkrabílar og dælubíll sendir á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“

Hóp­ur grunn­skóla­nema í Haga­skóla í Reykjavík hef­ur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 

Innlent
Fréttamynd

Fjórði á­reksturinn í dag

Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Innlent