Reykjavík

Fréttamynd

Opna Laugardalslaug á ný

Laugardalslaug opnaði aftur í morgun eftir stutta lokun vegna viðgerða. Öryggisbilun hafði komið upp í laugarkeri í vikunni sem þýddi að tæma þurfti laugina.

Innlent
Fréttamynd

At­huga­semdir við grein um sam­göngu­mál

Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum fram­undan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta.

Skoðun
Fréttamynd

„Fyrstur kemur fyrstur fær“: Börnum mis­munað í að­gengi að sumarnámskeiðum á vegum Reykja­víkur­borgar

Á hverju vori hefst kapphlaup meðal foreldra barna í yngstu stigum grunnskóla borgarinnar, þar sem keppt er um takmörkuð pláss í sumarstarf frístundaheimilanna. Að missa af plássi á frístundaheimili getur verið dýrkeypt fyrir heimilið, enda er dagvistun forsenda þess að foreldrar og forráðamenn komist til vinnu. Sumarleyfi barna í grunnskólum borgarinnar eru mun lengri en sumarleyfi á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

María Sig­rún birtir tölvu­pósta Dags

„Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í iðnaðar­hús­næði á Höfða

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði að Funahöfða í Reykjavík fyrir skömmu. Mikill eldsmatur var í húsinu en vel hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Sumargjafir

Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa.

Skoðun
Fréttamynd

Orkuveitan skilar Elliða­ár­dalnum

Í dag var skrifað undir samkomulag sem formlega bindur enda á meira en aldarlöng afnot Orkuveitunnar og forvera hennar af Elliðaánum til raforkuvinnslu. Í samkomulaginu er kveðið á um hvernig Orkuveitan muni skila dalnum til borgarinnar um næstu áramót. Jafnframt samdi Reykjavíkurborg við Veitur um brúarsmíð og eflingu umhverfisverndar í dalnum.

Innlent
Fréttamynd

Hjól undan strætó braut svalir á annarri hæð

Litlu mátti muna að slys yrðu á fólki þegar hjól losnaði undan strætisvagni sem ekið var vestur Miklubraut um miðjan mars síðastliðinn. Myndskeið sýnir hvernig hjólið skoppar á hús og fer illa með svalir þess.

Innlent
Fréttamynd

Neyðast ó­vænt til að tæma laugina

Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið.

Innlent
Fréttamynd

Sötrað á Kalda í tíu ár

Fullt var út úr dyrum á Kalda bar síðastliðið laugardagskvöld þar sem skálað var fyrir tíu ára afmæli staðarins. Bjórsmakk, jazztónlist og dans var í aðalhlutverki þegar tímamótunum var fagnað í blíðskaparveðri í miðbænum.

Lífið
Fréttamynd

Meint fram­hjá­hald og sam­bands­slit í stungu­á­rásar­máli

Tvær ungar konur segjast ekki hafa þekkt hvor aðra áður en önnur þeirra stakk hina. Sú sem er grunuð um að hafa stungið hina segir hana hafa ráðist á sig að fyrra bragði, en sú sem varð fyrir stungunni kannast ekki við það. Sambandsslit og meint framhjáhald eru miðlæg í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu til­lögu Sjálf­stæðis­flokksins

Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019.

Innlent
Fréttamynd

„Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“

Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. 

Innlent
Fréttamynd

Séra Guð­rún kjörin biskup Ís­lands

Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 

Innlent
Fréttamynd

„Skítkastið var ó­geðs­legt“

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Tjónið af þessum slóða­skap hleypur á fleiri milljörðum“

Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í pappa­rusli í Glæsi­bæ

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 19 í dag vegna reyks við Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík í dag. Kveikt var í papparusli í stigagangi en það tókst að slökkva í því með slökkvitæki á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Fram­­kvæmdir muni ekki hafa mark­tæk á­hrif á dag­­lega starf­­semi

Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Mari og Guðni féllust í faðma á ögur­stundu

Tilfinningarnar voru allsráðandi þegar ofurhlaupararnir Mari Jaersk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í hádeginu. Þá höfðu þau hlaupið 51 hring, 341,7 kílómetra, frá því á laugardagsmorgun.

Lífið
Fréttamynd

Gerum góðan dal enn betri

Elliðaárdalur er vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og þar með hugsanlega landsins alls. Þetta leiddi nýleg könnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í ljós.

Skoðun