Meint framhjáhald og sambandsslit í stunguárásarmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. maí 2024 08:31 Árásin átti sér stað í og við bíl sem var við Sléttuveg í Reykjavík. Vísir/Arnar Tvær ungar konur segjast ekki hafa þekkt hvor aðra áður en önnur þeirra stakk hina. Sú sem er grunuð um að hafa stungið hina segir hana hafa ráðist á sig að fyrra bragði, en sú sem varð fyrir stungunni kannast ekki við það. Sambandsslit og meint framhjáhald eru miðlæg í málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Atvik málsins áttu sér stað í september 2022 við Sléttuveg í Reykjavík. Sú sem er grunuð í málinu er ákærð fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga hina konuna bæði inni í og fyrir utan bíl samtals fimm sinnum. Sú sem varð fyrir árásinni hlaut skurð á öxl, fyrir neðan viðbein, á læri, upphandlegg, handarbaki og á baugfingri. Konurnar gáfu báðar skýrslu fyrir dómi í gær. Sú sem er grunuð um árásina segist alls ekki hafa ætlað að drepa konuna sem varð fyrir árásinni, sem aftur á móti segist hafa óttast um líf sitt. Þáverandi kærasti þeirrar sem varð fyrir árásinni gaf einnig skýrslu, og þó hann sé hvorki sakborningur né brotaþoli í málinu þá snýst málið að miklu leyti um hann. Til einföldunar verður konan sem er grunuð um árásina hér eftir kölluð árásarkonan, konan sem varð fyrir árásinni kölluð kærastan, og maðurinn kallaður kærastinn. Sárt að hún tryði þessu upp á hana Árásarkonan lýsti því fyrir dómi að hún og kærastinn hefðu verið vinir lengi en aldrei par. Umrætt kvöld hafi hún verið að skutla honum að heimili móður hans og skyndilega séð kærustuna „birtast úr myrkrinu“. Kærastan og kærastinn hafi í fyrstu farið að rífast og hún sakað hann um framhjáhald. Hann hafi sagt samband þeirra vera komið á endastöð og rokið í burtu með bíllyklana að bílnum. Eftir hafi árásarkonan setið ein í bílnum og þá hafi kærastan snúið sér að henni. Fyrir dómi tók árásarkonan fram að ekkert hefði átt sér stað milli sín og kærastans. „Ég var mjög leið þegar hún kallaði mig hóru. Mér fannst sárt að hún skyldi trúa þessu upp á mig. Mér finnst að stelpur eigi að standa saman,“ sagði árásarkonan í dómsal. Hún lýsti atvikum þannig að kærastan hafi sparkað í bílinn og bankað í bílrúðuna. Sjálf hafi hún í fyrstu talað við hana í gegnum litla rifu á bílrúðunni, en að endingu opnað hurðina. Þá hafi kærastan ráðist á hana, kýlt ítrekað, bitið, og rifið í hár hennar. Sjálf segist hún hafa verið föst í bílsætinu og í bílbelti og kærastan legið ofan á henni. Þar að auki sagðist hún ekki hafa treyst sér úr bílnum til að slást við kærustuna þar sem hún hafi verið klædd í kjól og verið á háum hælum. Árásarkonan lýsti því sem örþrifaráði að stinga kærustuna. „Þetta var last resort til að fá hana til að hætta að bögga mig.“ Hún sagðist hafa vitað að það væri vopn í bílnum. Hún hafi fært hönd sína undir bílsætið og fundið fyrir hamri annars vegar og hnífi hins vegar. Hnífurinn varð fyrir valinu að hennar sögn þar sem hann var léttari. Hún útskýrði að hnífurinn hefði verið í bílnum sem væri í eigu ofbeldismanna. Þeir pössuðu að vera alltaf með vopn við hönd. Eins og ekkert hefði átt sér stað Inni í bílnum stakk árásarkonan kærustuna að eigin sögn tvisvar, annars vegar í lærið og hins vegar í fingurna. Þá kom kærastan sér úr bílnum, en þrátt fyrir stungurnar var „eins og ekkert hefði komið fyrir hana.“ Árásarkonan reyndi að eigin sögn að hlaupa frá kærustunni. „Við vorum eins og köttur og mús að hlaupa á eftir hvorri annarri,“ sagði hún fyrir dómi. „Ég hætti ekki fyrr en hún hætti.“ Alls sagðist hún hafa stungið kærustuna fjórum eða fimm sinnum, en lýsti atvikunum þannig að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hún sagðist ekki hafa stungið hana fast og meðvitað ekki hafa farið djúpt. En á einhverjum tímapunkti hafi kærastan sest eða fallið til jarðar. Þá hafi árásarkonan sjálf komið sér af vettvangi, komið sér fyrir í runna skammt frá, hringt í kærastann og beðið hann um að hlúa að kærustunni. „Mér var alls ekki sama,“ sagði hún og sagðist hafa orðið hrædd um að kærustunni myndi blæða út. „Það eina sem mig langaði að gera allan tímann var að fara heim.“ „Ekki vera að ljúga að mér“ Hin konan, kærastan, lýsti atvikunum á annan hátt fyrir dómi. Hún sagðist hafa verið á leið niður í bæ, en ákveðið að stoppa við hjá kærastanum og séð hann þar í inni í bíl með annarri konu. Hún viðurkenndi að þau hefðu verið að rífast eða þræta fyrir þetta atvik. Kærastan sagðist fyrst hafa farið að tala við kærastann, en síðan snúið sér að árásárkonunni. Kærastan vildi meina að hún hafi alls ekki verið ofbeldisfull. Hún hafi spurt árásarkonuna hvort eitthvað hefði gerst milli sín og kærastans og fengið svar um að hún væri sjálf á föstu. Í kjölfarið hafi hún hallað sér að árásarkonunni, sem sat í bílstjórasæti bílsins, og sagt: „Ekki vera að ljúga að mér.“ Hún sagðist hafa nálgast þetta kurteisislega, vitandi það að ef hún væri með dónaskap myndi hún ekki fá heiðarlegt svar. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm En áður en hún vissi af hafi árásarkonan verið búin að stinga hana. Hún hafi í raun ekki áttað sig á því fyrr en henni var litið á löppina sína og tekið eftir því að henni fossblæddi. Fyrir dómi viðurkenndi kærastan að hún myndi ekki vel eftir því sem hafi gerst þegar þær væru komnar úr bílnum. „Það er allt í móki.“ Hún sagðist handviss um að hafa ekki slegið, bitið eða rifið í árásarkonuna þegar þær voru inni í honum, en hún sagðist ekki viss um það þegar komið var út. Fór sjálfur með hana á sjúkrahús eftir of langa bið Kærastinn gaf einnig skýrslu í héraðsdómi í gær. Hann var þó að einhverju leyti tregur til að svara spurningum ákæruvaldsins. „Nei takk,“ svaraði hann einni spurningu Katrínar Hilmarsdóttur aðstoðarhéraðssaksóknara sem sagði á móti: „Það er nú ekki svar sem gildir hér.“ Svo virðist sem hann hafi verið ósáttur með að svara sömu spurningunni, eða svipuðum spurningum endurtekið. Hann virtist þó vera fúsari til að svara þegar dómari spurði en ekki saksóknari. Bráðamóttakan er skammt frá Sléttuvegi.Vísir/Arnar Kærastinn lýsti atvikum þannig að hann hafi bundið enda á samband þeirra og hún verið ósátt með það. Hann hafi farið upp í íbúð móður sinnar og séð út um glugga að kærastan væri að ráðast á árásarkonuna. Hann hafi rölt niður til þeirra, en þegar þangað var komið hafi kærastan verið búin að leggjast í jörðina með stunguáverka. Þá hafi hann hringt á Neyðarlínuna og beðið eftir að sjúkralið kæmi á vettvang. Honum hafi þótt biðin of löng eftir það sem hann taldi að voru um tíu til fimmtán mínútur, og því tekið kærustuna upp, komið henni fyrir í bíl sínum og keyrt á bráðamóttökuna sem er örskammt frá Sléttuveginum. Fyrir dómi sögðust öll þrjú ekki eiga í samskiptum í dag. Árásarkonan sagði að hún hefði verið í mikilli neyslu á þessum tíma og sæi eftir því sem hún gerði. Í dag væri hún á betri stað. Kærastan sagði árásina hafa haft mikil andleg áhrif á sig. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Atvik málsins áttu sér stað í september 2022 við Sléttuveg í Reykjavík. Sú sem er grunuð í málinu er ákærð fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga hina konuna bæði inni í og fyrir utan bíl samtals fimm sinnum. Sú sem varð fyrir árásinni hlaut skurð á öxl, fyrir neðan viðbein, á læri, upphandlegg, handarbaki og á baugfingri. Konurnar gáfu báðar skýrslu fyrir dómi í gær. Sú sem er grunuð um árásina segist alls ekki hafa ætlað að drepa konuna sem varð fyrir árásinni, sem aftur á móti segist hafa óttast um líf sitt. Þáverandi kærasti þeirrar sem varð fyrir árásinni gaf einnig skýrslu, og þó hann sé hvorki sakborningur né brotaþoli í málinu þá snýst málið að miklu leyti um hann. Til einföldunar verður konan sem er grunuð um árásina hér eftir kölluð árásarkonan, konan sem varð fyrir árásinni kölluð kærastan, og maðurinn kallaður kærastinn. Sárt að hún tryði þessu upp á hana Árásarkonan lýsti því fyrir dómi að hún og kærastinn hefðu verið vinir lengi en aldrei par. Umrætt kvöld hafi hún verið að skutla honum að heimili móður hans og skyndilega séð kærustuna „birtast úr myrkrinu“. Kærastan og kærastinn hafi í fyrstu farið að rífast og hún sakað hann um framhjáhald. Hann hafi sagt samband þeirra vera komið á endastöð og rokið í burtu með bíllyklana að bílnum. Eftir hafi árásarkonan setið ein í bílnum og þá hafi kærastan snúið sér að henni. Fyrir dómi tók árásarkonan fram að ekkert hefði átt sér stað milli sín og kærastans. „Ég var mjög leið þegar hún kallaði mig hóru. Mér fannst sárt að hún skyldi trúa þessu upp á mig. Mér finnst að stelpur eigi að standa saman,“ sagði árásarkonan í dómsal. Hún lýsti atvikum þannig að kærastan hafi sparkað í bílinn og bankað í bílrúðuna. Sjálf hafi hún í fyrstu talað við hana í gegnum litla rifu á bílrúðunni, en að endingu opnað hurðina. Þá hafi kærastan ráðist á hana, kýlt ítrekað, bitið, og rifið í hár hennar. Sjálf segist hún hafa verið föst í bílsætinu og í bílbelti og kærastan legið ofan á henni. Þar að auki sagðist hún ekki hafa treyst sér úr bílnum til að slást við kærustuna þar sem hún hafi verið klædd í kjól og verið á háum hælum. Árásarkonan lýsti því sem örþrifaráði að stinga kærustuna. „Þetta var last resort til að fá hana til að hætta að bögga mig.“ Hún sagðist hafa vitað að það væri vopn í bílnum. Hún hafi fært hönd sína undir bílsætið og fundið fyrir hamri annars vegar og hnífi hins vegar. Hnífurinn varð fyrir valinu að hennar sögn þar sem hann var léttari. Hún útskýrði að hnífurinn hefði verið í bílnum sem væri í eigu ofbeldismanna. Þeir pössuðu að vera alltaf með vopn við hönd. Eins og ekkert hefði átt sér stað Inni í bílnum stakk árásarkonan kærustuna að eigin sögn tvisvar, annars vegar í lærið og hins vegar í fingurna. Þá kom kærastan sér úr bílnum, en þrátt fyrir stungurnar var „eins og ekkert hefði komið fyrir hana.“ Árásarkonan reyndi að eigin sögn að hlaupa frá kærustunni. „Við vorum eins og köttur og mús að hlaupa á eftir hvorri annarri,“ sagði hún fyrir dómi. „Ég hætti ekki fyrr en hún hætti.“ Alls sagðist hún hafa stungið kærustuna fjórum eða fimm sinnum, en lýsti atvikunum þannig að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hún sagðist ekki hafa stungið hana fast og meðvitað ekki hafa farið djúpt. En á einhverjum tímapunkti hafi kærastan sest eða fallið til jarðar. Þá hafi árásarkonan sjálf komið sér af vettvangi, komið sér fyrir í runna skammt frá, hringt í kærastann og beðið hann um að hlúa að kærustunni. „Mér var alls ekki sama,“ sagði hún og sagðist hafa orðið hrædd um að kærustunni myndi blæða út. „Það eina sem mig langaði að gera allan tímann var að fara heim.“ „Ekki vera að ljúga að mér“ Hin konan, kærastan, lýsti atvikunum á annan hátt fyrir dómi. Hún sagðist hafa verið á leið niður í bæ, en ákveðið að stoppa við hjá kærastanum og séð hann þar í inni í bíl með annarri konu. Hún viðurkenndi að þau hefðu verið að rífast eða þræta fyrir þetta atvik. Kærastan sagðist fyrst hafa farið að tala við kærastann, en síðan snúið sér að árásárkonunni. Kærastan vildi meina að hún hafi alls ekki verið ofbeldisfull. Hún hafi spurt árásarkonuna hvort eitthvað hefði gerst milli sín og kærastans og fengið svar um að hún væri sjálf á föstu. Í kjölfarið hafi hún hallað sér að árásarkonunni, sem sat í bílstjórasæti bílsins, og sagt: „Ekki vera að ljúga að mér.“ Hún sagðist hafa nálgast þetta kurteisislega, vitandi það að ef hún væri með dónaskap myndi hún ekki fá heiðarlegt svar. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm En áður en hún vissi af hafi árásarkonan verið búin að stinga hana. Hún hafi í raun ekki áttað sig á því fyrr en henni var litið á löppina sína og tekið eftir því að henni fossblæddi. Fyrir dómi viðurkenndi kærastan að hún myndi ekki vel eftir því sem hafi gerst þegar þær væru komnar úr bílnum. „Það er allt í móki.“ Hún sagðist handviss um að hafa ekki slegið, bitið eða rifið í árásarkonuna þegar þær voru inni í honum, en hún sagðist ekki viss um það þegar komið var út. Fór sjálfur með hana á sjúkrahús eftir of langa bið Kærastinn gaf einnig skýrslu í héraðsdómi í gær. Hann var þó að einhverju leyti tregur til að svara spurningum ákæruvaldsins. „Nei takk,“ svaraði hann einni spurningu Katrínar Hilmarsdóttur aðstoðarhéraðssaksóknara sem sagði á móti: „Það er nú ekki svar sem gildir hér.“ Svo virðist sem hann hafi verið ósáttur með að svara sömu spurningunni, eða svipuðum spurningum endurtekið. Hann virtist þó vera fúsari til að svara þegar dómari spurði en ekki saksóknari. Bráðamóttakan er skammt frá Sléttuvegi.Vísir/Arnar Kærastinn lýsti atvikum þannig að hann hafi bundið enda á samband þeirra og hún verið ósátt með það. Hann hafi farið upp í íbúð móður sinnar og séð út um glugga að kærastan væri að ráðast á árásarkonuna. Hann hafi rölt niður til þeirra, en þegar þangað var komið hafi kærastan verið búin að leggjast í jörðina með stunguáverka. Þá hafi hann hringt á Neyðarlínuna og beðið eftir að sjúkralið kæmi á vettvang. Honum hafi þótt biðin of löng eftir það sem hann taldi að voru um tíu til fimmtán mínútur, og því tekið kærustuna upp, komið henni fyrir í bíl sínum og keyrt á bráðamóttökuna sem er örskammt frá Sléttuveginum. Fyrir dómi sögðust öll þrjú ekki eiga í samskiptum í dag. Árásarkonan sagði að hún hefði verið í mikilli neyslu á þessum tíma og sæi eftir því sem hún gerði. Í dag væri hún á betri stað. Kærastan sagði árásina hafa haft mikil andleg áhrif á sig.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira