Reykjavík

Fréttamynd

Jafnlöng röð í sýnatöku og áður

Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­liðið biður fólk um að hætta að kveikja í rusla­gámum

Höfuðborgarbúar virðast hafa vakið lengi fram eftir í gærnótt ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal verkefna lögreglunnar voru gróðureldar á Seltjarnarnesi, sem tilkynnt var um rétt eftir miðnætti í nótt. Eldurinn var minniháttar og tókst lögreglu fljótlega að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið telur að flugeldar hafi komið við sögu.

Innlent
Fréttamynd

Sund­lauginni lokað og gestir sendir heim

Loka þurfti Árbæjarlaug síðdegis í dag vegna manneklu og sundlaugagestir voru reknir upp úr. Fjölmargir starfsmenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví eða einangrun og ekki tókst að manna seinni vaktina í lauginni af þeim ástæðum.

Innlent
Fréttamynd

Lokað í grunn- og leik­skólum á mánu­daginn

Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Gott væri að fækka ferðum á bílum“

Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag.

Innlent
Fréttamynd

Borgin leiðir fjölgun stöðugilda í faraldrinum

Reykjavíkurborg hefur fjölgað stöðugildum mun meira en önnur stór sveitarfélög í heimsfaraldrinum. Talsmenn borgarinnar hafa gefið út að mikil fjölgun stöðugilda á stuttu tímabili hafi verið hluti af vinnumarkaðsaðgerðum sem ætlað var að viðhalda ákveðnu atvinnustigi.

Innherji
Fréttamynd

Lokuðu skamm­­tíma­vistun fyrir fötluð börn vegna mann­eklu

Loka þurfti skammtímavistheimili fyrir fötluð börn í Reykjavík í nokkra daga í síðustu viku vegna manneklu. Velferðarsvið hefur umsjón með heimilinu en sviðið hefur þar að auki umsjón með heimaþjónustu og búsetukjörnum. Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur nú verið virkjuð.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg hafi byggt á­kvörðun á röngum upp­lýsingum

Kæru­nefnd úr­skurðaði ný­lega að Reykja­víkur­borg bæri að greiða fyrir­tækinu Vörðu­bergi skaða­bætur eftir að hafa hafnað til­boði fyrir­tækisins í gang­stétta­við­gerðir borgarinnar. Reykja­víkur­borg byggði á­kvörðunina á því að meintur eig­andi fyrir­tækisins hafi áður verið dæmdur fyrir skatt­svik.

Innlent
Fréttamynd

Stálu stórum dráttar­bíl Strætó

Dráttarbíl Strætó af gerð Scania 440 var stolið af athafnasvæði Strætó á Hesthálsi í dag. Upplýsingafulltrúi segir að lögreglu hafi verið gert viðvart og verið sé að skoða myndefni úr myndavélum á svæðinni.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn fannst heill á húfi

Uppfært: Maðurinn sem lögregla og björgunarsveitir leituðu að í kvöld fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. Fréttina um leitina má lesa hér að neðan:

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn vopnaður byssu og sveðju

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan sveðju og byssu í Höfðanum í Reykjavík fyrr í dag. Aðilinn var handtekinn nokkru síðar og færður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni fór í Ásmundarsal á Þorláksmessu og keypti sjálfan sig

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra brá ekki út af venjunni á Þorláksmessu í ár og heimsótti árlega listasýningu í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur. Þar mun að þessu sinni hafa sést til ráðherrans um eftirmiðdaginn, sem hlýtur að teljast heppilegri tími til listaverkakaupa en á síðkvöldum, eins og dæmin sanna.

Menning
Fréttamynd

Brotist inn hjá Simma Vill

Brotist var inn í veitingastaðinn Barion Bryggjan í nótt en hann rekur Sigmar Vilhjálmsson, sem kallast jafnan Simmi Vill. Innbrotsþjófurinn komst í sjóðsvélar en engar skemmdir urðu á veitingastaðnum.

Innlent
Fréttamynd

113 stúdenta­í­búðir verða út­búnar á Hótel Sögu

Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá fjórðu til sjöundu hæð norðurálmu Hótels Sögu í sinn hlut og verða 113 stúdentaíbúðir útbúnar þar. Þá hefur FS óskað eftir að fá að stunda veitingarekstur á fyrstu hæð hótelsins þar sem hefur verið rekið veitingahús.

Innlent
Fréttamynd

Spice fer að narta í hælana á kanna­bisi hjá Foreldrahúsi

Aukning hefur orðið á neyslu ung­linga á eitur­lyfinu Spice á síðustu tveimur árum. Grunn­skólar hafa margir orðið varir við neyslu meðal nem­enda sinna en erfitt er að ná utan um um­fang vanda­málsins því krakkarnir eiga auð­velt með að fela hana.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum“

Joe & The Juice vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar á bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík. Verður þetta tíunda útibú Joe and the Juice á Íslandi en keðjan hefur opnað þrjá aðra staði síðasta árið; við Miklubraut, Reykjavíkurveg og í nýja miðbænum á Selfossi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á ekki von á eins langri röð í sýnatöku í dag

Um þrjú þúsund einstaklingar voru skráðir í PCR-sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun og um þúsund í hraðpróf. Langar raðir mynduðust í sýnatöku yfir hátíðisdagana en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á ekki von á eins mikilli bið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ungur öku­maður með tvo far­þega á þakinu

Líkt og greint var frá í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekkert fréttnæmt inn á sitt borð á jólanótt, að mati þess sem skrifaði dagbók lögreglunnar til fjölmiðla í gærmorgun. Lögregla fékk nokkur verkefni í nótt, en þó ekki mörg.

Innlent
Fréttamynd

Fær að fara aftur heim

Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf.

Innlent