Reykjavík

Fréttamynd

Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn

Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri.

Klinkið
Fréttamynd

Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin

Lím­miðar, sápu­kúlur og leik­at­riði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólu­setningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipu­legum hætti í há­deginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en tals­vert meiri tími fer í að bólu­setja börn en full­orðna.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“

Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk.

Innlent
Fréttamynd

„Hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur“

Karenína Elsudóttir er einstæð móðir tveggja barna, Alexanders og Rebekku. Fjölskyldan býr í Grafarholtinu í Reykjavík en óhætt er að segja að lífið hafi tekið snúning í apríl á síðasta ári þegar Alexander veiktist illa og það á afmælisdaginn sinn.

Lífið
Fréttamynd

Dagur áfram í pólitíkinni

Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Bíll Hilmars fannst ó­skemmdur í Mjódd

Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í óheppilegu atviki á föstudag þegar bíl hans var stolið á meðan hann skrapp inn að sækja ung börn sín. Hilmar vissi ekkert um afdrif bílsins fyrr en í dag þegar hann fannst stráheill í Mjódd í Breiðholti.

Fréttir
Fréttamynd

Velferðarþjónusta á tímum Covid

Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns.

Skoðun
Fréttamynd

„Enn einn sólar­hringurinn að baki“

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins virðist orðið nokkuð þreytt á ástandi síðustu vikna ef marka má færslu slökkviliðsins á Facebook. Flugeldar koma við sögu enn sem áður.

Innlent
Fréttamynd

Ruddist inn í íbúð eldri konu

Maður í mjög annarlegu ástandi ruddist inn í íbúð hjá aldraðri konu í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöldi. Lögregla var kölluð til og maðurinn var handtekinn á staðnum. 

Innlent
Fréttamynd

„Foss­vogs­hrellirinn“ skelfir íbúa í Efsta­leiti

Íbúi í Efstaleiti í Reykjavík lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að rekast á innbrotsþjóf í bílakjallara í húsi sínu í gær. Hann gaf sig á tal við þjófinn sem réðst þá á hann í kjölfarið, en íbúar í Fossvoginum kannast vel við kauða. Innbrotsþjófurinn virðist nú hafa fært sig um set.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um í­kveikju í Borgar­túni

Eldur kviknaði í húsnæði Þjóðskrár í Borgartúni laust eftir kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Til­­laga borgar­­yfir­valda grát­bros­­leg

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frí­stunda­sviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega.

Innlent
Fréttamynd

Útsvarstekjur borgarinnar jukust um 7,4 prósent milli ára

Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar námu 84 milljörðum króna á árinu 2021 og jukust um 7,4 prósent milli ára. Aukningin er á pari við meðalaukningu útsvarstekna sveitarfélaga í fyrra en af sex stærstu sveitarfélögunum var minnsta aukningin hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta má lesa úr nýjum tölum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Innherji
Fréttamynd

Björgunar­sveitirnar farnar að finna fyrir ó­veðrinu

Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagn komið aftur á í mið­borginni

Rafmagnslaust var víða í miðborg Reykjavíkur vegna háspennubilunar. Rafmagnsleysið náði meðal annars til Mýrargötu, Geirsgötu, Tryggvagötu, Pósthússtrætis, Hafnarstrætis og Austurstrætis auk einhverra gatna í kring. Tilkynnt var um rafmagnsleysið klukkan 20.45 á vef Veitna.

Innlent