Kópavogur

Fréttamynd

Tvímenningar taldir tengjast Elko-málinu

Tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á föstudag eru grunaðir um að tengjast tugmilljóna þjófnaði úr tveimur verslunum Elko, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Skeifunni.

Innlent
Fréttamynd

Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðli­legt pláss í Reykja­vík

Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Kópa­vogur - Að virða og varð­veita eigin sögu

Ég vil með þessum orðum minnast Héraðsskjalasafns Kópavogs sem bæjarstjórn Kópavogs ákvað að leggja niður á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans. Nú um mánaðarmótin mun síðasti héraðsskjalavörðurinn í Kópavogi láta af störfum. Um leið leggst af virk söfnun á skjölum og heimildum um sögu bæjarins og óvissa er með afgreiðslu úr skjölum safnsins.

Skoðun
Fréttamynd

Eva flutt inn í verðlaunahús Kára

Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hefur flutt lögheimili sitt til kærasta síns Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í Kópavogi.  Hús Kára er við Fagraþing í Kópavogi, með útsýni yfir Elliðavatn.

Lífið
Fréttamynd

Ætla að tala opin­skátt um of­beldi í Kópa­vogi

Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur í varð­haldi vegna inn­brota í Elko

Fjögur voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna innbrota í tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Auk þeirra eru þrjú í haldi. Öll eru þau erlendir ríkisborgarar.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í tvær verslanir sömu nóttina

Brotist var inn í verslanir Elko í Lindum og Skeifunni í nótt og farsímum stolið. Unnið er að því að komast að fjölda þeirra síma sem voru teknir, og að gera þá óvirka. Framkvæmdastjórinn segir engan símaskort í uppsiglingu þrátt fyrir innbrotið.

Innlent
Fréttamynd

Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu

Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 

Innlent
Fréttamynd

Kona réðst að sjö ára dreng við Smáraskóla

Sjö ára strákur varð fyrir aðkasti konu á leið sinni í frístund úr Smáraskóla í gær. Myndbandsupptökur staðfesta frásögn piltsins. Foreldrar stráksins finna að því að málið hafi ekki verið tilkynnt strax til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að stinga lækni í kvöld­göngu

Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga lækni á sextugsaldri í júní á þessu ári. Árásin átti sér stað þegar tvenn hjón voru í kvöldgöngu við Lund í Kópavogi, þar á meðal var læknirinn.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að finna þyrluflugi nýjan sama­stað

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins.

Innlent
Fréttamynd

Að standa með konum og kerfis­breytingum

Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjar­stjóri vill funda með ráð­herra um há­vaða á Kársnesi

Augnablikshávaði vegna flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli mælist reglulega langt yfir það sem er kveðið á um í reglugerð um hávaða um mörk vegna hávaða frá flugumferð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða hávaðamengun á Kársnesi vegna aukinnar flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Flytja Fri­day's innan Smára­lindar og fjölga stöðunum

Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að­eins meira um Kópa­vogs­módelið

Sonja Ýr Þorbergsdóttir kemur með nýjasta útspil gegn Kópavogsmódelinu í grein sinni „Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins“, núna er sem betur fer hætt að nota léleg uppeldisfræðileg rök og Sonja vill draga sveitarfélagið til ábyrgðar.

Skoðun
Fréttamynd

Við verðum að ræða um Reykja­víkur­flug­völl

Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna.

Skoðun