Að standa með konum og kerfisbreytingum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2024 07:30 Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti. Í vikunni bættist við Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tók í sama streng undir stefnuræðu forsætisráðherra. Það er greinilega alveg sama hvort Samfylkingin sé í sal Alþingis eða stýri Reykjavíkurborg, það er enginn vilji til að ráðast í úrbætur í leikskólamálunum. Samfylkingin hefur ekki farið í neinar raunverulegar kerfisbreytingar til þess að bæta laskað leikskólakerfi borgarinnar. Samfylkingin hefur státað sig af lægstu leikskólagjöldunum í stað þess að ráðast í breytingar og bjóða upp á raunveruleg pláss. Lág leikskólagjöld gera þó lítið fyrir þann fjölda sem bíður á biðlistum borgarinnar. Biðin eftir leikskólaplássi kostar hverja fjölskyldu milljónir. Lág leikskólagjöld breyta heldur engu fyrir starfsumhverfi þeirra fjölda kvenna sem starfa í leikskólum. Slök þjónusta við börn bitnar enn meira á mæðrum en feðrum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Gott og öflugt leikskólakerfi er ekki aðeins jafnréttismál heldur hefur það einnig áhrif á lífsgæði og verðmætasköpun þjóðarinnar. Aðgerðarleysi Samfylkingarinnar, með stuðningi Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hefur orðið til þess að fjölskyldur hafa flúið til nágrannasveitarfélaganna. Börnum hefur fækkað í borginni en fjölgað annars staðar. Þrátt fyrir það hefur þjónustan ekki batnað heldur hefur plássum aðeins fækkað. Frá því að leikskólastarf hófst aftur í haust eftir sumarfrí hefur enginn skóli í Kópavogi þurft að loka eða bjóða upp á skerta þjónustu. Þeim gengur betur að fá starfsfólk en sömu sögu er ekki að segja í Reykjavík. Kerfisbreytingar Kópavogs eru enn í mótun, á þeim má hafa skoðanir og víða í öðrum sveitarfélögum er verið að ráðast í mismunandi kerfisbreytingar til þess að bæta þjónustuna. Enn sem komið er hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi, vinnutíma og álag á stóra kvennastétt sem starfa í leikskólum Kópavogs. Áfram verðum við, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að finna leiðir til þess að gera betur í þjónustu við fjölskyldur. Skortsstefna Samfylkingarinnar bitnar verst á konum, mæðrum sem eiga börn á leikskólaaldri og konum sem starfa í leikskólum - eða vilja starfa í leikskóla. Það er ekki hægt að stæra sig af því að standa með kvenfrelsi og jafnrétti en styðja á sama tíma ekki aðgerðir sem ýta undir hvoru tveggja. Það heitir að styðja málefni í orði en ekki á borði. Að þora að ráðast í kerfisbreytingar virðist ekki á færi allra. Kerfisbreytingum á löskuðu kerfi sem verða til þess að þjónusta við börn og foreldra verði betri ber að fagna. Það er vissulega rétt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur að þjónustuskerðing bitnar verst á þeim sem síst mega við því. Þess vegna þarf að þora að ráðast í kerfisbreytingar í stað þess að stæra sig af ódýrum plássum þegar plássin eru ekki í boði. Það er dálítið eins og að stæra sig af lágu matvöruverði með tómar hillur í búðunum. Stjórnmálamenn eiga ekki að berja höfðinu við stein og gagnrýna breytingar en leggja ekki neitt til sjálfir. Fjölskyldur landsins eiga það skilið að við gerum betur og þorum að gera breytingar. Eftir viku, þriðjudaginn 24. september höldum við hjá Sjálfstæðisflokknum fund undir yfirskriftinni Fjölskyldan fyrst kl. 17.15 á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal og tökum fyrir fæðingarorlof og leikskólamál. Við ætlum að ræða næstu kerfisbreytingar, forgangsröðun og aðgerðir. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti. Í vikunni bættist við Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tók í sama streng undir stefnuræðu forsætisráðherra. Það er greinilega alveg sama hvort Samfylkingin sé í sal Alþingis eða stýri Reykjavíkurborg, það er enginn vilji til að ráðast í úrbætur í leikskólamálunum. Samfylkingin hefur ekki farið í neinar raunverulegar kerfisbreytingar til þess að bæta laskað leikskólakerfi borgarinnar. Samfylkingin hefur státað sig af lægstu leikskólagjöldunum í stað þess að ráðast í breytingar og bjóða upp á raunveruleg pláss. Lág leikskólagjöld gera þó lítið fyrir þann fjölda sem bíður á biðlistum borgarinnar. Biðin eftir leikskólaplássi kostar hverja fjölskyldu milljónir. Lág leikskólagjöld breyta heldur engu fyrir starfsumhverfi þeirra fjölda kvenna sem starfa í leikskólum. Slök þjónusta við börn bitnar enn meira á mæðrum en feðrum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Gott og öflugt leikskólakerfi er ekki aðeins jafnréttismál heldur hefur það einnig áhrif á lífsgæði og verðmætasköpun þjóðarinnar. Aðgerðarleysi Samfylkingarinnar, með stuðningi Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hefur orðið til þess að fjölskyldur hafa flúið til nágrannasveitarfélaganna. Börnum hefur fækkað í borginni en fjölgað annars staðar. Þrátt fyrir það hefur þjónustan ekki batnað heldur hefur plássum aðeins fækkað. Frá því að leikskólastarf hófst aftur í haust eftir sumarfrí hefur enginn skóli í Kópavogi þurft að loka eða bjóða upp á skerta þjónustu. Þeim gengur betur að fá starfsfólk en sömu sögu er ekki að segja í Reykjavík. Kerfisbreytingar Kópavogs eru enn í mótun, á þeim má hafa skoðanir og víða í öðrum sveitarfélögum er verið að ráðast í mismunandi kerfisbreytingar til þess að bæta þjónustuna. Enn sem komið er hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi, vinnutíma og álag á stóra kvennastétt sem starfa í leikskólum Kópavogs. Áfram verðum við, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að finna leiðir til þess að gera betur í þjónustu við fjölskyldur. Skortsstefna Samfylkingarinnar bitnar verst á konum, mæðrum sem eiga börn á leikskólaaldri og konum sem starfa í leikskólum - eða vilja starfa í leikskóla. Það er ekki hægt að stæra sig af því að standa með kvenfrelsi og jafnrétti en styðja á sama tíma ekki aðgerðir sem ýta undir hvoru tveggja. Það heitir að styðja málefni í orði en ekki á borði. Að þora að ráðast í kerfisbreytingar virðist ekki á færi allra. Kerfisbreytingum á löskuðu kerfi sem verða til þess að þjónusta við börn og foreldra verði betri ber að fagna. Það er vissulega rétt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur að þjónustuskerðing bitnar verst á þeim sem síst mega við því. Þess vegna þarf að þora að ráðast í kerfisbreytingar í stað þess að stæra sig af ódýrum plássum þegar plássin eru ekki í boði. Það er dálítið eins og að stæra sig af lágu matvöruverði með tómar hillur í búðunum. Stjórnmálamenn eiga ekki að berja höfðinu við stein og gagnrýna breytingar en leggja ekki neitt til sjálfir. Fjölskyldur landsins eiga það skilið að við gerum betur og þorum að gera breytingar. Eftir viku, þriðjudaginn 24. september höldum við hjá Sjálfstæðisflokknum fund undir yfirskriftinni Fjölskyldan fyrst kl. 17.15 á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal og tökum fyrir fæðingarorlof og leikskólamál. Við ætlum að ræða næstu kerfisbreytingar, forgangsröðun og aðgerðir. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun