Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Sí­fellt yngri börn sýni kennurum virðingar­leysi

Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 

Innlent
Fréttamynd

Jónína kjörin vara­for­maður kennara

Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir

Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri mygla fannst í Lauga­lækjar­skóla

Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 

Innlent
Fréttamynd

Vegna varaformannskjörs KÍ

Varaformannskosningar Kennarasambands Íslands eru í fullum gangi og aðeins tæplega sólahringur eftir af kosningatímanum. Félagsmenn hafa til kl. 14:00 á morgun, mánudaginn 13. desember til að nýta sinn kosningarétt. Öll atkvæði skipta máli!

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­stjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug

Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Um­boðs­maður segir notkun gulra her­bergja helst bundna við börn með sér­þarfir

Umboðsmaður Alþingis skrifar í bréfi sem sent var á mennta- og barnamálaráðherra á miðvikudag að notkun svokallaðra gulra herbergja í grunnskólum sé í yfirgnæfandi fjölda tilvika bundin við börn með sérþarfir. Almennir grunnskólar telji sig þá standa frammi fyrir óleysanlegum vanda gagnvart nemendum með sérþarfir og alvarlegan hegðunarvanda. 

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar og kennarar eru saman í liði

Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið.

Skoðun
Fréttamynd

Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur

Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Listin að hlusta

Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarar í forystu til framtíðar

Það er mjög dýrmætt að vakna á morgnana og hlakka til að mæta í vinnuna. Að vera kennari er það besta sem ég veit. Að hitta samstarfsfólkið sitt og nemendurna sem kenna manni eitthvað nýtt á hverjum degi. Að sjá nemendur sína ná árangri er tilfinning sem ekki verður metin til fjár. Í starfsumhverfi kennara eru mikið um álitamál og að mörgu er að hyggja. 

Skoðun
Fréttamynd

Ég á mér draum

Ég á mér draum um að kennarastarfið hljóti þá virðingu sem það á skilið. Virðingu frá viðsemjendum okkar sem segja „nei” við fullkomlega réttmætum kröfum okkar um leiðréttingu á launum miðað við viðmiðunarstéttir.

Skoðun
Fréttamynd

Erindi til stéttar­fé­lags­manna KÍ

Kæri stéttarfélagi, menntun skiptir máli fyrir okkur öll og mikilvægt er að vanda valið þegar kemur að því að kjósa þá sem gefa kost á sér sem leiðtogar menntamála. Einstaklinga sem brenna fyrir málefnum menntunar, eru fylgnir sér, búa yfir þrautseigju og seiglu, hlusta á raddir kennara og valdefla þá.

Skoðun