Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Stytt­um sum­ar­frí skól­a

Það þarf að lengja skólaárið. Sumarfrí nemenda eru of löng. Það liggur í augum uppi. Athygli vekur að enginn kennari hefur lýst því sjónarmiði yfir í fjölmiðlum eftir að fjallað var um rannsókn sýndi að nemendur sem höfðu lokið fjögurra ára framhaldsskólanámi stóðu sig betur við Háskóla Íslands en þeir sem lokið höfðu sama námi á þremur árum, eins og nú tíðkast.

Umræðan
Fréttamynd

Um breytingar á fram­hald­skóla­kerfinu

Núna þegar þetta er ritað hefur orðið nokkur umræða um breytingar á fyrirkomulagi framhaldsskóla á Íslandi á öðrum áratug þessar aldar. Þessar breytingar eru almennt kenndar við „styttingu“ en lykilatriði í þeim var að stytta tíma til stúdentsprófs úr 4 í 3 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Kallar eftir að ríkið standi við fyrir­heit í flug­stefnu

Ó­vissa ríkir um fram­hald flug­kennslu hjá Fluga­kademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfs­menn skólans. Fram­kvæmda­stjóri gagn­rýnir að fyrir­heitum í flug­stefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flug­nám að vera hluti af mennta­kerfinu og heyra undir mennta­mála­ráð­herra en ekki inn­viða­ráð­herra.

Innlent
Fréttamynd

Námsmat

I could talk about every time that you showed up on time / But I'd have an empty line 'cause you never did / Never paid any mind to my mother or friends / So I shut 'em all out for you 'cause I was a kid. Svo segir í textanum Happier than Ever með Billie Eilish.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki getað að­hafst í máli Ás­laugar

Háskóli Íslands harmar að tilkynnt hafi verið að Áslaug Ýr Hjartardóttir væri ekki viðstödd brautskráningarathöfn skólans á laugardag og henni snúið frá sviðinu. Fulltrúar skólans hafi ekki verið upplýstir um stöðu mála og því ekki getað aðhafst.

Innlent
Fréttamynd

„Þeim var víst drullu­sama um fatlaða há­skóla­nemann“

Áslaug Ýr Hjartardóttir var meðal þeirra 2.832 nemenda sem brautskráðust frá Háskóla Íslands í gær við hátíðlega athöfn. Líkt og öðrum kandídötum óskaði hún þess að taka við skírteini eftir stranga skólagöngu en ólíkt flestum er Áslaug lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól, og þarf því gjarnan meiri stuðning en aðrir nemendur.

Innlent
Fréttamynd

Braut­skráningar Há­skóla Ís­lands

Alls brautskrást 2.832 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri. Vísir streymir frá brautskráningunni sem haldin er í Laugardalshöll.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða körfurnar vel­komnar heim

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur boðað til körfuboltamóts í dag við Seljaskóla til þess að fagna því að körfunum var skilað á körfuboltavöllinn við skólann.

Körfubolti
Fréttamynd

Neistinn er kveiktur!

Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu „Kveikjum neistann!“ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Dregist úr hófi að tryggja nem­endum pláss á starfs­brautum

Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Allt­of seint að fá svör um skóla­vist í ágúst

Móðir sex­tán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skóla­vist í fram­halds­skóla í haust segir lof­orð mennta­mála­ráðu­neytisins um svör í ágúst ekki nægi­lega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undir­búningur mikil­vægur.

Innlent
Fréttamynd

Fötluð ungmenni og tækifærin

Undanfarin misseri hefur sannarlega verið tilefni til að fyllast bjartsýni um að okkur ætli að takast að rétta af óréttlætið sem fötluð ungmenni eru beitt endurtekið ár eftir ár. Háskólaráðherra hefur talað hátt og skýrt fyrir bættum tækifærum fatlaðs fólks til menntunar og velsæld er sett í forgang í störfum menntamálaráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Hin­segin fræðsla í grunn­skólum

Fræðsla Samtakanna ‘78 er mannréttindamiðuð hinsegin fræðsla. Hinsegin fræðsla fjallar um hinsegin fólk, okkar málefni og hvert hægt er að leita eftir aðstoð og stuðningi. Við kennum fólki á öllum aldri um fjölbreytileikann í kyntjáningu, kynhneigð, kynvitund og kyneinkennum fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Myglan hafi engin á­hrif á skóla­haldið

Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 

Innlent
Fréttamynd

Í­búar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur

Körfu­bolta­körfur við Selja­skóla í Reykja­vík voru settar upp aftur nú síð­degis, eftir fjölda kvartana. Mikla at­hygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. 

Innlent
Fréttamynd

Jöfn - Tæknilega séð

Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni.

Skoðun
Fréttamynd

Út­skrifuð og stolt að hafa ekki gefist upp á bar­áttunni við kerfið

Eftir tveggja ára þrotlausa baráttu við kerfið og önnur tvö ár í námi útskrifaðist ung kona sem lögreglumaður síðustu helgi. Henni var upphaflega vísað frá vegna notkunar á kvíðalyfi. Hún er stolt af því að hafa tekið slaginn fyrir alla þá sem hafa haft hugrekki til að leita sér aðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Nýir dag­for­eldrar fá milljón í stofn­styrk

Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 

Innlent
Fréttamynd

„Mikil­vægt að þetta skili ein­hverjum breytingum til fram­tíðar“

Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut.

Innlent
Fréttamynd

Um­sóknir um nám í Há­skóla Ís­lands fjölgaði milli ára

Tæplega 9.500 umsóknir bárust um grunn- og framhaldsnám í Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2023-24. Frestur til að sækja um nám rann út þann 5. júní síðastliðinn og nam fjölgunin rúmlega sex prósent á milli ára. Íslenska sem annað mál reyndist vinsælasta námsgreinin og ná bárust nærri tvö þúsund erlendar umsóknir.

Innlent