Kallar eftir að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2023 18:19 Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, gagnrýnir vanefndir ríkisstjórnarinnnar og kallar eftir því að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óvissa ríkir um framhald flugkennslu hjá Flugakademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfsmenn skólans. Framkvæmdastjóri gagnrýnir að fyrirheitum í flugstefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flugnám að vera hluti af menntakerfinu og heyra undir menntamálaráðherra en ekki innviðaráðherra. Níu starfsmönnum Flugakademíu Íslands hefur verið sagt upp störfum en hún er í meirihlutaeigu Keilis og síðan Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Keilir er síðan í meirihlutaeigu ríkisins. Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis segir málið því standa ríkinu nærri. Vanda skólans nú megi rekja til þess að umsóknum um nám við skólann hefði fækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum og ekki náð sér á strik aftur. Þetta væri alvarleg staða því Flugakademían væri eini aðilinn á Íslandi sem byði upp á samtvinnað atvinnuflugnám, þar sem bókleg- og verkleg kennsla færi fram jöfnum höndum. „Það væri ákveðið skarð hoggið í þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess að fara í atvinnuflugnám á Íslandi fyrir íslensk ungmenni ef það verður niðurstaðan,“ segir Nanna Kristjana um óvissuna. Ekki staðið við fyrirheit í flugstefnu Flugnám væri almennt ekki lánshæft en nemendur skólans hefðu getað sótt um nokkurra milljóna skólagjaldalán sem færu langt í frá að standa undir kostnaði við námið sem væri um 15 milljónir króna. Þetta væri líka alvarleg staða hjá flugþjóð í ljósi þess að skortur væri á atvinnuflugmönnum. Nanna Kristjana gagnrýnir einnig að ekki hafi verið staðið við fyrirheit í ítarlegri flugstefnu sem Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi samgönguráðherra kynnti í nóvember 2019. „Ég get ekki túlkað öðruvísi en svo að það hafi ekki verið tekin nein skref í þessari flugstefnu sem var kynnt árið 2019 sem varða það að færa námið inn í menntakerfið. Ég hef ekki getað séð að það hafi verið tekin nein skref í þá átt enn þá,“ sagði Nanna. Það væri sérkennilegt að þetta mikilvæga fagnám heyrði undir innviðaráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið. Nanna Kristjana segir að uppsögn samninga við starfsfólk skólans nú væri hugsuð til að finna leiðir til að endurskipuleggja kennsluna fyrir núverandi nemendur skólans. Þeir væru 116 í dag og mislangt komnir í sínu námi. Enn væri opið fyrir skráningu nýrra nemenda og vonandi færi stór hópur af stað í náminu í haust. Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Níu starfsmönnum Flugakademíu Íslands hefur verið sagt upp störfum en hún er í meirihlutaeigu Keilis og síðan Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Keilir er síðan í meirihlutaeigu ríkisins. Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis segir málið því standa ríkinu nærri. Vanda skólans nú megi rekja til þess að umsóknum um nám við skólann hefði fækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum og ekki náð sér á strik aftur. Þetta væri alvarleg staða því Flugakademían væri eini aðilinn á Íslandi sem byði upp á samtvinnað atvinnuflugnám, þar sem bókleg- og verkleg kennsla færi fram jöfnum höndum. „Það væri ákveðið skarð hoggið í þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess að fara í atvinnuflugnám á Íslandi fyrir íslensk ungmenni ef það verður niðurstaðan,“ segir Nanna Kristjana um óvissuna. Ekki staðið við fyrirheit í flugstefnu Flugnám væri almennt ekki lánshæft en nemendur skólans hefðu getað sótt um nokkurra milljóna skólagjaldalán sem færu langt í frá að standa undir kostnaði við námið sem væri um 15 milljónir króna. Þetta væri líka alvarleg staða hjá flugþjóð í ljósi þess að skortur væri á atvinnuflugmönnum. Nanna Kristjana gagnrýnir einnig að ekki hafi verið staðið við fyrirheit í ítarlegri flugstefnu sem Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi samgönguráðherra kynnti í nóvember 2019. „Ég get ekki túlkað öðruvísi en svo að það hafi ekki verið tekin nein skref í þessari flugstefnu sem var kynnt árið 2019 sem varða það að færa námið inn í menntakerfið. Ég hef ekki getað séð að það hafi verið tekin nein skref í þá átt enn þá,“ sagði Nanna. Það væri sérkennilegt að þetta mikilvæga fagnám heyrði undir innviðaráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið. Nanna Kristjana segir að uppsögn samninga við starfsfólk skólans nú væri hugsuð til að finna leiðir til að endurskipuleggja kennsluna fyrir núverandi nemendur skólans. Þeir væru 116 í dag og mislangt komnir í sínu námi. Enn væri opið fyrir skráningu nýrra nemenda og vonandi færi stór hópur af stað í náminu í haust.
Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira