Danmörk Tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Danmörku Tveir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi í Danmörku eftir að hafa ráðist á annan íslenskan mann um helgina. Maðurinn liggur þungt haldinn á Háskólasjúkrahúsinu í Álaborg. Innlent 8.8.2022 18:55 Nýtt nafn á lista sigurvegara í Tour de France Hinn danski Jonas Vingegaard Rasmussen kom fyrstur í mark í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, en keppni lauk í hjólreiðakeppninni sögufrægu í dag. Sport 24.7.2022 19:10 Íslendingar að kafna í methita í Danmörku Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. Erlent 20.7.2022 21:30 Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Erlent 20.7.2022 12:05 Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Erlent 20.7.2022 08:17 Samkomulag milli SAS og flugmanna í höfn en ekki undirritað Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Félagið gaf þó í kvöld út tilkynningu þess efnis að ekki væri búið að undirrita neina samninga. Erlent 18.7.2022 23:53 Danskir framleiðendur semja við Viaplay og framleiðsla hefst að nýju Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa gert tímabundið samkomulag við Viaplay sem gerir að verkum að framleiðsluverkefni tengd streymisveitunni sem fóru í stopp í júní munu fara í gang að nýju. Erlent 18.7.2022 12:03 Aflýstum flugferðum fjölgar daglega á meðan SAS reynir að semja við flugmenn Samningaviðræður milli skandínavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins halda áfram í dag. Samningsaðilar hafa fundað síðan á laugardagsmorgun til að reyna að leysa verkfallsástand sem hófst 4. júlí þegar í kringum 900 starfsmenn félagsins fóru í verkfall. Erlent 17.7.2022 07:54 Rússíbaninn verði rifinn eftir banaslysið í Árósum Kóbra-rússíbaninn í Friheden-tívolíi í Árósum verður ekki opnaður aftur eftir að fjórtán ára stúlka lést þegar rússíbaninn bilaði í fyrradag. Forsvarsmenn tívolísins segja að tækinu verði lokað og það rifið. Erlent 16.7.2022 07:34 Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Árósum Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Friheden tívolíi í Árósum fyrr í dag. Þrettán ára drengur slasaðist einnig á höndum í slysinu þegar vagn á Cobra-rússíbananum losnaði og fór af teinunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það verður slys í rússíbananum. Erlent 14.7.2022 15:19 Tveir slasaðir eftir slys í tívolíinu í Árósum Tveir eru slasaðir eftir að vagnaröð losnaði í rússíbana í Tivoli Friheden í Árósum fyrr í dag. Búið er rýma tívolíið og því hefur verið lokað út daginn. Sjúkraliðar eru á staðnum til að sinna hinum slösuðu og eru vitni í skýrslutöku hjá lögreglu. Erlent 14.7.2022 12:17 Íkveikja ekki sönnuð í bruna sem varð Íslendingi að bana Ekki hefur tekist að sanna að um íkveikju hafi verið að ræða þegar Íslendingur lést í bruna á Amager í Kaupmannahöfn í nóvember í fyrra. Erlent 13.7.2022 10:51 Færeyingar höfðu betur gegn Dönum í fyrsta skipti í sögunni Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og unnu sögulegan sigur gegn Dönum er liðin mættust á Evrópumeistaramóti U20 ára landsliða í handbolta í dag. Lokatölur 33-32, en Færeyskt landslið hefur aldrei áður unnið sigur gegn dönsku landsliði í keppnisleik. Handbolti 7.7.2022 13:02 Reyndi að fá aðstoð skömmu fyrir árásina Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís. Erlent 6.7.2022 07:33 „Áður en við vitum af byrjar hann bara að skjóta og skjóta“ Ung íslensk kona sem var í verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn sem skotárás var gerð á á sunnudag segist ekki hafa áttað sig strax á því sem var að gerast þegar byssumaðurinn hleypti fyrstu skotunum af. Hún er þakklát fyrir að hafa brugðist rétt við í ótrúlega ógnvekjandi aðstæðum, en byssumaðurinn var á einum tímapunkti aðeins nokkra metra frá henni. Erlent 5.7.2022 15:10 Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“ Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir. Innlent 5.7.2022 13:41 Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. Innlent 5.7.2022 11:09 SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. Viðskipti innlent 5.7.2022 07:44 Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. Erlent 4.7.2022 20:00 Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Innlent 4.7.2022 19:26 Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. Innlent 4.7.2022 15:15 Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. Erlent 4.7.2022 13:46 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. Erlent 4.7.2022 12:18 Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. Erlent 4.7.2022 12:02 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. Innlent 4.7.2022 11:17 Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. Erlent 4.7.2022 07:02 Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Erlent 3.7.2022 23:37 Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. Erlent 3.7.2022 22:33 Þrjú látin og þrjú í lífshættu eftir skotárás í Kaupmannahöfn Þrjú eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Erlent 3.7.2022 17:44 Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. Erlent 3.7.2022 16:25 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 41 ›
Tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Danmörku Tveir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi í Danmörku eftir að hafa ráðist á annan íslenskan mann um helgina. Maðurinn liggur þungt haldinn á Háskólasjúkrahúsinu í Álaborg. Innlent 8.8.2022 18:55
Nýtt nafn á lista sigurvegara í Tour de France Hinn danski Jonas Vingegaard Rasmussen kom fyrstur í mark í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, en keppni lauk í hjólreiðakeppninni sögufrægu í dag. Sport 24.7.2022 19:10
Íslendingar að kafna í methita í Danmörku Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. Erlent 20.7.2022 21:30
Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Erlent 20.7.2022 12:05
Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Erlent 20.7.2022 08:17
Samkomulag milli SAS og flugmanna í höfn en ekki undirritað Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Félagið gaf þó í kvöld út tilkynningu þess efnis að ekki væri búið að undirrita neina samninga. Erlent 18.7.2022 23:53
Danskir framleiðendur semja við Viaplay og framleiðsla hefst að nýju Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa gert tímabundið samkomulag við Viaplay sem gerir að verkum að framleiðsluverkefni tengd streymisveitunni sem fóru í stopp í júní munu fara í gang að nýju. Erlent 18.7.2022 12:03
Aflýstum flugferðum fjölgar daglega á meðan SAS reynir að semja við flugmenn Samningaviðræður milli skandínavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins halda áfram í dag. Samningsaðilar hafa fundað síðan á laugardagsmorgun til að reyna að leysa verkfallsástand sem hófst 4. júlí þegar í kringum 900 starfsmenn félagsins fóru í verkfall. Erlent 17.7.2022 07:54
Rússíbaninn verði rifinn eftir banaslysið í Árósum Kóbra-rússíbaninn í Friheden-tívolíi í Árósum verður ekki opnaður aftur eftir að fjórtán ára stúlka lést þegar rússíbaninn bilaði í fyrradag. Forsvarsmenn tívolísins segja að tækinu verði lokað og það rifið. Erlent 16.7.2022 07:34
Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Árósum Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Friheden tívolíi í Árósum fyrr í dag. Þrettán ára drengur slasaðist einnig á höndum í slysinu þegar vagn á Cobra-rússíbananum losnaði og fór af teinunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það verður slys í rússíbananum. Erlent 14.7.2022 15:19
Tveir slasaðir eftir slys í tívolíinu í Árósum Tveir eru slasaðir eftir að vagnaröð losnaði í rússíbana í Tivoli Friheden í Árósum fyrr í dag. Búið er rýma tívolíið og því hefur verið lokað út daginn. Sjúkraliðar eru á staðnum til að sinna hinum slösuðu og eru vitni í skýrslutöku hjá lögreglu. Erlent 14.7.2022 12:17
Íkveikja ekki sönnuð í bruna sem varð Íslendingi að bana Ekki hefur tekist að sanna að um íkveikju hafi verið að ræða þegar Íslendingur lést í bruna á Amager í Kaupmannahöfn í nóvember í fyrra. Erlent 13.7.2022 10:51
Færeyingar höfðu betur gegn Dönum í fyrsta skipti í sögunni Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og unnu sögulegan sigur gegn Dönum er liðin mættust á Evrópumeistaramóti U20 ára landsliða í handbolta í dag. Lokatölur 33-32, en Færeyskt landslið hefur aldrei áður unnið sigur gegn dönsku landsliði í keppnisleik. Handbolti 7.7.2022 13:02
Reyndi að fá aðstoð skömmu fyrir árásina Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís. Erlent 6.7.2022 07:33
„Áður en við vitum af byrjar hann bara að skjóta og skjóta“ Ung íslensk kona sem var í verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn sem skotárás var gerð á á sunnudag segist ekki hafa áttað sig strax á því sem var að gerast þegar byssumaðurinn hleypti fyrstu skotunum af. Hún er þakklát fyrir að hafa brugðist rétt við í ótrúlega ógnvekjandi aðstæðum, en byssumaðurinn var á einum tímapunkti aðeins nokkra metra frá henni. Erlent 5.7.2022 15:10
Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“ Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir. Innlent 5.7.2022 13:41
Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. Innlent 5.7.2022 11:09
SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. Viðskipti innlent 5.7.2022 07:44
Þrettán skelfilegar mínútur Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. Erlent 4.7.2022 20:00
Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Innlent 4.7.2022 19:26
Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. Innlent 4.7.2022 15:15
Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. Erlent 4.7.2022 13:46
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. Erlent 4.7.2022 12:18
Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. Erlent 4.7.2022 12:02
Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. Innlent 4.7.2022 11:17
Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. Erlent 4.7.2022 07:02
Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Erlent 3.7.2022 23:37
Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. Erlent 3.7.2022 22:33
Þrjú látin og þrjú í lífshættu eftir skotárás í Kaupmannahöfn Þrjú eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Erlent 3.7.2022 17:44
Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. Erlent 3.7.2022 16:25