Danmörk Formaður Þjóðarflokksins sýknaður Dómstóll í Danmörku sýknaði Morten Messerschmidt, formann Þjóðarflokksins, af ákæru um misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Upphaflega var Messerschmidt sakfelldur en sá dómur var ógiltur og málið tekið fyrir aftur. Erlent 21.12.2022 11:51 Risatekjur af Thule-herstöðinni færast til grænlensks fyrirtækis Gríðarlegar tekjur af Thule-herstöðinni á Grænlandi færast á ný í hendur grænlensks fyrirtækis með verktaka- og þjónustusamningi við bandaríska flugherinn. Samningurinn var kynntur um helgina og hljóðar upp á nærri fimmtíu milljarða íslenskra króna á ári. Viðskipti erlent 19.12.2022 21:33 Mette Frederiksen sögð hafa tekið kröftuga hægri beygju Ný þriggja flokka ríkisstjórn Mette Frederiksen, leiðtoga jafnaðarmanna, tók við völdum í Danmörku í dag. Stjórnarskiptin þykja söguleg þar sem þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem Danir fá ríkisstjórn yfir miðjuna í samstarfi vinstri, miðju og hægri flokka. Erlent 15.12.2022 19:59 Tveir látnir og margir slasaðir eftir fjörutíu bíla árekstur í Danmörku Tveir eru látnir eftir árekstur á fjórða tug bíla á hraðbraut á milli bæjanna Randers og Hobro á Jótlandi í Danmörku í morgun. Fjöldahjálparmistöð hefur verið opnuð á lögreglustöðinni í Hobro vegna slyssins. Erlent 15.12.2022 11:23 Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. Erlent 15.12.2022 09:03 Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. Erlent 14.12.2022 11:53 Greiðir tveggja milljarða dala sekt í peningaþvættismáli Danske Bank hefur samþykkt að greiða tveggja milljarða Bandaríkjadala sekt í tengslum við rannsókn á peningaþvætti í einu af útibúum bankans. Sektin er liður í sátt bankans við bandarísk, eistnesk og dönsk yfirvöld. Viðskipti erlent 14.12.2022 06:39 Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. Erlent 13.12.2022 19:32 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. Atvinnulíf 13.12.2022 07:26 Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Erlent 12.12.2022 09:38 Ellemann-Jensen opnar á stjórnarsamstarf með Jafnaðarmönnum Jakob Ellemann-Jensen, formaður danska hægriflokksins Venstre, opnaði í gær á að mynduð verði ríkisstjórn með Jafnaðarmannaflokki Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Kannski,“ sagði Ellemann-Jensen í samtali við TV2 í gær. Erlent 6.12.2022 07:46 Sakfelldur fyrir að hjálpa konum að eignast börn Danskur karlmaður hefur verið sektaður um andvirði hálfrar milljónar íslenskra króna fyrir að gefa konum sæði sitt svo þær geti eignast barn. Maðurinn eignast brátt sitt 19. barn. Erlent 4.12.2022 16:01 Danska ungstirnið Hugo Helmig látinn Danski tónlistarmaðurinn Hugo Helmig er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017. Lífið 2.12.2022 10:01 Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. Fótbolti 1.12.2022 13:30 Hraunað yfir danska liðið í fjölmiðlum eftir klúðrið í Katar Danskir fjölmiðlar slá ekkert af í gagnrýni sinni á danska knattspyrnulandsliðið en liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar eftir tap gegn Ástralíu í dag. Fótbolti 30.11.2022 19:00 Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum. Fótbolti 30.11.2022 11:31 Vaxandi veldi Sifjar Jakobs: „Þú þarft að sanna þig og það tekur tíma“ Merki hennar er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 34 löndum og á meðal viðskiptavina eru danska konungsfjölskyldan og stjörnur á borð við Beckham fjölskylduna, Miley Cyrus og Katy Perry. Íslenski skartgripahönnuðurinn Sif Jakobsdóttir er hvergi nærri hætt og stefnir enn hærra. Lífið 27.11.2022 10:00 Danmörk vill segja sig úr FIFA og KSÍ endurskoðar stuðning sinn við Infantino Það gustar verulega um Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA vegna heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Katar. Danmörk íhugar að segja sig úr FIFA og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir að sambandið ætli að endurskoða stuðning sinn við Gianni Infantino, forseta FIFA. Fótbolti 23.11.2022 23:15 Snjókoma raskar daglegu lífi Svía og Dana Óvenjumikil snjókoma hefur raskað lífi Dana og Svía síðustu daga. Nokkuð hefur nú dregið úr ofankomunni, en snjóveðrið hefur verið að færa sig í norðurátt. Erlent 22.11.2022 10:24 Ríki sem eru ekki ríki Ekki eru öll ríki heimsins fullvalda, þekkt eða viðurkennd. Sum ríki berjast á hverjum einasta degi fyrir sjálfstæði sínu, önnur ríki eru viðurkennd af einungis örfáum öðrum ríkjum og sum viðurkennir bara ekki neinn, nema auðvitað íbúarnir sjálfir. Smáríki, smáþjóðir og sjálfstjórnarsvæði. Hver er munurinn á þessu? Erlent 19.11.2022 09:02 „Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. Fótbolti 16.11.2022 21:31 Ellemann nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Danski þingmaðurinn Karen Ellemann mun taka við störfum framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar 1. janúar 2023. Hún tekur við starfinu af hinni finnsku Paulu Lehtomäki. Innlent 15.11.2022 08:02 Barn konunnar einnig látið Barn konunnar sem myrt var í bænum Holbæk í Danmörku á fimmtudaginn er nú einnig látið. Konan var komin sjö mánuði á leið þegar hún var myrt. Karl og kona sem hafa verið handtekin vegna morðsins neita bæði sök. Erlent 8.11.2022 15:01 33 ára kona handtekin vegna morðsins í Holbæk Lögregla á Sjálandi í Danmörku hefur handtekið 33 ára konu vegna gruns um að tengjast morðinu á 37 ára barnshafandi konu í Holbæk á fimmtudagskvöldið. Erlent 8.11.2022 07:45 Segir glæsta framtíð bíða danska táningsins „Ég er ofurstoltur af sjálfum mér,“ sagði hinn 19 ára gamli Dani, Holger Rune, eftir að hafa sigrað sjálfan Novak Djokovic í úrslitaleik ATP Masters 1000 mótsins í París um helgina. Sport 7.11.2022 13:40 Handtekinn grunaður um morð á barnshafandi konu 24 ára afganskur ríkisborgari var í dag handtekinn í Danmörku grunaður um að hafa orðið barnshafandi konu að bana. Maðurinn verður úrskurðaður í gæsluvarðhald á morgun. Erlent 7.11.2022 10:27 Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. Erlent 4.11.2022 14:40 Barnshafandi kona stungin til bana í Danmörku Barnhafandi kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögregla á Sjálandi segir að konan hafi verið 37 ára og margsinnis stungin með hníf. Fram kemur að barn konunnar sé enn á lífi. Erlent 4.11.2022 07:43 Segir af sér sem formaður Radikale Venstre Sofie Carsten Nielsen hefur sagt af sér sem formaður miðjuflokksins Radikale Venstre. Erlent 2.11.2022 14:43 Talningingaklúðrið hafði ekki áhrif á skiptingu þingsæta Skipting þingsæta breytist ekki eftir endurtalningu í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku þar sem klúður varð í talningu atkvæða í dönsku þingkosningum í gær. Erlent 2.11.2022 13:12 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 41 ›
Formaður Þjóðarflokksins sýknaður Dómstóll í Danmörku sýknaði Morten Messerschmidt, formann Þjóðarflokksins, af ákæru um misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Upphaflega var Messerschmidt sakfelldur en sá dómur var ógiltur og málið tekið fyrir aftur. Erlent 21.12.2022 11:51
Risatekjur af Thule-herstöðinni færast til grænlensks fyrirtækis Gríðarlegar tekjur af Thule-herstöðinni á Grænlandi færast á ný í hendur grænlensks fyrirtækis með verktaka- og þjónustusamningi við bandaríska flugherinn. Samningurinn var kynntur um helgina og hljóðar upp á nærri fimmtíu milljarða íslenskra króna á ári. Viðskipti erlent 19.12.2022 21:33
Mette Frederiksen sögð hafa tekið kröftuga hægri beygju Ný þriggja flokka ríkisstjórn Mette Frederiksen, leiðtoga jafnaðarmanna, tók við völdum í Danmörku í dag. Stjórnarskiptin þykja söguleg þar sem þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem Danir fá ríkisstjórn yfir miðjuna í samstarfi vinstri, miðju og hægri flokka. Erlent 15.12.2022 19:59
Tveir látnir og margir slasaðir eftir fjörutíu bíla árekstur í Danmörku Tveir eru látnir eftir árekstur á fjórða tug bíla á hraðbraut á milli bæjanna Randers og Hobro á Jótlandi í Danmörku í morgun. Fjöldahjálparmistöð hefur verið opnuð á lögreglustöðinni í Hobro vegna slyssins. Erlent 15.12.2022 11:23
Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. Erlent 15.12.2022 09:03
Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. Erlent 14.12.2022 11:53
Greiðir tveggja milljarða dala sekt í peningaþvættismáli Danske Bank hefur samþykkt að greiða tveggja milljarða Bandaríkjadala sekt í tengslum við rannsókn á peningaþvætti í einu af útibúum bankans. Sektin er liður í sátt bankans við bandarísk, eistnesk og dönsk yfirvöld. Viðskipti erlent 14.12.2022 06:39
Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. Erlent 13.12.2022 19:32
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. Atvinnulíf 13.12.2022 07:26
Tvö þúsund íslenskum minkum ætlað að fara fyrir upprisu nýs dansks minkastofns Til stendur að flytja tvö þúsund minka frá Íslandi til Danmerkur. Innflutningurinn er liður í því að koma minkarækt aftur af stað í Danmörku eftir að öllum minkum landsins var lógað síðla árs 2020 til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Erlent 12.12.2022 09:38
Ellemann-Jensen opnar á stjórnarsamstarf með Jafnaðarmönnum Jakob Ellemann-Jensen, formaður danska hægriflokksins Venstre, opnaði í gær á að mynduð verði ríkisstjórn með Jafnaðarmannaflokki Mette Frederiksen forsætisráðherra. „Kannski,“ sagði Ellemann-Jensen í samtali við TV2 í gær. Erlent 6.12.2022 07:46
Sakfelldur fyrir að hjálpa konum að eignast börn Danskur karlmaður hefur verið sektaður um andvirði hálfrar milljónar íslenskra króna fyrir að gefa konum sæði sitt svo þær geti eignast barn. Maðurinn eignast brátt sitt 19. barn. Erlent 4.12.2022 16:01
Danska ungstirnið Hugo Helmig látinn Danski tónlistarmaðurinn Hugo Helmig er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017. Lífið 2.12.2022 10:01
Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. Fótbolti 1.12.2022 13:30
Hraunað yfir danska liðið í fjölmiðlum eftir klúðrið í Katar Danskir fjölmiðlar slá ekkert af í gagnrýni sinni á danska knattspyrnulandsliðið en liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar eftir tap gegn Ástralíu í dag. Fótbolti 30.11.2022 19:00
Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum. Fótbolti 30.11.2022 11:31
Vaxandi veldi Sifjar Jakobs: „Þú þarft að sanna þig og það tekur tíma“ Merki hennar er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 34 löndum og á meðal viðskiptavina eru danska konungsfjölskyldan og stjörnur á borð við Beckham fjölskylduna, Miley Cyrus og Katy Perry. Íslenski skartgripahönnuðurinn Sif Jakobsdóttir er hvergi nærri hætt og stefnir enn hærra. Lífið 27.11.2022 10:00
Danmörk vill segja sig úr FIFA og KSÍ endurskoðar stuðning sinn við Infantino Það gustar verulega um Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA vegna heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Katar. Danmörk íhugar að segja sig úr FIFA og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir að sambandið ætli að endurskoða stuðning sinn við Gianni Infantino, forseta FIFA. Fótbolti 23.11.2022 23:15
Snjókoma raskar daglegu lífi Svía og Dana Óvenjumikil snjókoma hefur raskað lífi Dana og Svía síðustu daga. Nokkuð hefur nú dregið úr ofankomunni, en snjóveðrið hefur verið að færa sig í norðurátt. Erlent 22.11.2022 10:24
Ríki sem eru ekki ríki Ekki eru öll ríki heimsins fullvalda, þekkt eða viðurkennd. Sum ríki berjast á hverjum einasta degi fyrir sjálfstæði sínu, önnur ríki eru viðurkennd af einungis örfáum öðrum ríkjum og sum viðurkennir bara ekki neinn, nema auðvitað íbúarnir sjálfir. Smáríki, smáþjóðir og sjálfstjórnarsvæði. Hver er munurinn á þessu? Erlent 19.11.2022 09:02
„Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég líklega verið handtekinn“ Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. Fótbolti 16.11.2022 21:31
Ellemann nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Danski þingmaðurinn Karen Ellemann mun taka við störfum framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar 1. janúar 2023. Hún tekur við starfinu af hinni finnsku Paulu Lehtomäki. Innlent 15.11.2022 08:02
Barn konunnar einnig látið Barn konunnar sem myrt var í bænum Holbæk í Danmörku á fimmtudaginn er nú einnig látið. Konan var komin sjö mánuði á leið þegar hún var myrt. Karl og kona sem hafa verið handtekin vegna morðsins neita bæði sök. Erlent 8.11.2022 15:01
33 ára kona handtekin vegna morðsins í Holbæk Lögregla á Sjálandi í Danmörku hefur handtekið 33 ára konu vegna gruns um að tengjast morðinu á 37 ára barnshafandi konu í Holbæk á fimmtudagskvöldið. Erlent 8.11.2022 07:45
Segir glæsta framtíð bíða danska táningsins „Ég er ofurstoltur af sjálfum mér,“ sagði hinn 19 ára gamli Dani, Holger Rune, eftir að hafa sigrað sjálfan Novak Djokovic í úrslitaleik ATP Masters 1000 mótsins í París um helgina. Sport 7.11.2022 13:40
Handtekinn grunaður um morð á barnshafandi konu 24 ára afganskur ríkisborgari var í dag handtekinn í Danmörku grunaður um að hafa orðið barnshafandi konu að bana. Maðurinn verður úrskurðaður í gæsluvarðhald á morgun. Erlent 7.11.2022 10:27
Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. Erlent 4.11.2022 14:40
Barnshafandi kona stungin til bana í Danmörku Barnhafandi kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögregla á Sjálandi segir að konan hafi verið 37 ára og margsinnis stungin með hníf. Fram kemur að barn konunnar sé enn á lífi. Erlent 4.11.2022 07:43
Segir af sér sem formaður Radikale Venstre Sofie Carsten Nielsen hefur sagt af sér sem formaður miðjuflokksins Radikale Venstre. Erlent 2.11.2022 14:43
Talningingaklúðrið hafði ekki áhrif á skiptingu þingsæta Skipting þingsæta breytist ekki eftir endurtalningu í kjördæminu Frederikshavn í Danmörku þar sem klúður varð í talningu atkvæða í dönsku þingkosningum í gær. Erlent 2.11.2022 13:12