Innköllun

Fréttamynd

Innkalla kjúklingapasta vegna listeríu

Matvælastofnun varar við því að listería hafi greinst í einni framleiðslulotu af kjúklingapasta frá fyrirtækinu Preppup. Fyrirtækið hefur kallað vöruna inn af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Kólus innkallar Risaþrista

Sælgætisframleiðandinn Kólus hefur ákveðið að innkalla Sambó Ristaþrist í fimmtíu gramma umbúðum. Ástæðan er sögð sú að aukabragð hafi borist úr plastumbúðum í vöruna. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri að því er segir í tilkynningu frá Kólus.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inn­kalla tvær tegundir af Monster

Monster Ltd og CCEP hafa innkallað orkudrykkina Monster Lewis Hamilton LH44 og Monster Vanilla Espresso. Allar aðrar tegundir Monster-drykkja, svo sem Monster Green og Ultra, verða ekki fyrir áhrifum vegna þessarar innköllunar.

Neytendur
Fréttamynd

Kona innkölluð vegna villu

BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 49 bifreiðar af tegundinni Hyundai KONA EV. Um er að ræða bifreiðar af árgerð 2018-2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla granóla

Nathan & Olsen hefur innkallað tvær tegundir af granóla eftir að tilkynning barst frá birgja um að varnarefnið ethylene oxíð, sem er bannað í matvælum, hafi fundist í sesamfræjum sem er notað í framleiðslu.

Viðskipti innlent