Landspítalinn

Fréttamynd

Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús

Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Á annan tug gæti þurft á gjörgæslu

Jafnvel þó að hlutfall smitaðra sé tífalt lægra en fyrstu niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar benda til gæti á annan tug einstaklinga þurft á gjörgæslu að halda vegna kórónuveirunnar, að mati yfirlæknis á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks

Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu.

Innlent
Fréttamynd

Var ekki á hættusvæði

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sem talinn er hafa smitað vinnufélaga sína á gjörgæsludeildinni af kórónuverirunni var ekki að koma af skilgreindu hættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Land­spítalans með kórónu­veiruna

Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt.

Innlent
Fréttamynd

Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku

Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn boðar fólk til vinnu klukkan fimm í fyrramálið

Starfsfólk á deildum með sólarhringsstarfsemi á Landspítalanum er beðið um að mæta til vinnu klukkan fimm í fyrramálið ef það hefur tök á. Þetta eru skilaboð frá viðbragðsstjórn Landspítalans vegna óveðursins sem reiknað er með að skelli á landinu seint í kvöld og nótt.

Innlent