Landbúnaður Forystuærin Flugfreyja í uppáhaldi hjá Guðna Forystuærin Flugfreyja er í miklu uppáhaldi hjá Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem á hana. Flugfreyja á þrjú lömb, sem bera öll nöfn bresku konungsfjölskyldunnar eða Karl, Camilla og Díana. Fréttamaður hitti Guðna og forystuféð hans í fjárhúsi í Flóanum. Innlent 29.11.2023 19:56 Formaður Bændasamtaka Íslands áhyggjufullur Formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af því að einkafyrirtæki í landbúnaði nái hæfu og vel menntuðu starfsfólki landbúnaðarins yfir til sín því þau geti borgað hærri laun en opinberi geirinn. Innlent 26.11.2023 14:30 Hrútaskráin lesin í eldhúsinu, rúminu og á salerninu Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð. Lífið 25.11.2023 19:53 Ljósin eru að slökkna Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar. Skoðun 25.11.2023 16:00 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. Innlent 25.11.2023 08:09 Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. Innlent 24.11.2023 07:55 Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Innlent 17.11.2023 06:56 Gamla fjárréttin í Ólafsvík hefur verið endurhlaðin Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af. Innlent 15.11.2023 21:03 Kúabóndi á Suðurlandi sviptur mjólkursöluleyfi Matvælastofnun hefur svipt kúabónda á Suðurlandi leyfi til framleiðslu og dreifingar á mjólk. Innlent 15.11.2023 10:31 Það er raunhæft að útrýma riðu á Íslandi Yfirdýralæknir segir það vel raunhæfan möguleika að Ísland verði riðulaust land, ekki síst vegna ræktunar á verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé. Lagt er til í nýrri skýrslu til matvælaráðherra að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland. Innlent 12.11.2023 14:01 Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga „Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð“, segir formaður Bændasamtakanna, sem vandar alþingismönnum og ráðherrum ekki kveðjur sínar. Innlent 5.11.2023 14:00 Edda sómir sér vel í Eyjafirði þó bændur séu ekki allir sáttir við júgrið Kýrin Edda, stærsta kýr landsins sómir sér vel á stalli í Eyjafirði en um er að ræða risa listaverk eftir norska listakonu, sem býr í Kristnesi. Eitt komma tvö tonn af járni fóru í smíði Eddu. Innlent 1.11.2023 19:17 12 milljarðar = fæðuöryggi tryggt Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags. Skoðun 31.10.2023 10:30 Í sveita síns andlits Bændur og samtök þeirra hafa að undanförnu dregið upp skýra mynd af óviðunandi afkomu stéttarinnar og erfiðleikum sem að steðja. Ástæðurnar eru nokkrar en einna helst er vikið að háu vaxtastigi og verðhækkunum á aðföngum. Skoðun 31.10.2023 08:30 Riða greindist í kind í Húnaþingi vestra Kind frá bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra greindist með riðu í nýlegri sýnatöku. Matvælastofnun er byrjuð að undirbúa aðgerðir þar sem faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og áhersla lögð á að rekja hvert kindur af bænum hafa verið fluttar. Innlent 30.10.2023 10:20 Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 25 prósent Íslenskum sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent. Matvælaráðherra segist hlusta á bændur og taka málefnum þeirra alvarlega. Innlent 28.10.2023 21:00 Líf eða dauði ungra bænda Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar. Skoðun 27.10.2023 11:01 „Það er engin framtíð í þessu“ Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. Innlent 26.10.2023 20:31 Leiður, vonlítill og þreyttur bóndi Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag. Innlent 26.10.2023 17:04 Framleiðsla á dilkakjöti á Íslandi að hverfa Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn. Skoðun 26.10.2023 15:01 Bein útsending: Baráttufundur ungra bænda Samtök ungra bænda efna til baráttufundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar munu átta ungir bændur taka til máls og þrír gestafyrirlesarar auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þáttöku gesta í sal. Von er á ráðherrum og þingmönnum. Innlent 26.10.2023 12:30 Ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði Formaður ungra bænda segir nýliðun í landbúnaði nánast ómögulega við núverandi aðstæður. Þung staða sé í greininni og hafa ungir bændur því boðað til baráttufundar til að berjast fyrir lífi sínu. Innlent 26.10.2023 12:01 Íslenskir sauðfjárbændur launalausir – Hvers vegna? Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur. Skoðun 25.10.2023 15:31 Við þurfum öfluga bændur! Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Skoðun 25.10.2023 14:31 Fæðuöryggi á krossgötum Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum. Skoðun 25.10.2023 14:00 Bregðast þurfi við fjárhagsvanda bænda svo þeir séu ekki „þrælar á eigin búi“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði. Grípa þurfi til aðgerða hratt og örugglega til að koma til móts við skuldavanda bænda og leggur hann til dæmis til hlutdeildarlán fyrir unga bændur. Innlent 25.10.2023 10:15 Álftir búnar að éta upp átta hektara af korni hjá Björgvini bónda Kornbóndi á Suðurlandi hefur orðið fyrir milljóna tjóni í haust vegna álfta, sem hafa étið upp sex til átta hektara af korni hjá honum. Bóndinn segir fuglana sitja um akrana en ekki má fækka þeim þar sem álftin er friðuð. „Alveg glatað“ segir bóndinn. Innlent 23.10.2023 20:50 Fjárhagsstaða í landbúnaði Ljóst er að þegar leið á árið 2021 að ákveðinn vendipunktur væri runninn upp í íslenskum landbúnaði. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem gerðist í beinu framhaldi af Covid-19 faraldrinum og þeim efnahagsaðgerðum sem lagt var í til að stemma við neikvæðum hagrænum afleiðingum faraldursins, var hrint af stað kröppum verðlagshækkunum sem við erum enn að sjá afleiðingar af í dag. Skoðun 23.10.2023 20:00 Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. Neytendur 23.10.2023 11:48 „Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. Innlent 22.10.2023 13:37 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 41 ›
Forystuærin Flugfreyja í uppáhaldi hjá Guðna Forystuærin Flugfreyja er í miklu uppáhaldi hjá Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem á hana. Flugfreyja á þrjú lömb, sem bera öll nöfn bresku konungsfjölskyldunnar eða Karl, Camilla og Díana. Fréttamaður hitti Guðna og forystuféð hans í fjárhúsi í Flóanum. Innlent 29.11.2023 19:56
Formaður Bændasamtaka Íslands áhyggjufullur Formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af því að einkafyrirtæki í landbúnaði nái hæfu og vel menntuðu starfsfólki landbúnaðarins yfir til sín því þau geti borgað hærri laun en opinberi geirinn. Innlent 26.11.2023 14:30
Hrútaskráin lesin í eldhúsinu, rúminu og á salerninu Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð. Lífið 25.11.2023 19:53
Ljósin eru að slökkna Ég er nú vanur að berja mér á brjóst og sigra heiminn sama hvað á gengur. En nú er fokið í flest skjól. Konungur fuglanna, örninn hefur verið mitt tákn og drifkraftur í gegnum lífið sem bóndi og hefur það dugað þar til núna, því búið er að klippa af mér flugfjaðrirnar og klærnar. Skoðun 25.11.2023 16:00
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. Innlent 25.11.2023 08:09
Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. Innlent 24.11.2023 07:55
Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Innlent 17.11.2023 06:56
Gamla fjárréttin í Ólafsvík hefur verið endurhlaðin Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af. Innlent 15.11.2023 21:03
Kúabóndi á Suðurlandi sviptur mjólkursöluleyfi Matvælastofnun hefur svipt kúabónda á Suðurlandi leyfi til framleiðslu og dreifingar á mjólk. Innlent 15.11.2023 10:31
Það er raunhæft að útrýma riðu á Íslandi Yfirdýralæknir segir það vel raunhæfan möguleika að Ísland verði riðulaust land, ekki síst vegna ræktunar á verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé. Lagt er til í nýrri skýrslu til matvælaráðherra að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland. Innlent 12.11.2023 14:01
Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga „Bændur eru meira og minna í sjálfboðavinnu alla daga við að framleiða matvæli ofan í íslenska þjóð“, segir formaður Bændasamtakanna, sem vandar alþingismönnum og ráðherrum ekki kveðjur sínar. Innlent 5.11.2023 14:00
Edda sómir sér vel í Eyjafirði þó bændur séu ekki allir sáttir við júgrið Kýrin Edda, stærsta kýr landsins sómir sér vel á stalli í Eyjafirði en um er að ræða risa listaverk eftir norska listakonu, sem býr í Kristnesi. Eitt komma tvö tonn af járni fóru í smíði Eddu. Innlent 1.11.2023 19:17
12 milljarðar = fæðuöryggi tryggt Undirritaður sat afar kröftugan og upplýsandi baráttufund Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi þann 26. október sl. Ég vil byrja á að hrósa ungum bændum fyrir framkvæmd fundarins á allan hátt og hve framsögur þeirra sem fram komu voru vandaðar og málefnalega sett fram. Framtíðin er björt með þetta frambærilega fólk í stafni íslensk landbúnaðar og íslensk samfélags. Skoðun 31.10.2023 10:30
Í sveita síns andlits Bændur og samtök þeirra hafa að undanförnu dregið upp skýra mynd af óviðunandi afkomu stéttarinnar og erfiðleikum sem að steðja. Ástæðurnar eru nokkrar en einna helst er vikið að háu vaxtastigi og verðhækkunum á aðföngum. Skoðun 31.10.2023 08:30
Riða greindist í kind í Húnaþingi vestra Kind frá bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra greindist með riðu í nýlegri sýnatöku. Matvælastofnun er byrjuð að undirbúa aðgerðir þar sem faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og áhersla lögð á að rekja hvert kindur af bænum hafa verið fluttar. Innlent 30.10.2023 10:20
Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 25 prósent Íslenskum sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent. Matvælaráðherra segist hlusta á bændur og taka málefnum þeirra alvarlega. Innlent 28.10.2023 21:00
Líf eða dauði ungra bænda Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar. Skoðun 27.10.2023 11:01
„Það er engin framtíð í þessu“ Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. Innlent 26.10.2023 20:31
Leiður, vonlítill og þreyttur bóndi Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag. Innlent 26.10.2023 17:04
Framleiðsla á dilkakjöti á Íslandi að hverfa Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn. Skoðun 26.10.2023 15:01
Bein útsending: Baráttufundur ungra bænda Samtök ungra bænda efna til baráttufundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar munu átta ungir bændur taka til máls og þrír gestafyrirlesarar auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þáttöku gesta í sal. Von er á ráðherrum og þingmönnum. Innlent 26.10.2023 12:30
Ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði Formaður ungra bænda segir nýliðun í landbúnaði nánast ómögulega við núverandi aðstæður. Þung staða sé í greininni og hafa ungir bændur því boðað til baráttufundar til að berjast fyrir lífi sínu. Innlent 26.10.2023 12:01
Íslenskir sauðfjárbændur launalausir – Hvers vegna? Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur. Skoðun 25.10.2023 15:31
Við þurfum öfluga bændur! Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Skoðun 25.10.2023 14:31
Fæðuöryggi á krossgötum Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum. Skoðun 25.10.2023 14:00
Bregðast þurfi við fjárhagsvanda bænda svo þeir séu ekki „þrælar á eigin búi“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði. Grípa þurfi til aðgerða hratt og örugglega til að koma til móts við skuldavanda bænda og leggur hann til dæmis til hlutdeildarlán fyrir unga bændur. Innlent 25.10.2023 10:15
Álftir búnar að éta upp átta hektara af korni hjá Björgvini bónda Kornbóndi á Suðurlandi hefur orðið fyrir milljóna tjóni í haust vegna álfta, sem hafa étið upp sex til átta hektara af korni hjá honum. Bóndinn segir fuglana sitja um akrana en ekki má fækka þeim þar sem álftin er friðuð. „Alveg glatað“ segir bóndinn. Innlent 23.10.2023 20:50
Fjárhagsstaða í landbúnaði Ljóst er að þegar leið á árið 2021 að ákveðinn vendipunktur væri runninn upp í íslenskum landbúnaði. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem gerðist í beinu framhaldi af Covid-19 faraldrinum og þeim efnahagsaðgerðum sem lagt var í til að stemma við neikvæðum hagrænum afleiðingum faraldursins, var hrint af stað kröppum verðlagshækkunum sem við erum enn að sjá afleiðingar af í dag. Skoðun 23.10.2023 20:00
Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. Neytendur 23.10.2023 11:48
„Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. Innlent 22.10.2023 13:37