Edda sómir sér vel í Eyjafirði þó bændur séu ekki allir sáttir við júgrið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2023 19:17 Beate Stormo, listamaður, sem smíðaði Eddu af miklum glæsibrag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Edda, stærsta kýr landsins sómir sér vel á stalli í Eyjafirði en um er að ræða risa listaverk eftir norska listakonu, sem býr í Kristnesi. Eitt komma tvö tonn af járni fóru í smíði Eddu. Beate Stormo smíðaði Eddu heima á hlaði hjá sér í Kristnesi og svo var hún flutt í lok sumars á Sólgarð rétt við smámunasafnið í Eyjafirði og vekur alltaf þar mikla athygli á stalli sinum, enda mikið mynduð af ferðamönnum. Ferðamálafélag Eyjafjarðar átti hugmynd að gerð listaverksins. En hvað tók langan tíma að smíða Eddu? „Það tók eiginlega akkúrat tvö ár frá fyrsta hamarshöggi til seinasta hamarshöggsins. Auðvitað var ég ekki með hamarinn á lofti á hverjum einasta degi en í höfðinu á mér var ég að smíða hana í tvö ár,” segir Beate hlægjandi. Eb hvað var erfiðast við smíðina? „Það er bara svo erfitt að smíða þrívídd. Maður ætlar að gera þetta nákvæmlega eins og kú, það er erfitt að útskýra þetta og maður ætlar að láta þetta bunga út og járnið sveigist og beygist og þegar þú ert búin að sveigja járn og fer svo að tvista það þá fer bara fyrsta beygjan út um þúfur og maður bara stendur og fattar ekki hvernig maður á að gera þetta.” Það fer mjög vel um Eddu og hún vekur mikla athygli þar sem listaverkið stendur rétt við Smámunasafnið í Eyjafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Beate segir að það hafi farið 1,2 tonn af járni í Eddu. „Ég held að hún sé bara góð á þessum stað í Eyjafirði, henni líður vel enda tekur hún alltaf glöð á móti manni hérna,” segir Beate, sem heimsækir Eddu sína reglulega og spjallar við hana. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Hvað segir Beate við því ? „Hún er með ljótt júgur og það er algjörlega viljandi að hún sé með ljótt júgur. Júrað táknar bara að þetta sé gömul kú, sem er búin að mjólka mikið. Júgurfestin og jógurbönd eru að verða slitin og hún er meira að segja laus í bógunum og svona. Hún er gömul og hún er vitur, það er málið, hún er ekki bara ung og falleg,” segir Beate glöð og stolt með Eddu sína. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Beate segir það alveg rétt enda sé það viljandi gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Styttur og útilistaverk Kýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Beate Stormo smíðaði Eddu heima á hlaði hjá sér í Kristnesi og svo var hún flutt í lok sumars á Sólgarð rétt við smámunasafnið í Eyjafirði og vekur alltaf þar mikla athygli á stalli sinum, enda mikið mynduð af ferðamönnum. Ferðamálafélag Eyjafjarðar átti hugmynd að gerð listaverksins. En hvað tók langan tíma að smíða Eddu? „Það tók eiginlega akkúrat tvö ár frá fyrsta hamarshöggi til seinasta hamarshöggsins. Auðvitað var ég ekki með hamarinn á lofti á hverjum einasta degi en í höfðinu á mér var ég að smíða hana í tvö ár,” segir Beate hlægjandi. Eb hvað var erfiðast við smíðina? „Það er bara svo erfitt að smíða þrívídd. Maður ætlar að gera þetta nákvæmlega eins og kú, það er erfitt að útskýra þetta og maður ætlar að láta þetta bunga út og járnið sveigist og beygist og þegar þú ert búin að sveigja járn og fer svo að tvista það þá fer bara fyrsta beygjan út um þúfur og maður bara stendur og fattar ekki hvernig maður á að gera þetta.” Það fer mjög vel um Eddu og hún vekur mikla athygli þar sem listaverkið stendur rétt við Smámunasafnið í Eyjafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Beate segir að það hafi farið 1,2 tonn af járni í Eddu. „Ég held að hún sé bara góð á þessum stað í Eyjafirði, henni líður vel enda tekur hún alltaf glöð á móti manni hérna,” segir Beate, sem heimsækir Eddu sína reglulega og spjallar við hana. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Hvað segir Beate við því ? „Hún er með ljótt júgur og það er algjörlega viljandi að hún sé með ljótt júgur. Júrað táknar bara að þetta sé gömul kú, sem er búin að mjólka mikið. Júgurfestin og jógurbönd eru að verða slitin og hún er meira að segja laus í bógunum og svona. Hún er gömul og hún er vitur, það er málið, hún er ekki bara ung og falleg,” segir Beate glöð og stolt með Eddu sína. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Beate segir það alveg rétt enda sé það viljandi gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Styttur og útilistaverk Kýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira