Salan á Búnaðarbankanum

Fréttamynd

Í fótspor Finns

Hverjum þeim sem man viðskilnað Finns Ingólfssonar við pólitíkina og flokkinn sinn hlýtur að fyrir­gefast þótt hann trúi ekki einu orði af skýringum Árna Magnússonar við brottför sína af hinum pólitíska vettvangi inn í hlýjuna í Íslandsbanka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ríkisendurskoðandi kominn með gögnin frá Vilhjálmi

Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið hafa fengið gögn frá Vilhjálmi Bjarnasyni aðjúnkt í viðskiptafræðum vegna aðkomu þýska bankans Hauck und Afhauser, að kaupum á Búnaðarbanka Íslands á sínum tíma. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði of snemmt að segja til um hvort stofnunin hæfi sjálfstæða athugun á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Nú þarf að fá botn í málið

Hér er fjallað um Búnaðarbankamálið en einkum þó viðbrögð Halldórs og Valgerðar við endurvaktri umræðu um það, þáttinn hennar Völu Matt sem vonandi er kominn í heila höfn á Stöð 2 og fótboltabullur í flugvél á leið til Lundúna...

Fastir pennar
Fréttamynd

Einkavæðingarnefnd á leik

Erfitt er að skilja af hverju einkavæðingarnefnd hefur ekki verið tilbúin að leggja þær upplýsingar á borðið og taka þar með af öll tvímæli um að hún hafi starfað í góðri trú, óháð þeim efasemdum sem skjótt brotthvarf þýska smábankans úr hluthafahópi Búnaðarbankans hefur síðar vakið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki tilkynnt um virkan eignarhlut í Búnaðarbankanum

Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum.

Innlent
Fréttamynd

Sóðaleg viðskipti

Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt í viðskiptafræði segir að S-hópurinn hafi beitt blekkingum þegar hann keypti Búnaðarbankann. Hann segir að viðskiptin hafi verið sóðaleg og rannsókn á þeim eigi að fara fram.

Innlent
Fréttamynd

S-hópurinn með vænlegasta tilboðið

Í skýrslu HSBC um sölu Búnaðarbankans kemur fram að einn helsti kosturinn við tilboð S-hópsins væri aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestis. Án hans hefði S-hópurinn samt sem áður þótt álitlegri kostur en Kaldbakur.

Innlent
Fréttamynd

Mati HSBC á bankatilboðum breytt

Í skýrslu HSBC vegna sölu bankanna 2002 kemur fram að Samson var með lakasta tilboðið í Landsbankann samkvæmt upprunalegu reiknilíkani HSBC. Framkvæmdanefnd lét gera nýtt reiknilíkan þar sem vægi þátta var breytt.

Innlent
Fréttamynd

Innmúruð og ófrávíkjanleg tryggð

Í ljósi þeirra upplýsinga, sem liggja nú fyrir og verða ekki vefengdar, virðist erfitt að verjast þeirri ályktun, að ritstjóri <em>Morgunblaðsins</em> hafi ásamt framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og þáverandi lögmanni blaðsins og núverandi hæstaréttardómara – í krafti innmúraðrar og ófrávíkjanlegrar tryggðar við ónefndan mann! – átt aðild eða jafnvel frumkvæði að lögsókninni gegn Baugi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Látið verði af tortryggni

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans og að þau atriði sem umboðsmaður spyrji um séu nú þegar til athugunar í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Umræðu ekki lokið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir umræðuna um einkavæðinguna og hvernig að henni hafi verið staðið ekki lokið. Halldór Ásgrímsson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis sjái ekki forsendu til þess að kanna hæfi hans við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, sé orðið tímabært að stjórnarandstaðan láti af tortryggni sinni í garð hans.

Innlent
Fréttamynd

Krefur ráðuneytið um upplýsingar

Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Skoðar ekki hæfi Halldórs

Umboðsmaður Alþingis segist ekki ætla að skoða að eigin frumkvæði hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra vegna sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi höfðu sent umboðsmanni erindi þar sem hann var hvattur til að kanna hæfi Halldórs í tengslum við sölu bankans.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC

Ráðgjafi einkavæðingarnefndar í sölu ríkisbankanna 2002, HSBC, vildi að skilyrði yrðu sett um verðtilboð Samson í Landsbankann svo tryggja mætti hæsta verðið. HSBC mælti einnig gegn því að farið yrði í viðræður við Samson svo snemma í söluferlinu. Ráðherranefndin hunsaði ráðin. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Umboðsmaður á leik

Embætti umboðsmanns alþingis ákveður brátt hvernig brugðist verður við skriflegum ábendingum þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að taka þátt í sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins svonefnda.

Innlent
Fréttamynd

Bankar og völd

Valdsmenn hafa gegnum tíðina farið frjálslega með ýmsar eigur almennings. Þeir hafa skenkt vinum sínum ríkisjarðir rétt fyrir kosningar, gefið listaverk úr opinberum söfnum o.s.frv., en það eru smámunir hjá því, sem nú tíðkast. Umfang upptökunnar hefur margfaldazt: tíðarandinn leyfir engin vettlingatök

Fastir pennar
Fréttamynd

Umfangsmesta einkavæðingin

Eftir að greitt verður fyrir hlut ríkisins í Símanum er mikilvægt að stjórnmálamenn ráðstafi andvirðinu þannig að það nýtist öllum landsmönnum og komandi kynslóðum. Ein leið til þess er að lækka skuldir ríkissjóðs og greiða niður lífeyrisskuldbindingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurbætur á kostnað flokksins

Endurbætur á húsi Framsóknarflokksins, sem áður var í eigu Kers, voru að fullu á kostnað flokksins sjálfs, segir í tilkynningu frá Framsóknarflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Segir fleiri spurningar vakna

Helgi Hjörvar segir það vekja upp spurningar að Ker hafi skrifað undir afsal að flokksskrifstofum Framsóknar um það leyti sem Búnaðarbanki var seldur árið 2002. Aðdróttanir úr lausu lofti gripnar segja framsóknarmenn sem keyptu húsið 1997.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin líklega blekkt

"Ef þýski bankinn keypti aldrei bréf í Búnaðarbankanum, eins og haldið er fram, hefur ríkisstjórnin líklega verið blekkt," segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um hinn þráláta orðróm að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi aldrei átt bréf í Búnaðarbankanum.

Innlent
Fréttamynd

Hafði tilkynningaskyldu ytra

Rúmlega tveir þriðju hlutar hagnaðar Hauck & Aufhäuser árið 2004 eru vegna söluhagnaðar af Búnaðarbanka. Þýski bankinn hafði tilkynningarskyldu vegna kaupanna hjá þýska fjármálaeftirlitinu. Veltureikningur að stærstum hluta eign í Búnaðarbanka.

Innlent
Fréttamynd

Vissu ekki um fréttatilkynningu

Fulltrúar þýska bankans Hauck & Aufhäuser heyrðu fyrst af opinberri umræðu um bankann á Íslandi síðastliðinn miðvikudag. Tilkynning frá þýska bankanum var send fjölmiðlum síðasta mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Annmarkar á minnisblaði

Verulegir annmarkar eru á minnisblaði Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, til að taka þátt í söluferli á Búnaðarbankanum, að mati tveggja hæstaréttarlögmanna, sem stjórnarandstaðan bað um álitsgerð um málið.

Innlent
Fréttamynd

S-hópurinn tengdist Halldóri

Efasemdir um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hlutu að vakna um leið og S-hópurinn svokallaði skilaði inn tilkynningu um áhuga á kaupum á hlut í bankanum.

Innlent
Fréttamynd

Engin afstaða til Finns og Halldórs

Tveir hæstaréttarlögmenn hafa skilað álitsgerð sem þeir voru fengnir til að vinna að beiðni stjórnarandstöðunnar. Þeir telja margt í minnisblaði Ríkisendurskoðunar frá því um miðjan mánuðinn verulegum annmörkum háð. Bent er á sterk tengsl Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar.

Innlent
Fréttamynd

Búnaðarbanki ekki í ársreikningi

Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stóðum við skuldbindingar

Hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka voru færð í reikninga fyrirtækisins meðan þau voru í eigu hans segir í yfirlýsingum frá Peter Gatti, framkvæmdastjóra Hauck & Aufhäuser, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármálaeftirlitið blekkt

:"Það var verið að blekkja Fjármálaeftirlitið og þá aðila sem áttu bankann með Eglu," segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, um kaup þýska bankans Hauck og Aufhäuser á hlut í Búnaðarbankanum en þýski bankinn var hluti af S-hópnum svokallaða í gegnum fyrirtækið Eglu hf.

Innlent
Fréttamynd

Rætt við ríkisendurskoðanda

Fjárlaganefnd Alþingis kemur saman nú í hádeginu til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðanda um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi verður kallaður fyrir nefndina. Stjórnarandstaðan telur ýmislegt orka tvímælis í úttekt hans á hæfi forsætisráðherra og ætlar að ákveða næstu skref í málinu eftir fundinn í dag.

Innlent