Fréttir

Fréttamynd

Ráðuneytið segir ekkert breytt

Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, hefur gert mennta- og menningarmálaráðuneytinu tilboð um að taka inn nýnema næsta haust. Ráðuneytið hyggst ekki þekkjast boðið.

Innlent
Fréttamynd

Laun hækka um átta prósent

Nýr kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins (SA) og verkalýðsfélaganna vegna Elkem var undirritaður í gærmorgun. Samningurinn gildir til þriggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Fólk í Þverholti telur húsgrunn slysagildru

„Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir ausa út lánsfé

Hagvöxtur jókst um 9,7 prósent í Kína á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er 0,1 prósentustigs samdráttur á milli ársfjórðunga og meiri vöxtur en gert var ráð fyrir. Á sama tíma hækkaði verðlag í kringum tíu prósent og keyrði verðbólgu upp. Hún mælist nú 5,4 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Helmingur óttast atvinnuleysi

Um helmingur starfsfólks bankanna óttast atvinnuleysi. Rúm 40 prósent hafa upplifað breytingar á starfi sínu síðan í bankahruninu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Vinnueftirlits ríkisins, Samtaka starfsfólks í fjármálafyrirtækjum, Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í vinnuvernd á líðan, heilsu og vinnuumhverfi starfsfólks í bönkum og sparisjóðum.

Innlent
Fréttamynd

Lækkað lánshæfismat olli nokkurri ólgu

Ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á mánudag um að lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna úr stöðugum horfum niður í neikvæðar olli verulegum usla á verðbréfamörkuðum víðs vegar um heim í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Réttur almennings aukinn

Lagt hefur verið fram lagafrumvarp á Alþingi um aukinn rétt almennings til þess að fá upplýsingar í umhverfismálum. Tilefnið eru viðbrögð stjórnsýslunnar og vandkvæði sem urðu innan hennar þegar upp kom díoxínmengun í nokkrum sorpbrennslustöðvum á Íslandi. Þá varð ljóst að styrkja þyrfti rétt almennings til upplýsinga og herða á frumkvæðisskyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar og vernda almenning.

Innlent
Fréttamynd

Átök á lokafundinum um skólasameiningar

„Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “

Innlent
Fréttamynd

Díoxín mælist enn allt of mikið í Eyjum

Magn díoxíns í útblæstri sorpbrennslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum er enn hátt yfir viðmiðum, samkvæmt mælingu sem gerð var í mars. Mælingar benda til að árangur hafi náðst í að hefta útblástur þeirra mengandi efna sem getið er um í starfsleyfi stöðvarinnar, en ryk er þó enn yfir mörkum.

Innlent
Fréttamynd

Morðingi rændi fórnarlömbin

Lögreglan á Fjóni hefur nú lýst eftir manni í tengslum við morðið á hjónum í Óðinsvéum síðastliðið miðvikudagskvöld.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð bygginga í miðborg niðurnídd

Ítarleg úttekt var gerð á ástandi húsa í miðborginni árið 2008. Þeir eigendur bygginga þar sem endurbóta var krafist skiptu hundruðum, segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Gera heimildarmynd um skáldanýlendu

„Með sanni má segja að hér í bæ hafi byggst upp eitt af fáum listamannasamfélögum á Íslandi,“ segir bæjarráð Hveragerðis, sem ætlar að styrkja gerð heimildarmyndar um götu í bænum sem kölluð er Skáldagata.

Innlent
Fréttamynd

Refsing kannabisræktenda stytt

Hæstiréttur stytti með dómi sínum fyrir helgi fangelsisrefsingu yfir tveimur mönnum á þrítugsaldri úr tuttugu mánaða fangelsi í fjórtán mánuði. Mennirnir voru dæmdir fyrir stórfellda kannabisræktun.

Innlent
Fréttamynd

Efast um lögmæti 15 metra reglu

„Að öllu samanlögðu og virtu er þetta vanhugsað gönuhlaup sem best og réttast er að afturkalla alveg eða í það minnsta fresta því í ár,“ segir í ályktun aðalfundar Húseigendafélagsins um svokallaða fimmtán metra reglu í sorphirðu sem borgaryfirvöld í Reykjavík eru að innleiða.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa eftir Icesave-kosningu

Seðlabankinn mun annað hvort lækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti eða halda þeim óbreyttum í 4,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun, að mati fjögurra greiningardeilda og fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópska efnahagssvæðið endurskoðað

Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hætta við allar sameiningar

Stjórnendur þeirra leikskóla sem sameina á í Reykjavík krefjast þess að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu, þar sem innan veggja skólanna ríki gjörólík hugmyndafræði. Ekkert réttlæti sé falið í því að börn í 25 af 76 leikskólum borgarinnar taki á sig afleiðingar af niðurskurði leikskólasviðs.

Innlent
Fréttamynd

Endurkjörinn í skugga óeirða

Goodluck Jonathan var í gær útnefndur sigurvegari forsetakosninga í Nígeríu, fjölmennasta ríki Afríku. Jonathan, sem tók við forsetaembættinu í þessu mikla olíuríki um mitt síðasta ár, fékk rúmlega tíu milljónum atkvæða meira en helsti keppinautur sinn, Muhammadu Buhari. Auk þess sigraði Jonathan í nógu mörgum fylkjum til að ekki þyrfti að kjósa aftur milli tveggja efstu.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir vilja flýja Misrata

Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni.

Erlent
Fréttamynd

Brast í grát eftir synjunina

"Ég brast í grát þegar ég heyrði fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim,“ segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt.

Innlent
Fréttamynd

Dómur um heildsölulán fellur í dag

Óvissa er um tvö lagaleg atriði sem geta haft mikil áhrif á kostnað íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave. Tekist er á um þessi atriði fyrir dómstólum og mun dómur falla um annað atriðið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Baráttan ekki lengur skemmtileg

Valtýr Sigurðsson stendur upp af stóli embættis ríkissaksóknara í dag. Því starfi hefur hann gegnt um árabil og ekki alltaf siglt lygnan sjó. En hvers vegna ákvað hann að hætta á þessum tímapunkti?

Innlent
Fréttamynd

Hið ískalda hagsmunamat

Matsfyrirtækið Moody‘s segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar,“ segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum.“ (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011).

Skoðun
Fréttamynd

Hrollvekjandi skilaboð

Þann 25. janúar 2011 féll furðudómur í Héraðsdómi Austurlands um hvað Landsvirkjun beri að greiða fyrir Jöklu. Bagaleg er þögnin sem ríkir um þetta mikilvæga mál. Á því eru vissulega margir fletir en það er ekki eins flókið og ætla mætti að óathuguðu máli. Fyrir það fyrsta: Þetta er íslenskur almenningur gegn Landsvirkjun en ekki gráðugir afdalabændur gegn almenningi (ríkinu). Landsvirkjun er ríki í ríkinu og hefur verið í einkavæðingaferli áratugum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Afskiptasemi eða ábyrgð?

Unglingar eru á mikilvægum tímamótum í lífinu. Þeir teljast ekki lengur til barna né heldur eru þau fullorðin. Þau eru þó að fikra sig í áttina að því og það er hlutverk foreldra og annarra forsjáraðila að hjálpa þeim við það. Það gerum við best með því að skapa þeim trausta og örugga umgjörð til að prófa sig áfram í lífinu. Það er mikilvægt að innan þess ramma sem við setjum búum við þeim bæði nægjanleg og viðunandi vaxtarskilyrði. Markmiðið er að þau séu í stakk búin til að takast á við lífið þegar þau stíga út úr honum. Þannig viljum við að þau hafi tækifæri til að upplifa og þekkja mörk sín á öruggan hátt áður en ískaldur raunveruleikinn tekur við. Þannig vonumst við til ð búa til ábyrga einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er veikt umboð?

Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.

Skoðun