Fréttir

Fréttamynd

Auka hlut innlendrar orku

Umtalsverðar fjárhæðir munu sparast gangi áætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í samgöngum upp. Árið 2020 á hlutfall endurnýjanlegrar orku í samskiptum að vera tíu prósent, en í dag nemur það einu prósenti. Náist þetta mun innflutningur jarðefnaeldsneytis minnka að sama skapi með tilheyrandi gjaldeyrissparnaði.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld felli niður tolla

Neytendasamtökin hvetja stjórnvöld til að fella hið fyrsta niður tolla á innfluttar landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Innlent
Fréttamynd

Fækkað mikið á Vestfjörðum

Félagsmál Íbúar Vestfjarða voru rúmlega sex þúsund færri í fyrra en þeir voru árið 1920. Íbúum í dreifbýli á svæðinu fækkaði úr rúmlega 8.500 í tæplega 700 á sama tíma. Þetta kom fram á ársfundi Byggðastofnunar á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Telja skrif Þórólfs árás á bændur

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa ákveðið að hætta viðskiptum við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna „ítrekaðra skrifa“ Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessors og deildarforseta hagfræðideildar, um sauðfjárrækt.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sammála heimsendaspám

„Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Talinn hafa skipulagt morðið á Politkovskaju

Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið fyrrverandi lögreglumann vegna gruns um að hann hafi skipulagt morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006. Á sínum tíma var Politkovskaja afar gagnrýnin á stefnu stjórnvalda í Kreml, sérstaklega hvað varðar stríðið í Tsjetsjeníu.

Erlent
Fréttamynd

Nær 7 milljónir lífvera ófundnar

Á jörðinni lifa um það bil 8,8 milljón tegundir lífvera, en hingað til hafa aðeins 1,9 milljónir verið færðar til bókar. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn.

Erlent
Fréttamynd

Matvælaframleiðsla breytist

Hinn 1. mars í fyrra tók gildi hér á landi matvælalöggjöf um hollustuhætti og eftirlit á Evrópska efnahagssvæðinu. Löggjöfina tekur Ísland upp samkvæmt EES-samningnum en gefinn var átján mánaða frestur til að lögfesta breytingar vegna búfjárafurða sem taka því gildi 1. nóvember næstkomandi. Umhverfi kjöt- og mjólkurframleiðslu tekur nokkrum stakkaskiptum við breytingarnar.

Innlent
Fréttamynd

Hart barist í Trípólí

Harðir bardagar hafa geisað milli uppreisnarmanna og stuðningsmanna Gaddafís í Líbíu síðustu sólarhringa. Mannfall er talið vera mikið. Barist hefur verið í Bab al-Asisýah, aðsetri Gaddafís, sem uppreisnarmennirnir tóku yfir á þriðjudag. Einnig hafa átök átt sér stað víða í suður- og miðhluta borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

100 tonn af gulli yfir hafið

Seðlabanki Englands fékk óvenjulega beiðni í síðustu viku þegar Hugo Chávez, forseti Venesúela, vildi fá heim gullforða lands síns, eins fljótt og unnt væri. Það þýðir að flytja þarf 99,2 tonn af gullstöngum frá London til Caracas.

Erlent
Fréttamynd

Barnið átti grunlausan blóðföður á Íslandi

Niðurstöður DNA rannsóknar hafa leitt í ljós að sveinbarn sem litháísk móðir skildi eftir nýfætt og andvana í ruslageymslu við Hótel Frón í júlí í sumar átti blóðföður hér á landi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Lokkar hrefnuna af leið

Svo virðist sem hrefnan hafi breytt matarvenjum sínum. Það kemur hrefnuveiðimönnum í bobba, en þeir finna hana ekki lengur á þeim slóðum þar sem hún hefur haldið sig síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Fundu hafstraum sem gæti breytt loftslagskenningum

Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni.

Innlent
Fréttamynd

Endanleg ákvörðun eftir áralangt þjark

„Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Opna í Háskólanum í Reykjavík

Líkamsræktarstöðin World Class mun opna í húsnæði Háskólans í Reykjavík í byrjun september. Í staðinn hefur stöðinni í Orkuveituhúsinu verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Er rekinn á undanþágu FME

Sparisjóður Svarfdæla hefur ekki uppfyllt lögbundið lágmark um eigið fé sem Fjármálaeftirlitið hefur sett fjármálafyrirtækjum síðastliðin þrjú ár. Til stendur að selja hlut ríkisins í sparisjóðnum. Nýir eigendur þurfa að leggja honum til á bilinu 100 til 120 milljónir króna að lágmarki til að koma honum á réttan kjöl.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rétt viðbrögð vinnufélaga skiptu sköpum

Starfsmaður löndunarþjónustu var hætt kominn í gærmorgun þegar hann var við vinnu í uppsjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja auka jöfnuð meðal nemenda

Á komandi skólaári munu fimm framhaldsskólar styðjast nær eingöngu við frjálsan hugbúnað í starfi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Menntaskólinn í Reykjavík mun frá upphafi nýs skólaárs nota nánast eingöngu frjálsan hugbúnað og stefnir Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum á að fara sömu leið frá og með áramótum.

Innlent
Fréttamynd

Saksóknari trúir ekki þernunni

Dominque Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er laus allra mála í New York og gekk frjáls maður út úr dómhúsi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Höfuðstöðvarnar á valdi uppreisnarliðs

Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn.

Erlent
Fréttamynd

Neitað um viðkvæm gögn um Jón Ásgeir

Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag

Innlent
Fréttamynd

Einungis sex trúfélög af 35 hafa svarað bréfi

Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum.

Innlent
Fréttamynd

Áttu von á fleiri umsóknum

Um mánaðamótin rennur út umsóknarfrestur um endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar nýsköpunarfyrirtækja vegna rannsóknarstarfs og þess háttar.

Innlent
Fréttamynd

Íslam hefur hjálpað íslenskum þegnum

Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar.

Innlent
Fréttamynd

LÍN stefnir hæstaréttardómara

Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur stefnt Viðari Má Matthíassyni hæstaréttardómara fyrir dóm vegna ábyrgðar sem hann gekkst í fyrir tæpum þremur áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn aldrei verið fleiri

Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel.

Innlent
Fréttamynd

HS Orka semur við Stolt Sea Farm

Forsvarsmenn HS Orku og alþjóðlega fiskeldisfyrirtækisins Stolt Sea Farm gengu í gær frá samstarfssamningi. Hann felur í sér að Stolt Sea Farm fái að nýta land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð á Reykjanesi. Áformin miðast við að framkvæmdir við eldisstöðina hefjist í lok árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skólastjórinn er svartsýnn

„Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær.

Innlent
Fréttamynd

97 prósent landsmanna nota netið

Íslendingar eru sú þjóð sem notar internetið næstmest í heimi. Einungis Mónakóbúar eru með hærra hlutfall, eða 97,6 prósent, á móti 97 prósentum Íslendinga. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar samanburðarrannsóknar fréttastofunnar CNN.

Innlent