Fréttir

Fréttamynd

Biðlar til nágrannanna

Á fjölþjóðlegri ráðstefnu um vargöldina í Írak sem hófst í Bagdad í morgun biðlaði Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, til nágrannaríkjanna um að aðstoða í baráttunni við hryðjuverkamenn. Hópur íraskra uppreisnarmanna hótar að drepa þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu yfirgefi þýskar hersveitir ekki Afganistan innan tíu daga.

Erlent
Fréttamynd

Forritunarkeppni framhaldsskóla haldin í sjötta sinn

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík heldur forritunarkeppni framhaldsskólanna í sjötta sinn í dag. Átján lið frá tíu framhaldsskólum keppa að þessu sinni. Keppt er í þremur þyngdarflokkum en keppnin skiptist í tvo hluta.

Innlent
Fréttamynd

Betur má ef duga skal

Konum fjölgaði um 4% í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Annað hvert sveitarfélag hefur nu komið sér upp jafnréttisáætlun en betur má ef duga skal, segir Jafnréttisstofa.

Innlent
Fréttamynd

Endatafl í Kosovo-viðræðum hafið

Lokakaflinn í viðræðum um framtíð Kosovo-héraðs hófst í Vínarborg í Austurríki í morgun. Leiðtogar Serba og Kosovo-Albana sækja fundinn en mikill ágreiningur ríkir á milli þeirra um framtíðarskipan héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Gengi DeCode hækkar

Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkuðu um tíu prósent á NASDAQ hlutabréfamarkaðnum fyrir helgi, eftir að greiningaraðili uppfærði bréfin vegna væntinga um jákvæðar fréttir af fyrirtækinu á næstunni. Hlutabréfin hækkuðu um 35 sent á hlut, eða um 10 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Rafrænum skilríkjum dreift í haust

Meirihluti landsmanna verður kominn með rafræn skilríki í seðlaveskið á næsta ári. Þau ættu að einfalda fólki lífið og auka öryggi barna og unglinga sem vilja spjalla saman á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Sýningin tækni og vit er um helgina

Sýningin tækni og vit er opin almenningi um helgina en á sýningunni kynna mörg helstu hátæknifyrirtæki landsins það nýjasta í tækni og þekkingu. Sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði.

Innlent
Fréttamynd

Rússar rannsaka PwC

Rússneskir rannsóknarmenn réðust í gær inn á skrifstofur PriceWaterhouseCoopers (PwC) í Moskvu. Þeir segjast hafa verið að leita að gögnum sem að styðja við rannsóknina í máli gegn þeim en PwC er sakað um að hafa skrifað upp á falsaða reikninga og uppgjör fyrir Yukos, fyrrum rússneskan olíurisa, sem nú er gjalþrota.

Erlent
Fréttamynd

FBI misnotaði vald sitt

Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, misnotaði vald sitt til þess að nálgast upplýsingar um fólk sem hún hafði engan rétt á því að fá. Þetta kemur fram í skýrslu sem að eftirlitsstofnun innan dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gaf frá sér í gær. FBI hefur þegar viðurkennt mistök sín.

Erlent
Fréttamynd

Fertugum er ekki allt fært

Fertug kona var flutt á lögreglustöðina í Reykjavík eftir umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut í gær vegna gruns um að hún væri undir áhrifum lyfja. Sama kona var stöðvuð við akstur í Lönguhlíð síðar um daginn og þá þótti einsýnt að hún væri undir áhrifum lyfja. Aksturslag hennar var stórhættulegt en konan virtist vera við það að sofna þegar að var komið. Hún var færð á lögreglustöð þar sem læknir úrskurðaði að konan væri óhæf til aksturs.

Innlent
Fréttamynd

Vinnuslys í Sorpu í gær

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir vinnuslys í Sorpu í Gufunesi rétt eftir hádegi í gær. Verið var að færa sýningarbás til eyðingar þegar óhappið varð. Básinn kom með flutningabíl og átti lyftari að taka hann úr bílnum. Svo illa vildi til að básinn datt af lyftaranum í miðju verki og lenti á fæti mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Viðbúnaður á Norðurbrú

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur uppi talsverðan viðbúnað vegna boðaðra mótmæla í dag við Jagtvej 69 á Norðurbrú þar sem Ungdomshuset umdeilda stóð áður. Í sms-skeytum sem nú ganga á milli stuðningsmanna hússins sem var rifið í vikubyrjun segir "Farið til Kaupmannahafnar og brennið borgina til grunna."

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin, Íran og Sýrland á friðarráðstefnu í Írak

Fjölþjóðleg ráðstefna hófst í Bagdad í Írak í morgun um hvernig stöðva megi vargöldina í landinu, sérstaklega átökin á milli stóru trúarhópana þar: sjía og súnnía. Ráðstefnuna sitja erindrekar Bandaríkjanna, helstu nágrannaríkja Íraks, auk Arababandalagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Ísfirsk rokkhátíð lengd um einn dag

Ísfirska rokkhátíðin Aldrei fór ég suður hefur verið lengd um einn dag vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum og áhuga hljómsveita á að koma fram á hátíðinni. Fyrirhugað var að hátíðin hæfist á Ísafirði laugardaginn 7. apríl, en nú hafa skipuleggjendur ákveðið að hefja hátíðina degi fyrr, eða föstudaginn 6. apríl.

Innlent
Fréttamynd

Chavez úthúðar Bush

Hugo Chavez forseti Venesúela kallaði Bush Bandaríkjaforseta pólitískt lík og tákn kúgunar á fjölmennum útifundi í Búenos Aires í Argentínu í gær, um það leyti sem Bush kom frá Brasilíu til nágrannaríkisins. Báðir eru forsetarnir á fundaferð um Suður-Ameríku til að bæta tengslin við bandamenn sína í álfunni.

Erlent
Fréttamynd

15 fíkniefnamál í miðbænum í nótt

Lögreglan í Reykjavík fór í fíkniefnaeftirlit á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur í nótt.Farið var inn á alla skemmtistaði í miðbænum og voru alls 15 mál færð til bókar eftir hana. Öll málin voru vegna fíkniefna sem voru ætluð til neyslu. Fólkið verður ákært fyrir vörslu fíkniefna og má búast við sektum.

Innlent
Fréttamynd

Skíðasvæði opin um land allt

Skíðasvæði um allt land eru opin í dag. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið frá til tíu til sex í kvöld. Veðrið er skaplegt, suðvestan átt, átta metrar á sekúndu og frost. Búast má við því að það hvessi síðar í dag. í dag er opið í Eldborgargili í Bláfjöllum í fyrsta skipti í vetur en þar er æfinga- og keppnisaðstaða skíðafélaganna. Engin æfingaaðstaða hefur verið í vetur, en í dag verður æft frá tíu til tvö.

Innlent
Fréttamynd

Kauprétti ekki leynt

Engin leynd var um kauprétt þriggja æðstu stjórnenda Baugs, sem samið var um við stofnun félagsins árið 1998, sagði Óskar Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður félagsins, þegar hann bar vitni í Baugsmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Paisley sigraði

Sambandsflokkur Ian Paisleys er sigurvegari kosninganna á Norður-Írlandi. Flokkurinn hlaut 36 af 108 þingsætum en Sinn Fein fékk 28. Næstur var Sameiningarflokkur Ulsters með 18 sæti.

Erlent
Fréttamynd

Sögulegur samningur

Fimmtungur orkunotkunar aðildarríkja Evrópusambandsins verður frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu þetta í morgun. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir samninginn marka tímamót.

Erlent
Fréttamynd

Umboðsmaður barna aðhefst ekki vegna forsíðu

Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni.

Innlent
Fréttamynd

Vistmenn Byrgis orðnir sakborningar

Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjoður hækkar útlánsvexti

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákvaðið að hækka útlánsvexti sjóðsins úr 4,7 prósentum í 4,75 prósent. Um er að ræða útlán sem einungis má greiða upp gegn greiðslu uppgreiðsluálags. Sambærileg kjör hjá bönkunum liggja á bilinu 4,95-5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta tapár hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus skilaði tapi upp á 572 milljónir evra, jafnvirði 50,7 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta var fyrsta taprekstrarárið í sögu félagsins. Erfitt ár er að baki hjá Airbus, sem í tvígang greindi frá töfum á afhendingu A380 risaþotum frá félaginu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Réttað í Guantanamo-búðunum

Meintur skipuleggjandi og sá sem er talinn heilinn á bak við hriðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York verður yfirheyrður í réttarhöldum í Guantanamo-búðunum á Kúbu.

Erlent
Fréttamynd

Industria meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu

Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur í viðamikilli úttekt sem birt er í marshefti tímaritsins útnefnt íslenska fyrirtækið Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu ásamt fyrirtækjum á borð við netsímafyrirtækið Skype Technologies. Í umsögn blaðsins segir að Industria geti reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Makar þeirra sem hrjóta tapa tveimur árum

Þeir sem eiga maka sem hrjóta missa tvö ár af svefni þegar litið er til meðal líftíma sambanda. Í nýlegri breskri rannsókn kemur fram að meira en þriðji hver Breti er sviptur góðum nætursvefni af hrotum maka. Að meðaltali missa makarnir tveggja klukkustunda svefn á hverri nóttu. Þegar tölfræðin tekur svo mið af meðal líftíma sambanda, sem er 24 ár, safnast tímarnir saman og verða að tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Tímamótasamningur Evrópusambandsins

Tímamótasamningur um loftslagsmál var samþykktur núna rétt fyrir hádegið af 27 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins sem sitja loftslagsráðstefnu í Brussel.

Erlent
Fréttamynd

Óbeinar auglýsingar takmarkaðar

Framkvæmdaráð Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu að takmörkun á óbeinum auglýsingum í sjónvarpi. Nýju reglurnar myndu banna óbeinar auglýsingar í öllu barnaefni, fréttum, dægurmálaþáttum og heimildarmyndum í sjónvarpi.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir létust í þyrluslysi á Hawaii

Fjórir létust og þrír slösuðust alvarlega þegar þyrla með ferðamönnum innanborðs fórst á flugvelli á eynni Kauai á Hawaii í gær. Flugmaðurinn var einn hinna látnu, en hann hafði yfir tíu þúsund flugtíma á þyrlunni. Slysið átti sér stað á Princeville flugvellinum eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma.

Erlent