Birgir og Lísa selja hús í sérflokki Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Play, og eiginkona hans Lísa Ólafsdóttir hafa sett glæsilegt hús við Hraunteig í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 205 milljónir. 19.6.2024 16:07
Ofurhetjan Sólon selur íbúðina í Kópavogi Einar Björn Þórarinsson, Ofurhetjan Sólon, og sambýliskona hans Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona, hafa sett íbúð sína við Ásakór í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 67,9 milljónir. 19.6.2024 10:31
Tvíburarnir komnir með nafn Victor Guðmundsson, læknir og tónlistarmaður, og Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir hafa nefnt tvíburasyni sína. Drengirnir heita Máni og Stormur. Victor greindi frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í vikunni. 19.6.2024 09:43
„Við hættum nú eiginlega ekkert saman“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi og fyrirsæta, og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson eru enn saman. Ásdís segir að um misskilning hafi verið að ræða. 18.6.2024 15:24
Stjörnubrúðkaup á Siglufirði: „Partý sem fór hálfpartinn úr böndunum“ Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play giftu sig við hátíðlega athöfn á Siglufirði liðna helgi þar sem þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Um hundrað og fimmtíu gestir mættu í gleðskapinn. Lúðrasveit, skrúðganga og íslenski fáninn settu sterkan svip á daginn. 18.6.2024 14:58
Greta Salóme og Elvar greina frá kyninu Hjónin Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona og Elvar Þór Karlsson eiga von á dreng í haust. Um að ræða þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022. Greta tilkynnti gleðitíðindin í færslu á samfélagsmiðlum. 18.6.2024 13:25
Stjörnulífið: Afmæli í sitthvoru lagi, 17. júní og brúðkaupsveislur Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, brúðkaup og útskriftir í blíðskaparveðri báru þar hæst. Myndir frá ferðalögum eru einnig áberandi þar sem Íslendingar virðast æstir í sleikja sólina hér á landi sem og erlendis. 18.6.2024 11:08
„Þetta lag minnir mig alltaf á að hafa tapað Idolinu“ „Þegar maður greinist með lífshættulegan sjúkdóm þá lærir maður að líta á heiminn öðrum augum og það var einmitt á spítalanum sem ég öðlaðist nýja sýn á lífinu og tók ákvörðun að einblína á það jákvæða og fallega í lífinu,“ segir hinn sjarmerandi Vestmannaeyingur Guðjón Smári Smárason sem greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sextán ára gamall. 17.6.2024 13:07
Heiður Ósk og Davíð eru nýtt par Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, eru nýtt par. 14.6.2024 15:23
Húsnæði B5 auglýst til leigu enn og aftur Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. 14.6.2024 13:55