Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hús­næði B5 aug­lýst til leigu enn og aftur

Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl.  Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik.

Tignar­leg miðbæjaríbúð Helgu Ólafs til sölu

Helga Ólafsdóttir fata­hönnuður og stjórnandi HönnunarMars hefur sett bjarta og tignarlega íbúð við Njálsgötu í Reykjavík á sölu. Húsið var byggt árið 1927. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Selur húsið í Garða­bæ eftir kaupin á glæsihúsi Ingu Lindar

Hann­es Hilm­ars­son einn af eigendum flugfélagsins Atlanta og eig­in­kona hans, Guðrún Þrá­ins­dótt­ir, hafa sett einbýli sitt við Stórakur í Garðabæ á sölu. Nýverið festu hjónin kaup á glæsivillu við Mávanes sem áður var í eigu Ingu Lindar Karlsdóttur sjónvarpskonu og eiganda Skot Productions. Ásett verð fyrir húsið er 450 milljónir.

Sjö daga afmælissæla í Reykja­nes­bæ

Sveitarfélagið Reykjanesbær fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu með stórtónleikum fyrir utan Hljómahöllina síðastliðinn þriðjudag þann 11. júní. Tímamótin marka sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem verða fagnað með hátíðardagskrá fram til 17. júní. 

Daði keypti hús Jóns Jóns­sonar með mömmu sinni á yfirverði

Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi handboltamaður og framkvæmdarstjóri viðskiptaþróunar hjá Sisu Group, festi kaup á húsi tónlistarmannsins Jóns Jónssonar og eiginkonu hans Hafdísar Bjarkar Jónsdóttur tannlæknis. Móðir Daða, Hildigunnur Hilmarsdóttir, á rúmlega tuttugu prósent í húsinu með honum. Uppsett verð var 182 milljónir en mæðginin borguðu 185 millónir fyrir húsið.

Linda lætur sér Lindarbraut lynda

Linda Jó­hanns­dótt­ir, hönnuður og myndlistarkona, og eig­inmaður henn­ar, Rún­ar Karl Kristjáns­son bif­véla­virki, hafa fest kaup á 183 fermetra einbýlishúsi í 70' stíl við Lindarbraut á Seltjarnarnesi. 

Ungt athafnapar keypti hönnunarhús Margrétar í Garða­bæ

Parið Ragn­ar Atli Tóm­as­son og Tanja Stef­an­ía Rún­ars­dótt­ir hafa fest kaup á húsi Margrétar Ýrar Ingimarsdóttur, kennara og eiganda Hugmyndabankans, við Hofslund 3 í Garðabæ. Parið greiddi 183 milljónir fyrir eignina.

„Ör­lögin leiddu okkur tvö al­veg klár­lega saman“

„Við erum sem sagt frekar klassískt nútíma par og kynnumst á Tinder í byrjun 2020,“ segir Fanney Dóra Veigarsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, um samband hennar og unnustans, Arons Ólafssonar rafvirkjanema. Saman eiga þau eina stúlku, Thalíu sem er þriggja ára, og von á sínu öðru barni í ágúst.

Sjá meira