Allar íslensku stelpurnar bjuggu til mark í góðum sigri Íslensku landsliðskonurnar voru í góðum gír þegar Kristianstad vann 4-1 sigur á AIK í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. 14.9.2024 12:53
Pep ekki verið kosinn besti stjórinn í næstum því þrjú ár Manchester City hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í titilvörninni eftir að hafa verið fyrsta liðið í sögunni til að vinna ensku úrvalsdeildina þrjú ár í röð. Knattspyrnustjóri félagsins hefur samt uppskorið afar lítið þegar kemur að mánaðarverðlaunum deildarinnar. 14.9.2024 12:33
KR með fæst stig á heimavelli í Bestu deildinni í sumar Ekkert lið mun fá færri stig á heimavelli í Bestu deildinni í sumar en KR. Það er orðið ljóst eftir að KR tapaði síðasta heimaleik sínum áður en úrslitakeppnin tekur við. 14.9.2024 11:50
Markahæsti leikmaður Man. Utd í fyrra til Brighton Nikita Parris er orðin liðsfélagi Maríu Þórisdóttur hjá Brighton en hún fór á milli félaga á lokadegi félagsskipta í ensku kvennadeildinni. 14.9.2024 11:33
Barcelona hafnaði heimsmetstilboði Arsenal Arsenal átti risatilboð í enska landsliðsmiðjumanninn Keiru Walsh á lokadegi félagsskiptagluggans í kvennafótboltanum en Evrópumeistararnir sögðu nei. 14.9.2024 10:42
Sjáðu stórglæsilegt sigurmark á gamla heimavellinum Önnur umferð úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta er að baki og nú má finna mörkin úr öllum þremur leikjunum hér inn á Vísi. 14.9.2024 10:31
Segir að Haukur Þrastar geti gert mikið fyrir íslenska landsliðið á HM í janúar Selfysski handboltamaðurinn Haukur Þrastarson er byrjaður að láta til sína taka með sínu nýja liði. Hann flutti sig frá Póllandi til Rúmeníu í sumar og spilar með Dinamo Búkarest í vetur. 14.9.2024 10:01
Sjáðu hvernig Víkingar fóru létt með KR og komust á toppinn Víkingar endurheimtu toppsæti Bestu deildar karla í fótbolta með sannfærandi 3-0 sigri á KR-ingum í gær á Meistaravöllum í Vesturbæ. 14.9.2024 09:34
Pochettino: Bandarísku karlarnir eiga að taka konurnar sér til fyrirmyndar Mauricio Pochettino hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann vill að bandaríska liðið stefni hátt undir sinni stjórn. 14.9.2024 09:23
Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Systurnar Sigurborg Katla og Þórdís Embla Sveinbjörnsdætur spiluðu saman í fyrsta sinn í efstu deild í 3-0 sigri Vikinga á FH í Bestu deildinni í gær. 13.9.2024 12:00