Arna Björg til Creditinfo og Kári í nýtt starf Arna Björg Jónasdóttir hefur verið ráðin í stöðu viðskiptastjóra hjá Creditinfo. Hún tekur við stöðunni af Kára Finnssyni sem tekur við stöðu markaðs- og fræðslustjóra félagsins. Viðskipti innlent 31. mars 2022 08:53
Tekur við starfi markaðsstjóra Kaptio Hugbúnaðarfyrirtækið Kaptio hefur ráðið Alondru Silva Munoz sem markaðsstjóra fyrirtækisins. Hún mun stýra teymi innan Kaptio sem hafi það að markmiði að auka sýnileika og vöxt félagsins. Viðskipti innlent 30. mars 2022 09:38
Ráðin kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur Nathalía Druzin Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur. Menning 29. mars 2022 14:39
Sigurður Hannesson nýr stjórnarformaður Sinfóníunnar Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins hefur tekið við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Sigurbirni Þorkelssyni, sem hefur sinnt stöðunni síðan 2014. Menning 29. mars 2022 10:54
Hans nýr sviðsstjóri tæknisviðs Isavia ANS Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS og mun hann hefja störf í næsta mánuði. Viðskipti innlent 29. mars 2022 09:09
Fótboltakempa ráðin sölustjóri gæðalausna Origo Ísleifur Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn sölustjóri gæða- og innkaupalausna hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo og verður hlutverk hans að stýra og efla sölustarf deildarinnar. Viðskipti innlent 28. mars 2022 13:59
Króli, Ásgeir, Alma og Johanne ráðin til Pipars\TBWA Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðin til sín fjóra nýja starfsmenn, þau Ásgeir Tómasson, Ölmu Guðmundsdóttur, Kristinn Óla Haraldsson og Johanne Turk. Viðskipti innlent 28. mars 2022 09:28
Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. Innlent 26. mars 2022 14:11
Stefán Hrafn hættur hjá Landspítalanum og kominn til HR Stefán Hrafn Hagalín hefur látið af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir stutt stopp á velferðarsviði borgarinnar og ráðið sig til starfa sem forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hætti hjá Landspítalanum í febrúar. Viðskipti innlent 25. mars 2022 13:19
Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. Innlent 25. mars 2022 11:53
Aldís Mjöll og Guðríður Lára til þingflokks Samfylkingarinnar Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ráðið þær Aldísi Mjöll Geirsdóttur og Guðríði Láru Þrastardóttur sem aðstoðarmenn þingflokksins. Innlent 25. mars 2022 07:15
Ívar ráðinn framkvæmdastjóri Ívar Gestsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Birtingahússins. Tekur hann við af Huga Sævarssyni sem hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum eftir að hafa stýrt félaginu síðastliðin fimmtán ár. Klinkið 24. mars 2022 16:01
Tekur við stöðu forstöðumanns Hagfræðideildar Landsbankans Una Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Hagfræðideildar Landsbankans. Viðskipti innlent 24. mars 2022 15:23
Magnús Þór ráðinn forstjóri RARIK Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna, hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu 1. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 24. mars 2022 09:57
EpiEndo stækkar stjórnendateymið með ráðningu Stefáns sem fjármálastjóra Lyfjaþróunarfyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur ráðið Stefán Pétursson, sem stýrði fjármálasviði Arion banka í ellefu ár þangað til hann lét af störfum í fyrra, sem fjármálastjóra. Eftir ráðningu Stefáns eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir 19 talsins og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá því í september í fyrra. Innherji 24. mars 2022 09:15
Ráðinn ráðgjafi á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, hefur tekið við starfi ráðgjafa framkvæmdastjóra á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samning stofnunarinnar um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Stofnunin er með aðsetur í þýsku borginni Bonn. Innlent 24. mars 2022 07:49
Aðalheiður nýr sjálfbærnistjóri Landsbankans Aðalheiður Snæbjarnardóttir er nýr sjálfbærnistjóri Landsbankans. Með nýju stöðunni kveðst bankinn vilja leggja enn meiri áherslu á sjálfbærnimál. Viðskipti innlent 23. mars 2022 18:28
Lóa frá 66°Norður til Good Good Good Good hefur ráðið Lóu Fatou Einarsdóttur sem forstöðumann rekstrarsviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Viðskipti innlent 23. mars 2022 13:49
Handboltahetja til Terra Eininga Fannar Örn Þorbjörnsson er nýr framkvæmdastjóri Terra Eininga. Starfsemin er hluti af Terra Umhverfisþjónustu og hefur áratuga reynslu af sölu og leigu á húseiningum. Viðskipti innlent 23. mars 2022 11:07
Kemur til Kaptio frá Icelandair Ásgeir Einarsson hefur verið ráðinn þróunarstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio. Hann hefur starfað sem hugbúnaðararkitekt og teymisstjóri hjá Icelandair síðustu árin. Viðskipti innlent 23. mars 2022 10:00
Anna Hrefna aðstoðarframkvæmdastjóri og Páll Ásgeir forstöðumaður hjá SA Anna Hrefna Ingimundardóttir, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns efnahagssviðs SA, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tók við starfinu í dag. Klinkið 22. mars 2022 12:31
Eva Rós, Hafsteinn Gauti og Jóhann Óli til Deloitte Legal Lögfræðingarnir Jóhann Óli Eiðsson, Hafsteinn Gauti Ágústsson og Eva Rós Haraldsdóttir hafa öll verið ráðin til lögmannsstofunnar Deloitte Legal. Viðskipti innlent 21. mars 2022 17:50
Oddgeir Ágúst Ottesen nýr framkvæmdastjóri KVH Oddgeir Ágúst Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Félagið er stéttarfélag sem sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Auk þess sinnir félagið annarri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. Viðskipti innlent 21. mars 2022 10:24
Tekur við stöðu forstjóra SaltPay Fjártæknifyrirtækið SaltPay hefur ráðið Jónínu Gunnarsdóttur sem forstjóra félagsins hér á landi. Hún tekur við stöðunni af Reyni Finndal Grétarssyni sem gegnt hefur starfi forstjóra síðan í ágúst en hann mun taka við starfi stjórnarformanns SaltPay. Viðskipti innlent 18. mars 2022 13:05
Helgi stýrir sölu- og markaðsstarfi Niceair Helgi Eysteinsson hefur gengið til liðs við flugfélagsins Niceair og verður honum falið að stýra uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi félagsins. Viðskipti innlent 18. mars 2022 11:38
Óskar nýr stjórnarformaður Eimskips Óskar Magnússon hefur verið kjörinn nýr formaður stjórnar Eimskips. Viðskipti innlent 17. mars 2022 20:52
Jón nýr ráðgjafi Lilju Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og kom til starfa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal helstu verkefna Jóns verða að veita ráðherranum ráðgjöf í viðskipta- og efnahagsmálum ásamt því að sinna málefnum Norðurslóða. Innlent 17. mars 2022 17:20
Árni Alvar til starfa hjá Íslandsstofu Árni Alvar Arason hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður fyrir svið útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu. Viðskipti innlent 17. mars 2022 14:15
Renata frá Krónunni til PayAnalytics Renata Blöndal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála hjá PayAnalytics. Viðskipti innlent 17. mars 2022 13:09
Koma ný inn í stjórn SVÞ Fjögur voru kjörin í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í morgun. Viðskipti innlent 17. mars 2022 11:40