Stefán Hrafn hættur hjá Landspítalanum og kominn til HR Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2022 13:19 Stefán Hrafn Hagalín er mættur á þriðja vinnustaðinn á innan við mánuði og gerir grín að því í færslu sinni sem ber titilinn „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Stefán Hrafn Hagalín hefur látið af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir stutt stopp á velferðarsviði borgarinnar og ráðið sig til starfa sem forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hætti hjá Landspítalanum í febrúar. Stefán Hrafn segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Þar segist hann hafa sagt upp á Landspítalanum fyrir tveimur mánuðum þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, ráðið sig til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en eftir stutt stopp þar sé hann nú kominn til HR. Í færslunni þakkar hann samstarfsfólki sínu hjá Landspítalanum fyrir samstarfið sem hann segir hafa verið „hnökralaust og ákaflega farsælt, enda varla nema einn misheppnaður tölvupóstur sendur á tímabilinu (#skrattakollar)“. Stefán Hrafn vísar þar í tölvupóst sem hann sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í ágúst síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Í póstinum kallaði hann jafnframt fjölmiðlamenn „skrattakolla“ sem hann vísar í í færslunni nú. Stefán Hrafn segir að í febrúar síðastliðnum hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar haft samband og hóf hann störf þar til að sinna miðlun, vefstjórn og fleiri verkefnum. „Í sömu andrá stungu þó vinir mínir hjá Háskólanum í Reykjavík því að mér að skólinn væri hugsanlega að leita að mér þótt hann vissi það ekki. Ég henti því ferilsskrá með miklum semingi í einhvern feitan pott hjá þeim og pældi svo ekki meira í því, satt best að segja. Fyrir nokkrum vikum hrökk hins vegar ferlið hjá HR aftur í gang eftir ófyrirséðar tafir þar innanhúss. Það samtal endaði með því að Ragnhildur [Helgadóttir] rektor hringdi nokkuð óvænt í mig fyrir nokkrum dögum og réði til mig til að gegna hlutverki forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá skólanum næstu árin. Í dag kveð ég því samstarfsfólk mitt hjá velferðarsviði borgarinnar og færi mig yfir til Háskólans í Reykjavík,“ segir Stefán Hrafn. Sjá má færslu Stefáns Hrafns í heild sinni að neðan. Vistaskipti Landspítalinn Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stefán Hrafn segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Þar segist hann hafa sagt upp á Landspítalanum fyrir tveimur mánuðum þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, ráðið sig til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en eftir stutt stopp þar sé hann nú kominn til HR. Í færslunni þakkar hann samstarfsfólki sínu hjá Landspítalanum fyrir samstarfið sem hann segir hafa verið „hnökralaust og ákaflega farsælt, enda varla nema einn misheppnaður tölvupóstur sendur á tímabilinu (#skrattakollar)“. Stefán Hrafn vísar þar í tölvupóst sem hann sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í ágúst síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Í póstinum kallaði hann jafnframt fjölmiðlamenn „skrattakolla“ sem hann vísar í í færslunni nú. Stefán Hrafn segir að í febrúar síðastliðnum hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar haft samband og hóf hann störf þar til að sinna miðlun, vefstjórn og fleiri verkefnum. „Í sömu andrá stungu þó vinir mínir hjá Háskólanum í Reykjavík því að mér að skólinn væri hugsanlega að leita að mér þótt hann vissi það ekki. Ég henti því ferilsskrá með miklum semingi í einhvern feitan pott hjá þeim og pældi svo ekki meira í því, satt best að segja. Fyrir nokkrum vikum hrökk hins vegar ferlið hjá HR aftur í gang eftir ófyrirséðar tafir þar innanhúss. Það samtal endaði með því að Ragnhildur [Helgadóttir] rektor hringdi nokkuð óvænt í mig fyrir nokkrum dögum og réði til mig til að gegna hlutverki forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá skólanum næstu árin. Í dag kveð ég því samstarfsfólk mitt hjá velferðarsviði borgarinnar og færi mig yfir til Háskólans í Reykjavík,“ segir Stefán Hrafn. Sjá má færslu Stefáns Hrafns í heild sinni að neðan.
Vistaskipti Landspítalinn Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46
Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29