Davíð Lúther segir skilið við Sahara Davíð Lúther Sigurðarson, einn stofnenda og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, er hættur störfum. Hann greinir frá tímamótunum á Facebook. Viðskipti innlent 3. febrúar 2023 17:49
Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 næstu mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar til fundar Þrastar með starfsmönnum rásarinnar í morgun. Innlent 3. febrúar 2023 11:59
Héðinn stígur til hliðar sem formaður Geðhjálpar Héðinn Unnsteinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Geðhjálpar. Héðinn hefur komið að samtökunum í nærri 30 ár, þar af setið í stjórn í sjö ár og sinnt hlutverki formanns í þrjú. Innlent 3. febrúar 2023 11:10
Valur Hrafn ráðinn tæknistjóri hjá Stokki Valur Hrafn Einarsson hefur verið ráðinn tæknistjóri (CTO) hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokki Software. Valur hefur víðtæka reynslu úr tæknigeiranum og hefur frá árinu 2018 stýrt vefþróunardeild Sýnar. Viðskipti innlent 3. febrúar 2023 11:04
Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Forlagsins segja upp Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Forlagið, og Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, hafa sagt störfum sínum lausum. Þau hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun fyrirtækisins árið 2007. Viðskipti innlent 3. febrúar 2023 10:23
Úr bæjarstjórastól í forstjórastól OR Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ráðið Sævar Frey Þráinsson, bæjarstjóra á Akranesi, í starf forstjóra fyrirtækisins og mun hann hefja störf þann 1. apríl næstkomandi. Viðskipti innlent 3. febrúar 2023 10:13
Jóhanna og Maggý til Svars Jóhanna María Leifsdóttir og Maggý Möller hafa verið ráðnar til tæknifyrirtækisins Svars. Jóhanna kemur til með að starfa sem bókari og Maggý sem verkefnastýra. Viðskipti innlent 3. febrúar 2023 08:50
Tvíhöfði snýr aftur í hlaðvarpi Grínistarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr ætlar aftur að blaðra frá sér allt vit í þætti sínum Tvíhöfða. Tilkynnt var í sumar að Tvíhöfði yrði ekki á dagskrá Rásar 2 eftir fimm ára endurkomu þáttanna vinsælu. Lífið 2. febrúar 2023 13:01
Stjörnu-Sævar til KPMG Fyrirtækið KPMG hefur ráðið til sín fjóra sérfræðinga, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Guido Picus, Sævar Helga Bragason og Þorstein Guðbrandsson. Sérhæfa þau sig á fjölbreyttum sviðum og koma frá ólíkum geirum atvinnulífsins. Viðskipti innlent 1. febrúar 2023 14:12
Jóhann Ingi og Hrafn Leó til Orku náttúrunnar Jóhann Ingi Magnússon hefur verið ráðinn sem sölustjóri fyrirtækja- og einstaklingsmarkaða hjá Orku náttúrunnar. Þá hefur Hrafn Leó Guðjónsson tekið við starfi vörustjóra sama fyrirtækis. Viðskipti innlent 1. febrúar 2023 11:25
Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. Innlent 1. febrúar 2023 10:31
Sunna kemur ný inn í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Sunna Jóhannsdóttir, sem er verkefnastjóri fjármála hjá Íslensku óperunni, hefur tekið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV). Kemur hún inn í stjórnina í kjölfar þess að Guðrún Johnsen, doktor í hagfræði, hætti í stjórninni eftir ráðningu hennar sem ráðgjafi yfirstjórnar Danska seðlabankans. Klinkið 31. janúar 2023 17:05
Árni tekur við af Berglindi Rán hjá Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar hefur ráðið Árna Hrannar Haraldsson í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins og mun hann hefja störf þann 1.maí næstkomandi. Viðskipti innlent 31. janúar 2023 11:05
Þrjú ráðin í forstöðumannastöður hjá Sjóvá Gunnar Snorri Þorvarðarsson, Heiður Huld Hreiðarsdóttir og Hinrik Reynisson hafa öll verið ráðin í forstöðumannsstöður hjá Sjóvá á síðustu misserum. Viðskipti innlent 31. janúar 2023 09:34
Kristín Ólafsdóttir nýr framkvæmdastjóri Pírata Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Pírata þann 16. janúar síðastliðinn. Hún tók við af Elsu Kristjánsdóttur. Viðskipti innlent 29. janúar 2023 13:48
Davíð ráðinn viðskiptastjóri hjá Akta sjóðum Davíð Einarsson hefur verið ráðinn sem viðskiptastjóri í Eignastýringu Akta sjóða. Viðskipti innlent 27. janúar 2023 14:44
Oddviti tekur við verkefnum sveitarstjórans eftir uppsögn Gerði Sigtryggsdóttur, oddvita sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, hefur verið falið að taka tímabundið við starfi sveitarstjóra þar til nýr hefur verið ráðinn í starfið. Jón Hrói Finnsson, sem tók við starfi sveitarstjóra síðasta sumar, lagði á dögunum fyrir sveitarstjórn uppsagnarbréf sitt. Innlent 27. janúar 2023 14:20
Arnar Már skipaður nýr ferðamálastjóri Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Arnar Má Ólafsson til að gegna embætti ferðamálastjóra. Hann tekur við stöðunni af Skarphéðni Berg Steinarssyni. Innlent 27. janúar 2023 11:21
Doktor og fyrrverandi bæjarstjóri vilja taka við af Skúla Eggerti Sjö sóttu um embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins, en staðan var auglýst þann 27. desember 2022 og umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar síðastliðinn. Innlent 27. janúar 2023 10:06
Kolbrún Bergþórs snýr aftur á Moggann Kolbrún Bergþórsdóttir, rithöfundur og bókagagnrýnandi, mun hefja störf á ný á Morgunblaðinu. Kolbrún var sagt upp á Fréttablaðinu síðasta sumar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingar. Lífið 26. janúar 2023 22:24
Guðrún tekur við af Friðjóni hjá KOM eftir sameiningu KOM ráðgjöf og auglýsinga- og almannatengslastofan Ampere hafa sameinast og munu fyrirtækin starfa undir merkjum KOM ráðgjafar. Guðrún Ansnes, annar eigenda Ampere, tekur við sem framkvæmdastjóri KOM af Friðjóni R. Friðjónssyni sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin níu ár. Viðskipti innlent 26. janúar 2023 08:10
Oddný Mjöll verður dómari við MDE eftir langa fæðingu Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný Mjöll var ein af þremur sem tilnefnd voru sem dómaraefni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Oddný tekur við af Róberti Spanó sem hefur verið fulltrúi Íslands hjá dómstólnum frá 2013. Innlent 24. janúar 2023 15:07
Sigrún ráðin markaðsstjóri Lífsverks lífeyrissjóðs Sigrún Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri hjá Lífsverki lífeyrissjóði. Viðskipti innlent 24. janúar 2023 09:52
Ráðin verkefnastjóri þingflokks Framsóknar Sonja Lind E. Eyglóardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri þingflokks Framsóknar. Hún hefur starfað sem starfsmaður þingflokksins frá árinu 2020. Innlent 24. janúar 2023 07:17
Leifur nýr forstöðumaður hjá Motus Leifur Grétarsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Hann kemur til fyrirtækisins frá CreditInfo þar sem hann hefur starfað síðan árið 2015. Viðskipti innlent 23. janúar 2023 14:00
Steinunn frá Stígamótum til Aton JL Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir hefur senn störf sem ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Aton JL. Hún hefur um árabil verið talskona Stígamóta, sem leita nú nýrrar talskonu. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Viðskipti innlent 21. janúar 2023 13:43
Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Innlent 20. janúar 2023 16:51
Grímur skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022. Innlent 20. janúar 2023 10:19
Flosi fer frá Starfsgreinasambandinu til Aton JL Fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Flosi Eiríksson hefur nú hafið ráðgjafastörf hjá samskiptafyrirtækinu Aton JL. Viðskipti innlent 20. janúar 2023 09:41
Ráðin fjárfestatengill hjá Íslandsbanka Bjarney Anna Bjarnadóttir lögmaður hefur verið ráðinn fjárfestatengill hjá Íslandsbanka. Viðskipti innlent 18. janúar 2023 11:28