Oddný Mjöll verður dómari við MDE eftir langa fæðingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 15:07 Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018. Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný Mjöll var ein af þremur sem tilnefnd voru sem dómaraefni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Oddný tekur við af Róberti Spanó sem hefur verið fulltrúi Íslands hjá dómstólnum frá 2013. Kjörtímabil Róberts rann út hinn 31. október 2022 en hann gegndi stöðu forseta dómstólsins frá apríl 2021 fyrstur Íslendinga. Skipunartími dómara er til níu ára og ekki er hægt að sækja um endurskipun. Staða Íslands við dómstólinn var auglýst í lok árs 2021 og sóttu þrír um stöðuna. Oddný, Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins fjallaði um umsóknirnar og mat þær allar hæfar. Hins vegar vandaðist málið þegar nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins tók viðtöl við umsækjendur eins og Kjarninn fjallaði um síðastliðið sumar. Aðeins Oddný þótti hæf og drógu Jónas Þór og Stefán Geir umsóknir sínar til baka. Reglur Mannréttindadómstólsins krefjast þess að kosið sé á milli þriggja hæfra dómara. Ráðuneytið auglýst stöðuna því aftur og sóttu sóttu Dóra Guðmundsdóttir lögfræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Úr varð að Oddný var metin hæfust og kosinn dómari við dómstólinn á þingi Evrópuráðs í dag rúmu ári eftir að staðan var auglýst. Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018 en áður var hún prófessor, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, auk þess að vera sjálfstætt starfandi lögmaður. Hún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorspróf frá lagadeild Edinborgarháskóla. Oddný Mjöll verður fyrsta konan sem er skipuð dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Íslands en skipunartíminn er til níu ára. Alls eiga 46 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í dómstólnum. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og er aðsetur hans í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Vistaskipti Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Kjörtímabil Róberts rann út hinn 31. október 2022 en hann gegndi stöðu forseta dómstólsins frá apríl 2021 fyrstur Íslendinga. Skipunartími dómara er til níu ára og ekki er hægt að sækja um endurskipun. Staða Íslands við dómstólinn var auglýst í lok árs 2021 og sóttu þrír um stöðuna. Oddný, Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins fjallaði um umsóknirnar og mat þær allar hæfar. Hins vegar vandaðist málið þegar nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins tók viðtöl við umsækjendur eins og Kjarninn fjallaði um síðastliðið sumar. Aðeins Oddný þótti hæf og drógu Jónas Þór og Stefán Geir umsóknir sínar til baka. Reglur Mannréttindadómstólsins krefjast þess að kosið sé á milli þriggja hæfra dómara. Ráðuneytið auglýst stöðuna því aftur og sóttu sóttu Dóra Guðmundsdóttir lögfræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Úr varð að Oddný var metin hæfust og kosinn dómari við dómstólinn á þingi Evrópuráðs í dag rúmu ári eftir að staðan var auglýst. Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018 en áður var hún prófessor, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, auk þess að vera sjálfstætt starfandi lögmaður. Hún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorspróf frá lagadeild Edinborgarháskóla. Oddný Mjöll verður fyrsta konan sem er skipuð dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Íslands en skipunartíminn er til níu ára. Alls eiga 46 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í dómstólnum. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og er aðsetur hans í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Vistaskipti Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23