Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. Innlent 28. desember 2020 13:48
Glímum enn við leifarnar af norðanstormi gærdagsins Landsmenn munu í dag glíma við leifarnar af þeim norðanstormi sem var á landinu í gær. Útlit er fyrir norðan strekking eða allhvassan vind, en suðaustan- og austanlands eru vindstrengir sem væntanlega ná styrk hvassviðris eða jafnvel storms. Veður 28. desember 2020 06:56
Fleiri útköll vegna veðurs Fleiri björgunarsveitir hafa verið kallaðar út eftir hádegi vegna veðurs. Um foktjón er að ræða í öllum tilfellum en nokkrar beiðnir um aðstoð hafa meðal annars borist í Reykjavík. Innlent 27. desember 2020 14:50
Hvítá að komast í eðlilegt horf Hvítá í Borgarfirði er að komast í samt horf eftir mikið flóð síðustu daga. Áin flæddi yfir veginn að Hvítárbakka í gær og talið er að töluverðar skemmdir hafi orðið á veginum. Ekki hefur orðið tjón á húsum. Innlent 26. desember 2020 13:25
„Sólin gerir lítið sem ekkert gagn“ Búist er við norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu og rigningu á morgun og taka gular veðurviðvaranir gildi um land allt í kring um miðnætti í kvöld. Hressileg suðvestanátt sem blés á landinu í gær er nú að ganga niður og tekið að draga úr éljum að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Innlent 26. desember 2020 10:30
Árið 2020 í myndum Ársins 2020 verður vafalítið minnst sem árs Covid-19 en þó gerðist margt annað markvert. Veður var oft vont, kjaradeilur harðar og mikið rætt um nýja stjórnarskrá. Jörð skalf á Reykjanesskaga og þá létu náttúruöflinn finna fyrir sér á Flateyri, Suðureyri og Seyðisfirði.Þegar eitthvað var að frétta voru ljósmyndarar og tökumenn Vísis og Stöðvar 2 á staðnum og fönguðu meðal annars þá stemningu sem myndaðist í samfélaginu þegar götur voru mannlausar, raðir langar og þjóðin á varðbergi gegn nýrri vá.Hér má sjá sýnishorn af myndunum sem prýddu umfjöllun okkar á árinu. Fréttaannáll Stöðvar 2 verður svo á dagskrá að loknum kvöldfréttum 30. desember, bæði á Stöð 2 og Vísi. Innlent 25. desember 2020 16:03
Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. Innlent 25. desember 2020 14:02
Stormur og gul viðvörun síðdegis Ansi hvöss suðvestanátt verður síðdegis og stormur suðvestantil á landinu. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út en búist er við éljum eða slydduéljum á sama tíma vegna kólnandi veðurs. Innlent 25. desember 2020 09:09
Gular viðvaranir í kvöld og éljagangur á morgun Gular viðvaranir eru í gildi á landinu í kvöld og nótt vegna úrkomu og vinds. Suðvestan 15-25 m/s og mikil úrkoma á vestanverðu landinu í dag. Talsverð hlýindi en hægari vindur á Austurlandi fram á kvöld. Veður 24. desember 2020 11:05
Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum. Innlent 23. desember 2020 18:41
Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. Innlent 23. desember 2020 14:16
Rúrik og Nathalia njóta lífsins í þrjátíu stiga hita í Brasilíu Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason er í draumafríinu með kærustunni Nathalia Soliani en þau eru stödd við strönd rétt hjá borginni Salvador í Brasilíu. Lífið 23. desember 2020 13:31
Útlit fyrir rauð jól víðast hvar á landinu Það er útlit fyrir auða jörð víðast hvar á landinu þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld vegna lægðar sem nálgast landið seint í kvöld. Jólin verða því líklegast rauð. Innlent 23. desember 2020 07:05
Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. Innlent 22. desember 2020 17:41
Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa „Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum. Innlent 22. desember 2020 12:18
Bjartviðri og allt að tólf stiga frost Það er hæð yfir landinu í dag með tilheyrandi hægviðri í flestum landshlutum nema á Austfjörðum þar sem verður norðvestan strekkingur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 22. desember 2020 06:55
Ætlar að huga að jólamatnum og „hygge sig“ Hermann Svavarsson Seyðfirðingur beið komu sonar síns á Hótel hérað í dag en til stendur að halda aftur á Seyðisfjörð í dag. Aur og drulla er í námunda við hús hans á Seyðisfirði sem stendur þó enn. Innlent 21. desember 2020 15:02
Sakna þess að leika við vini sína á Seyðisfirði Frændsystkinin Aron Elvarsson tíu ára og Júlía Steinunn Ísleifsdóttir tólf ára reikna með því að mega fara heim til sín á Seyðisfjörð og sækja nauðsynjavörur í dag. Þau voru í heimsókn hjá vinkonu sinni að spila tölvuleik á föstudag þegar skriður féllu í bænum og rafmagnið fór af. Innlent 21. desember 2020 15:01
Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Innlent 21. desember 2020 13:45
Vetrarsólstöður í dag og daginn fer að lengja á ný Vetrarsólstöður eru í dag og þar með stysti dagur ársins. Frá og með morgundeginum tekur því daginn að lengja. Innlent 21. desember 2020 08:03
Allmikil lægð í kortunum á aðfangadag „Eftir erfið veður síðustu daga, þótt sunnan- og vestanvert landið hafi sloppið ágætlega frá þessu, taka við mun rólegri dagar.“ Innlent 21. desember 2020 07:01
Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ Innlent 20. desember 2020 16:25
Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. Innlent 20. desember 2020 14:55
Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði og bærinn kominn á hættustig Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Innlent 20. desember 2020 14:36
Áfram neyðarstig á Seyðisfirði Neyðarstig verður áfram í gildi á Seyðisfirði og hættustig á Eskifirði. Þetta var ákveðið í dag eftir fund almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og lögreglu með ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands, aðgerðarstjórn, vettvangsstjórn og fulltrúum mikilvægra innviða og stofnana á Austurlandi nú fyrir hádegi. Innlent 20. desember 2020 12:33
Skoða hvort hægt sé að aflétta hluta rýmingar Vonast er til að hægt verði að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Aðgerðastjórn og Veðurstofan fundaði í morgun klukkan tíu í samhæfingarstöð almannavarna varðandi næstu skref en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Innlent 20. desember 2020 11:55
Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. Innlent 20. desember 2020 09:40
Gul viðvörun og leiðindaveður á norðvestanverðu landinu Leiðindaveður verður á norðvestanverðu landinu í dag og fram eftir mánudagsmorgni með tilheyrandi hvassviðri og stormi. Búist er við töluveðri ofankomu svo skyggni og færð gætu farið úr skorðum. Innlent 20. desember 2020 07:44
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. Innlent 19. desember 2020 16:40
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. Innlent 19. desember 2020 15:28