Ætlar að huga að jólamatnum og „hygge sig“ Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 21. desember 2020 15:02 Hermann tók niður grímuna rétt á meðan hann veitti fréttastofu viðtal. Vísir Hermann Svavarsson Seyðfirðingur beið komu sonar síns á Hótel hérað í dag en til stendur að halda aftur á Seyðisfjörð í dag. Aur og drulla er í námunda við hús hans á Seyðisfirði sem stendur þó enn. „Ég hef haft það mjög gott. Þetta er Icelandair hótel og það er toppurinn,“ segir Hermann og greinilegt að glasið hans er frekar hálffullt en -tómt. Hann segist ekki kvíða því að snúa aftur á Seyðisfjörð í dag eftir eyðilegginguna. „Nei, ég geri það ekki,“ segir Hermann sem var þó farinn þegar stóra skriðan rann síðdegis á föstudag. Hann hafði þó fundið vel fyrir hreyfingunum í fjallinu. „Ég heyrði skruðningana í skriðunni þegar hún kom niður, en það sást ekki. Það var svo mikil þoka og myrkur. Það var svolítið ónotalegt. Þetta var einna líkast því að það væri stór þyrla að fljúga meðfram fjöllunum. Skellir og hristingur. Glamur. Miklar drunur og stóð lengi yfir. Ég þóttist vita hvað væri að ske,“ segir Hermann. „Ég tel mig búa á stað sem er nokkuð öruggur. Innanlega á Múlaveginum. Það var bara vatn sem flæddi þar fram hjá, niður götuslóða sem þar er. Niður að sjúkrahúsinu, eða elliheimilinu. Svo bara mold og drulla, engar skriður.“ Þeir feðgarnir ætla að renna á Seyðisfjörð seinni partinn. Hvað tekur við þá? „Ætli maður þurfi ekki að fara að athuga með jólamtinn, „hygge sig“ eins og Danir segja,“ segir Hermann á léttum nótum. Hann reiknar með því að þau verði þrjú eða fjögur um jólin. Eiginkona hans sé á sjúkrahúsi en verði vonandi útskrifuð. Hann sæki hana þá á Norðfjörð þar sem hún liggur inni. „Svo hefur þetta sinn gang.“ Hann merkir nokkuð gott hljóð almennt í Seyðfirðingum. Það sé helst þegar tilkynningar sem boðaðar séu að fólk verði pirrað. Óvissan sé vissulega leiðinleg. Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
„Ég hef haft það mjög gott. Þetta er Icelandair hótel og það er toppurinn,“ segir Hermann og greinilegt að glasið hans er frekar hálffullt en -tómt. Hann segist ekki kvíða því að snúa aftur á Seyðisfjörð í dag eftir eyðilegginguna. „Nei, ég geri það ekki,“ segir Hermann sem var þó farinn þegar stóra skriðan rann síðdegis á föstudag. Hann hafði þó fundið vel fyrir hreyfingunum í fjallinu. „Ég heyrði skruðningana í skriðunni þegar hún kom niður, en það sást ekki. Það var svo mikil þoka og myrkur. Það var svolítið ónotalegt. Þetta var einna líkast því að það væri stór þyrla að fljúga meðfram fjöllunum. Skellir og hristingur. Glamur. Miklar drunur og stóð lengi yfir. Ég þóttist vita hvað væri að ske,“ segir Hermann. „Ég tel mig búa á stað sem er nokkuð öruggur. Innanlega á Múlaveginum. Það var bara vatn sem flæddi þar fram hjá, niður götuslóða sem þar er. Niður að sjúkrahúsinu, eða elliheimilinu. Svo bara mold og drulla, engar skriður.“ Þeir feðgarnir ætla að renna á Seyðisfjörð seinni partinn. Hvað tekur við þá? „Ætli maður þurfi ekki að fara að athuga með jólamtinn, „hygge sig“ eins og Danir segja,“ segir Hermann á léttum nótum. Hann reiknar með því að þau verði þrjú eða fjögur um jólin. Eiginkona hans sé á sjúkrahúsi en verði vonandi útskrifuð. Hann sæki hana þá á Norðfjörð þar sem hún liggur inni. „Svo hefur þetta sinn gang.“ Hann merkir nokkuð gott hljóð almennt í Seyðfirðingum. Það sé helst þegar tilkynningar sem boðaðar séu að fólk verði pirrað. Óvissan sé vissulega leiðinleg.
Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira