Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. Veður 17. mars 2022 07:10
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. Innlent 16. mars 2022 21:56
Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. Veður 16. mars 2022 09:55
Hæg umferð í höfuðborginni Mikil hálka er á höfuðborgarsvæðinu og það gengur á með dimmum éljum. Umferðin gæti orðið hæg í morgunsárið vegna lélegrar færðar. Innlent 16. mars 2022 09:04
Kröpp lægð veldur hvassviðri með snjó í nótt og á morgun Lægðin sem stjórnaði veðrinu í gær er enn á Grænlandshafi en hún hefur grynnst töluvert. Veðrið verður því áfram svipað en vindurinn þó öllu minni, suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og éljagangur, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Veður 16. mars 2022 07:35
Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið. Innlent 15. mars 2022 21:02
Ótrúlegt að risastór alda hafi ekki valdið skemmdum á Granda Telja má magnað að glerið hafi ekki brotnað og engar skemmdir orðið þegar afar stór alda skall á framhlið húsnæðis framleiðslufyrirtækisins Snark á Granda í nótt. Tveir bílar sluppu líka við skemmdir þó annar hafi færst til á bílastæðinu. Innlent 15. mars 2022 15:29
Lægðin beinir til okkar mjög óstöðugu lofti og líkur á frekari eldingum Lægðin sem olli óveðri gærdagsins er nú stödd á Grænlandshafi og grynnist smám saman. Lægðin beinir til okkar mjög óstöðugu lofti og í dag verður suðvestlæg átt og víða talsverður éljagangur auk þess sem líkur eru á eldingum. Veður 15. mars 2022 07:14
Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. Innlent 14. mars 2022 21:34
Íbúar langþreyttir á rafmagnsleysi: „Þetta er bara fáranlegt“ Íbúi í Dalabyggð er orðin dauðþreytt á langvarandi rafmagnsleysi. Hún segist aldrei hafa upplifað jafnslæman vetur - ekki síðan hún var barn. Innlent 14. mars 2022 19:18
Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Innlent 14. mars 2022 18:45
Slökkviliðið á fullu vegna vatnselgs Slökkviliðið hefur staðið í ströngu í dag vegna vatns sem safnast hefur saman á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri segir brýnt að hreinsa frá niðurföllum en segir þó að fólki verði ekki alltaf um kennt. Innlent 14. mars 2022 18:15
Myndband sýnir Grímsá ryðjast yfir stíflugarð og þurrka út handrið Miklar skemmdir urðu á stíflugarði Grímsárvirkjunar á föstudag þegar Grímsá í Skriðdal streymdi yfir garðinn af gríðarlegum krafti. Áin ruddi á undan sér miklum ís, sem lagði handrið ofan á garðinum algjörlega í rúst. Innlent 14. mars 2022 14:50
Rúta með 40 farþegum lenti utan vegar í Þrengslunum Björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir hádegi vegna rútu sem hafnaði utan vegar í Þrengslunum en um borð voru 40 farþegar sem þurfti að aðstoða. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar segir auk þess að björgunarsveitarfólk hafi þurft að aðstoða ökumenn fleiri ökutækja á svæðinu. Innlent 14. mars 2022 12:07
Reykjavík í rusli Flestar endurvinnslutunnur í Reykjavík, þar sem íbúar reyna eftir föngum að safna saman pappa og plasti, eru sneisafullar enda eru vikur síðan þær hafa verið tæmdar. Það þýðir svo að óþrifalegt er orðið í höfuðborginni. Innlent 14. mars 2022 10:56
Óveður að skella á landið og appelsínugular viðvaranir Appelsínugular viðvaranir verða í gildi víða um land í dag og skellur óveðrið á um upp úr klukkan níu á Faxaflóa og Breiðafirði en skömmu síðar á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á Miðhálendinu. Veður 14. mars 2022 07:15
Ógnarstórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum Gríðarlega stórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum í miklum éljagangi skömmu eftir klukkan 17 í dag. Veðurfræðingur segist aldrei hafa séð jafnstór högl hér á landi. Innlent 13. mars 2022 18:13
Vara við aukinni hættu á krapaflóðum Veðurstofan varar við aukinni hættu á krapaflóðum á sunnanverðu landinu á morgun vegna óveðurs. Vitað er til þess að tvö slík hafi fallið á dögunum. Innlent 13. mars 2022 16:15
Fleiri viðvaranir gefnar út og þær víða orðnar appelsínugular Appelsínugular viðvaranir hafa nú verið gefnar út vegna stormsins sem spáð er á morgun en gular viðvaranir voru upprunalega gefnar út í morgun. Viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir alla landshluta. Innlent 13. mars 2022 14:18
Mjög djúp lægð væntanleg og gular viðvaranir gefnar út Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir þar sem búist er við stormi á morgun en gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi. Mjög slæmt ferðaveður og hætta á að vatnstjón verði víða. Innlent 13. mars 2022 09:01
Spá „alvöru sunnan stormi“ á mánudag Helgin verður heldur róleg þegar kemur að veðrinu þar sem bjart verður víða á landinu í dag og á morgun. Mánudagurinn verður þó í takt við lægðir síðustu mánaða þar sem spáð er sunnan stormi með talsverðri úrkomu. Innlent 12. mars 2022 09:49
Víða allhvöss suðaustanátt og rigning Veðurstofan spáir suðaustanátt í dag, víða allhvassri með rigningu eða skúrum, en þurrt á Norðurlandi. Veður 11. mars 2022 07:26
Myndband sýnir ótrúlegt umfang flóða í Ástralíu Minnst tuttugu eru látin í Ástralíu í gríðarlegum flóðum sem geisað hafa í Nýju Suður-Wales og Queensland. Myndbönd hafa verið birt sem sýna glögglega hversu umfangsmikil flóðin hafa verið. Erlent 10. mars 2022 15:03
Hvöss suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri Veðurstofan spáir nokkuð hvassri suðaustanátt í dag með rigningu og hlýnandi veðri, en snjókomu eða slyddu fram eftir degi norðvestantil á landinu. Veður 10. mars 2022 07:08
Kröpp lægð gengur yfir austanvert landið Kröpp lægð gengur nú yfir austanvert landið og veldur hún suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu austantil á landinu fram eftir morgni. Mun hægari vindur og úrkomuminna er í öðrum landshlutum. Veður 9. mars 2022 07:10
Gul veðurviðvörun á Austfjörðum Gul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti og gildir til hádegis á morgun. Hvergi annars staðar á landinu er veðurviðvörun. Veður 8. mars 2022 17:01
„Fráveitan hefur ekki undan“ Þrjár tilkynningar hafa borist Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um vatnsleka, meðal annars í Hafnarfirði, í morgun. Innlent 8. mars 2022 10:17
Lægð nálgast hægt og bítandi úr suðri Lægð nálgast nú hægt og bítandi úr suðri og skil frá henni ganga nú yfir landið með tilheyrandi umhleypingum. Veður 8. mars 2022 07:11
Vaxandi austanátt og fer að snjóa í kvöld Veðurstofan spáir suðvestanátt, víða fimm til þrettán metra á sekúndu, og éljum, en léttskýjuðu norðaustan- og austanlands. Veður 7. mars 2022 07:13
Snjóskóflur, blásarar og sköfur seldust upp í illviðristíð Varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hversu illa viðraði á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Metfjöldi veðurviðvarana var gefinn út og snjó kyngdi niður. Illviðristíðin olli því að allur lager Húsasmiðjunnar af snjóskóflum, snjóblásurum og snjósköfum seldist upp í febrúar. Innlent 5. mars 2022 15:04