Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. mars 2022 21:02 Aðstæður voru erfiðar í gær þegar en björgunarsveitarfólk fann manninn eftir sjö tíma leit. Landsbjörg Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið. Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær til að leita að ferðamanni á Mælifellssandi. „Þetta var ágætlega umfangsmikið sem skapast fyrst og fremst vegna þess að aðstæður á hálendinu eru svona erfiðar núna. Það er byrjað að blotna ansi mikið í. Þannig að við fáum mikið af krapa og bara hreinlega ógeði. Þannig að við þurftum að sækja, þrátt fyrir að við vissum svona sirka hvar viðkomandi var, þá þurftum við að sækja að viðkomandi úr að minnsta kosti þremur áttum. Þannig að við vorum að reyna að komast upp frá Emstrum, yfir Mýrdalsjökul og upp Skaftárdal vegna þess að við vissum hreinlega ekki bara hvað væri besta leiðin. Við vorum komin með nokkra tugi vélsleða, við vorum komin með þrjá snjóbíla og töluvert af mannskap.“ Þetta er í annað sinn á um viku sem björgunarsveitir eru kallaðar út til að leita að erlendum ferðamönnum í vanda. Fyrir viku þurfti að aðstoða ferðamenn á Vatnajökli. „Aðstæður hafa verið leiðinlegar í vetur. Það er búið að vera mjög umhleypingasamt og mikið af lægðum og við vitum það öllsömul hérna sem búum og þetta hefur auðvitað komið ferðamönnum á óvart. Það kemur alltaf erlendum ferðamönnum á óvart þessar umhleypingar bara innan dagsins og nokkurra daga. Við erum kannski með rigningu að morgni. Svo bara frystir seinni partinn og allt það sem er blautt er þar af leiðandi frosið og fólk á oft erfitt með að mæta þessum aðstæðum.“ Björgunarsveitarfólk hefur í tvígang þurft að bjarga erlendum ferðamönnum í vanda á aðeins rúmri viku.Landsbjörg Hann segir fjölda fólks koma að útköllum sem þessum og að vinnustundirnar séu taldar í þúsundum. Veturinn hefur reynst björgunarsveitunum óvenju annasamur en færð og veður hafa haft sitt að segja. „Það er langt síðan að við höfum upplifað svona jafn annasama tíð og verið hefur undanfarið en við ráðum alveg við þetta og erum með margar björgunarsveitir og marga sjálfboðaliða en þetta hefur verið ansi kröftugur tími núna frá áramótum.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. 15. mars 2022 00:03 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. 8. mars 2022 17:38 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær til að leita að ferðamanni á Mælifellssandi. „Þetta var ágætlega umfangsmikið sem skapast fyrst og fremst vegna þess að aðstæður á hálendinu eru svona erfiðar núna. Það er byrjað að blotna ansi mikið í. Þannig að við fáum mikið af krapa og bara hreinlega ógeði. Þannig að við þurftum að sækja, þrátt fyrir að við vissum svona sirka hvar viðkomandi var, þá þurftum við að sækja að viðkomandi úr að minnsta kosti þremur áttum. Þannig að við vorum að reyna að komast upp frá Emstrum, yfir Mýrdalsjökul og upp Skaftárdal vegna þess að við vissum hreinlega ekki bara hvað væri besta leiðin. Við vorum komin með nokkra tugi vélsleða, við vorum komin með þrjá snjóbíla og töluvert af mannskap.“ Þetta er í annað sinn á um viku sem björgunarsveitir eru kallaðar út til að leita að erlendum ferðamönnum í vanda. Fyrir viku þurfti að aðstoða ferðamenn á Vatnajökli. „Aðstæður hafa verið leiðinlegar í vetur. Það er búið að vera mjög umhleypingasamt og mikið af lægðum og við vitum það öllsömul hérna sem búum og þetta hefur auðvitað komið ferðamönnum á óvart. Það kemur alltaf erlendum ferðamönnum á óvart þessar umhleypingar bara innan dagsins og nokkurra daga. Við erum kannski með rigningu að morgni. Svo bara frystir seinni partinn og allt það sem er blautt er þar af leiðandi frosið og fólk á oft erfitt með að mæta þessum aðstæðum.“ Björgunarsveitarfólk hefur í tvígang þurft að bjarga erlendum ferðamönnum í vanda á aðeins rúmri viku.Landsbjörg Hann segir fjölda fólks koma að útköllum sem þessum og að vinnustundirnar séu taldar í þúsundum. Veturinn hefur reynst björgunarsveitunum óvenju annasamur en færð og veður hafa haft sitt að segja. „Það er langt síðan að við höfum upplifað svona jafn annasama tíð og verið hefur undanfarið en við ráðum alveg við þetta og erum með margar björgunarsveitir og marga sjálfboðaliða en þetta hefur verið ansi kröftugur tími núna frá áramótum.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. 15. mars 2022 00:03 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. 8. mars 2022 17:38 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. 15. mars 2022 00:03
Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45
Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. 8. mars 2022 17:38
Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17