Úrhellisrigning fyrir sunnan og að þrettán stiga hiti norðantil Veðurstofan gerir ráð fyrir úrhellisrigningu í Mýrdal og undir Vatnajökli og er búist við að hiti geti víða farið yfir tíu stig og jafnvel yfir þrettán stigum á stöku stað fyrir norðan. Veður 30. nóvember 2022 07:14
Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri. Innlent 29. nóvember 2022 12:21
Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Veður 29. nóvember 2022 07:13
Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. Veður 28. nóvember 2022 07:18
Staðan á Seyðisfirði mun betri núna en fyrir tveimur árum Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að óvissuástand vegna skriðuhættu verðu áfram í gildi fram yfir helgi. Minna hafi rignt en búist var við og staðan mun betri en þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir tveimur árum. Veður 25. nóvember 2022 12:45
Væta með köflum en allvíða bjart á Suður- og Vesturlandi Það hefur smám saman dregið úr vindi í nótt, og í dag má reikna með norðaustan og austan fimm til fimmtán metrum á sekúndu, hvassast norðvestantil. Veður 25. nóvember 2022 07:11
Þungar áhyggjur af ástandi bleikjunnar í Þingvallavatni Þingvallavatn er einstakt á heimsvísu, veiðimenn tala um vatnið sem draumaveröld stangveiðimannsins; vatnið er án hliðstæðu – slíkur er fjölbreytileikinn. Innlent 24. nóvember 2022 08:00
Allhvass vindur og væta með köflum Veðurstofan spáir norðaustan- og austanátt með allhvössum vindi eða strekkingi í dag. Reikna má með vætu með köflum, en á Suðausturlandi og Austfjörðum verði rigningin samfelldari og ákefðin sums staðar talsverð. Veður 24. nóvember 2022 07:21
Óvissustigi almannavarna lýst yfir á Austurlandi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið hefur rignt á svæðinu í nóvember og er grunnvatnsstaða há í landshlutanum. Sérstaklega er fylgst með skriðuhættu á Seyðisfirði. Innlent 23. nóvember 2022 17:46
Hvasst á sunnanverðu landinu og gular viðvaranir í gildi Hvesst hefur í nótt og er nú norðaustan 13 til 18 metrar á sekúndu en 18 til 25 í vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Veður 23. nóvember 2022 07:44
Gular viðvaranir á sunnanverðu landinu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á sunnanverðu landinu vegna norðaustan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Veður 22. nóvember 2022 10:01
Léttir til um hádegi og vaxandi norðaustanátt í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir austan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag en öllu hvassara um sunnanvert landið. Veður 22. nóvember 2022 07:16
Hvasst við suðvesturströndina í kvöld og skúrir víða um land Veðurstofan spáir austlægum áttum í dag og allhvössu eða hvössu við suðvestursturstöndina í kvöld og nótt. Veður 21. nóvember 2022 07:07
Enn varað við vatnsveðri Búast má við talsverðri rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram undir hádegi. Því eru líkur á vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Innlent 20. nóvember 2022 07:37
Mikil úrkoma fyrir austan Gera má ráð fyrir talsverðri mikilli rigningu á sunnanverðu landinu til Austfjarða um helgina. Vegfarendur á leið við Reynisfjall og undir Eyjafjöllum eru varaðir við öflugum vindhviðum. Innlent 19. nóvember 2022 08:11
Seyðfirðingar áhyggjufullir vegna mikilla rigninga Íbúar á Seyðisfirði hafa áhyggjur, sem eðlilegt er af mikilli rigningu og hættu á aurskriðum í bæjarfélaginu en þar hefur rignt meira og minna síðustu viku og ekkert lát virðist vera á rigningu þar á næstunni. Innlent 18. nóvember 2022 20:06
Teymi frá Veðurstofu metur hvort hættan sé liðin hjá Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Teymi sérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er á vettvangi og reynir að meta hvort hættan sé liðin hjá. Innlent 18. nóvember 2022 11:50
Bjart með köflum norðan- og vestantil en hvessir á morgun Veðurstofan spáir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag þar sem bjart verður með köflum um landið norðan- og vestanvert. Áfram verður þó rigning eða skúrir á suðaustanverðu landinu. Veður 18. nóvember 2022 07:05
„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. Innlent 17. nóvember 2022 19:27
Hvasst á suðvestanverðu landinu fram eftir degi Áfram halda suðaustlægar áttir hjá okkur með vætu og þá sérstaklega um landið suðaustanvert. Úrkomulítið verður hins vegar fyrir norðan. Veður 17. nóvember 2022 07:19
Víða vindasamt og rigning á suðaustanverðu landinu Veðurstofan reiknar með austan og suðaustan kalda eða strekkingi og allvíða skúrum, en rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum í fyrstu. Veður 16. nóvember 2022 07:33
Hvassast syðst á landinu Veðurstofan spáir austan og norðaustan fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag þar sem hvassast verður syðst á landinu. Veður 15. nóvember 2022 07:20
Funda með íbúum vegna mikillar úrkomu Sveitarstjórn Múlaþings hefur boðað til íbúafundar með íbúum Seyðisfjarðar vegna mikillar úrkomu undanfarinna daga. Innlent 14. nóvember 2022 23:51
Eðlilegt að menn séu á tánum vegna rigninga á Seyðisfirði Eftirlit með hreyfingu í jarðvegi á Seyðisfirði hefur verið aukið vegna mikillar úrkomu sem er spáð næstu vikuna. Veðurfræðingur segir úrkomuákefð á landinu nokkuð óeðlilega miðað við árstíma. Veður 14. nóvember 2022 11:24
Aukin hætta á skriðuföllum fyrir austan Rigningin á Seyðisfirði mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna. Vegna mikillar rigningu á Suðausturlandi og Austurfjörðum síðustu viku má gera ráð fyrir að grunnvatnsstaða sé há víða á svæðinu. Enn er spáð rigningu á svæðinu í meira en viku. Innlent 14. nóvember 2022 07:33
Veðrið teygir sig inn í næstu viku Spáð er mikilli rigningu í kvöld og næstu tvo daga, þá sérstaklega á Suðausturlandi. Viðbúið er að það muni vaxa í ám á svæðinu. Veður 13. nóvember 2022 10:50
Hvasst, úrkoma og gular viðvaranir Gular viðvaranir eru í gildi við Faxaflóa, Strandir og Norðurland vestra, Suðausturland og Suðurland í dag. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndum á þessum svæðum. Veður 13. nóvember 2022 07:59
Gul viðvörun enn í gildi á Vestfjörðum Veðurstofan segir að það verði áfram hvöss norðaustanátt norðvestantil á landinu og fer ekki að lægja fyrr en seinnipartinn, en annars staðar er mun hægari vindur í dag. Innlent 11. nóvember 2022 07:23
Varað við stormi á Vestfjörðum síðdegis Gul viðvörun vegna norðaustan hvassviðris eða storms með snjókomu tekur gildi á Vestfjörðum síðdegis. Spáð er 15-23 metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum Innlent 10. nóvember 2022 09:08
Gul viðvörun gefin út á Vestfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum vegna norðaustan hvassviðris eða storms og snjókomu sem sé í vændum. Veður 9. nóvember 2022 12:45