Eðlilegt að menn séu á tánum vegna rigninga á Seyðisfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 11:24 Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir tæpum tveimur árum síðan. Vísir/Arnar Eftirlit með hreyfingu í jarðvegi á Seyðisfirði hefur verið aukið vegna mikillar úrkomu sem er spáð næstu vikuna. Veðurfræðingur segir úrkomuákefð á landinu nokkuð óeðlilega miðað við árstíma. Mikil úrkoma var á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt og er úrkomu spáð áfram næstu rúmu vikuna. Mestri rigningu er spáð á suðausturlandi og sunnanverðum austfjörðum. Úrkomuákefðin í gær skýrist af hlýju lofti sem er yfir landinu. „Eftir því sem loftið er hlýrra þeim mun meiri úrkomu getur það innihaldið eða geymt í sér. Svo þegar fer loks að rigna úr þessu veðrur úrkomuákefðin mjög mikil,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu tíu daga megi gera ráð fyrir áframhaldandi rigningu. „Það verður svolítið misjafnt hvar rignir mest en almennt rignir mest á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum sérstaklega. Það er engin samfelld úrkoma en hún verður áberandi mest þar. Það verður ekki þurrt neins staðar á landinu,“ segir Óli. Opið sár sem hætta er á að renni úr Haustið hafi verið óvenju milt. „Lægðirnar fara hérna fyrir sunnan land og keyra svo til Evrópu og Skandinavíu og skilja eftir rigningu og tiltölulega milt loft yfir okkur. En þetta er svolítið óvenjulegt, já,“ segir Óli. Úrkoma mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna á Seyðisfirði og hefur eftirlit verið aukið vegna aukinnar skriðuhættu á svæðinu. Mikilli rigningu er spáð þar næstu daga en veðurfræðingur telur Seyðfirðinga sleppa betur en íbúar sunnar á austfjörðum. „Verandi með opið sár þarna þá er alltaf ákveðin hætta að komi eitthvað úr því. Það tekur tíma að gróa og er lausara efni og það er töluvert laust efni í hlíðinni þannig að menn eru á tánum yfir því.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að Almannavarnir séu meira á tánum nú en venjulega vegna rigninganna. Veður Múlaþing Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Sjá meira
Mikil úrkoma var á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt og er úrkomu spáð áfram næstu rúmu vikuna. Mestri rigningu er spáð á suðausturlandi og sunnanverðum austfjörðum. Úrkomuákefðin í gær skýrist af hlýju lofti sem er yfir landinu. „Eftir því sem loftið er hlýrra þeim mun meiri úrkomu getur það innihaldið eða geymt í sér. Svo þegar fer loks að rigna úr þessu veðrur úrkomuákefðin mjög mikil,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu tíu daga megi gera ráð fyrir áframhaldandi rigningu. „Það verður svolítið misjafnt hvar rignir mest en almennt rignir mest á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum sérstaklega. Það er engin samfelld úrkoma en hún verður áberandi mest þar. Það verður ekki þurrt neins staðar á landinu,“ segir Óli. Opið sár sem hætta er á að renni úr Haustið hafi verið óvenju milt. „Lægðirnar fara hérna fyrir sunnan land og keyra svo til Evrópu og Skandinavíu og skilja eftir rigningu og tiltölulega milt loft yfir okkur. En þetta er svolítið óvenjulegt, já,“ segir Óli. Úrkoma mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna á Seyðisfirði og hefur eftirlit verið aukið vegna aukinnar skriðuhættu á svæðinu. Mikilli rigningu er spáð þar næstu daga en veðurfræðingur telur Seyðfirðinga sleppa betur en íbúar sunnar á austfjörðum. „Verandi með opið sár þarna þá er alltaf ákveðin hætta að komi eitthvað úr því. Það tekur tíma að gróa og er lausara efni og það er töluvert laust efni í hlíðinni þannig að menn eru á tánum yfir því.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að Almannavarnir séu meira á tánum nú en venjulega vegna rigninganna.
Veður Múlaþing Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Sjá meira