Flugvél hringsnerist og rakst í landgang Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði. Innlent 22. janúar 2023 15:04
Flugi aflýst og fólk enn fast í flugvélum níu tímum eftir lendingu Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir. Innlent 22. janúar 2023 14:39
Byrjað að opna vegi aftur Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum. Innlent 22. janúar 2023 14:29
Hurð rifnaði af flugvallarbíl Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar. Innlent 22. janúar 2023 14:04
Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. Innlent 22. janúar 2023 12:19
Allt landið gult, vegum lokað og flugferðir felldar niður Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðvesturhorninu vegna veðurs og þá er gul viðvörun í gildi annarsstaðar á landinu. Hvassviðri er víða og eru akstursskilyrði að versna víðast á svæðinu. Innlent 22. janúar 2023 11:00
Stormur og dimm él væntanleg í fyrramálið Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Veðrið á að versna í nótt og standa þangað til fram eftir degi á morgun, 22. janúar. Fréttir 22. janúar 2023 00:06
Klaki af þaki olli miklum skemmdum Klaki sem runnið hafði af þaki í Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur fór beint í gegnum framrúðu bíls sem lagt var í götunni. Innlent 21. janúar 2023 17:23
Stóra-Laxá ruddist fram: „Þetta var mjög tæpt“ Stóra-Laxá rauf stíflu við Laxárdal um klukkan 13 í dag. Ákvörðun um að rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá, sem er enn í smíðum, virðist hafa bjargað brúnni. Innlent 21. janúar 2023 15:59
Klakaklumpar skemmdu bíl í Vesturbænum Mikið magn klaka rann ofan af þaki fjölbýlishúss í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að framrúða bíls skemmdist. Ljóst er að mikil hætta var á ferð. Innlent 21. janúar 2023 11:18
Litaveisla á morgunhimninum yfir Akureyri Akureyringar og nærsveitungar hafa heldur betur fengið sýningu í morgun. Stærðarinnar glitský hafa skreytt morgunhimininn. Innlent 21. janúar 2023 11:07
Frýs aftur í kvöld og él á morgun Kólna mun aftur á landinu öllu í dag og í kvöld mun frjósa aftur eftir mikla úrkomu undanfarna daga. Á morgun er svo von á vestan stormi með dimmum éljum. Innlent 21. janúar 2023 08:04
Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. Innlent 20. janúar 2023 21:30
„Ég er með ævintýri til að segja frá“ Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila. Innlent 20. janúar 2023 17:36
Aukið álag þegar líður á daginn Mikill viðbúnaður er hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en búist var við miklu álagi vegna veðursins í dag. Börn voru til að mynda send heim úr Fossvogsskóla vegna leka frá þaki og inn í kennslustofur. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri í aðgerðarstjórn slökkviliðsins segir álag á viðbragðsaðila vera mikið. Innlent 20. janúar 2023 13:42
„Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. Innlent 20. janúar 2023 12:12
Bein útsending: Fylgst með streyminu í Ölfusá Íbúar í Árborg hafa verið hvattir til að vera ekki að óþarfi á göngu í kringum Ölfusá í asahlákunni. Elstu menn muna ekki eftir jafn miklum ís í ánni. Innlent 20. janúar 2023 10:37
Hálka, þæfingsfærð og ófært víða Samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir og mikill vatnselgur á vegum á höfuðborgarsvæðinu. Þá er krapi á Hellisheiði og í Þrengslum og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálkublettir og mikill vatnselgur á Reykjanesbraut og flughált á Suðurstrandavegi og Krýsuvíkurvegi norðan Vatnsskarðs. Innlent 20. janúar 2023 08:34
Veðurvaktin: Ítreka ábendingar um að hreinsað sé frá niðurföllum Vatn er farið að safnast fyrir á götum þar sem niðurföll eru stífluð. Slökkviliðið hefur farið í fjölda útkalla vegna vatnsleka og þá varar lögregla við vatnselg á götum höfuðborgarinnar. Innlent 20. janúar 2023 07:58
Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum. Innlent 20. janúar 2023 06:10
Búið að rjúfa veginn við Stóru Laxá Nú er búið að rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg til að verja nýja tvíbreiða brú, sem er verið að smíða yfir Stóru Laxá í ljósi asahlákunnar framundan. Innlent 19. janúar 2023 21:00
Koma verði í ljós hvort holræsakerfi ráði við morgundaginn Koma verður í ljós hvort holræsakerfi borgarinnar ráði við asahlákuna sem spáð er á morgun. Þetta segir skrifstofustjóri hjá borginni sem hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum í kvöld en sitja inni og spila lúdó á morgun. Innlent 19. janúar 2023 21:00
Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. Innlent 19. janúar 2023 20:38
Almannavarnir og Veðurstofan taka stöðuna í fyrramálið Búist er við asahláku, flughálku og gulum viðvörunum víða um land á morgun og fram á laugardag. Upplýsingar liggja nú fyrir um mögulegar veglokanir hjá Vegagerðinni. Þá eru Almannavarnir í viðbragðsstöðu. Veður 19. janúar 2023 19:55
Kona varð úti í óveðrinu rétt fyrir jól Kona á fertugsaldri varð úti í óveðrinu sem gekk hér yfir dagana 17. til 19. desember. Konan var búsett ofarlega við Esjumela í Mosfellsbæ og var á leið heim til sín fótgangandi þegar hún lést. Innlent 19. janúar 2023 18:29
Bændur beðnir að huga að gripum sínum vegna flóðahættu Matvælastofnun biðlar til bænda að huga að útigangsgripum sínum á morgun vegna mikilla leysinga sem spáð hefur verið. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri með mikilli úrkomu á nánast öllu landinu. Innlent 19. janúar 2023 17:33
Hvetur fólk til að hafa samband skapist flóðaástand Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun. Innlent 19. janúar 2023 13:46
Litadýrðin rakin til eldgossins öfluga hinum megin á hnettinum Ef til vill hafa Íslendingar tekið eftir því að sólarupprás og sólarlag síðustu daga hafa verið í litskrúðugri kantinum. Að öllum líkundum má rekja ástæður þess og uppruna eitt ár aftur í tímann og í 15 þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi, til eyríkisins Tonga í Kyrrahafi. Innlent 19. janúar 2023 11:27
Dagur vonar að Egill og aðrir geti dregið fram skautana fyrr en seinna Egill Helgason sjónvarpsmaður birti á dögunum gamla mynd af ísilagðri tjörninni í Reykjavík. Og óhætt er að segja að skautaáhugi í bland við fortíðarþrá hafi brotist út á netinu í kjölfarið, einkum meðal miðborgarbúa og Vesturbæinga. Innlent 19. janúar 2023 11:15
Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. Innlent 19. janúar 2023 07:31