Allt að fimmtán gráðu hiti fyrir norðaustan Í dag verður bjart að mestu um landið norðaustanvert. Á landinu öllu verður sunnan- og suðaustanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Hiti verður sjö til fimmtán stig, hlýjast norðaustanlands. Veður 19. apríl 2023 07:28
Von á nýjum Veðurstofuvef Veðurstofa Íslands hefur undirritað samning við Origo um smíði á nýjum vef fyrir stofnunina. Vefurinn mun birtast notendum í áföngum og reiknað er með að fyrstu hlutar hans líti dagsins ljós í sumar. Núverandi vefur hefur verið starfræktur frá árinu 2007. Innlent 18. apríl 2023 17:22
Skýjað og einhver rigning sunnan og vestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðaustanátt í dag þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu. Skýjað og rigning eða súld með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu og einnig líkur á þokusúld við ströndina. Veður 18. apríl 2023 07:22
Hlýtt og rakt loft yfir landinu næstu daga Suðlægar áttir verða ríkjandi á landinu á næstu dögum með rigningu eða súld og jafnvel þokulofti, enda hlýtt og rakt loft yfir landinu af suðrænum uppruna. Veður 17. apríl 2023 07:09
Hæg norðlæg átt og þungt norðan- og austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt í dag, oft á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu en á Austfjörðum má reikna með norðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu. Veður 14. apríl 2023 07:14
Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víða á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til fimmtán metrar á sekúndu með suðausturströndinni og í kringum Öræfajökul. Veður 13. apríl 2023 07:07
Von á hlýindum og góðu vorveðri Það gæti stefnt í einn hlýjasta aprílmánuð frá upphafi mælinga ef langtímaspár ganga eftir. Von er á hlýju lofti yfir landið eftir helgi og góðu vorveðri í kringum sumardaginn fyrsta. Innlent 12. apríl 2023 12:59
Þungbúið norðantil en bjartara og þurrt sunnanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, víðast fimm til tíu metrar á sekúndu. Það verður þungbúið á norðanverðu landinu, lágskýjað og dálítil rigning eða snjókoma, en sunnanlands verður bjartara yfir og þurrt að mestu. Veður 12. apríl 2023 07:05
Breytileg átt með rigningu og slyddu víða um land Nú í morgunsárið er lægð við austurströndina sem mun þokast vestur yfir landið í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt gola eða kaldi, en austan strekkingur norðantil fram eftir degi. Veður 11. apríl 2023 07:15
Engar tilkynningar um flóð á Austfjörðum enn sem komið er Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi. Innlent 10. apríl 2023 12:30
Auknir vatnavextir og skriðuhætta á Austfjörðum Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum og verður það fram á aðfaranótt þriðjudags, og líkur á talsverðri rigningu. Búast má við auknum vatnavöxtum í ám og lækjum, með tilheyrandi hættu á flóðum og skriðuföllum. Þá er mögulegt að vatnsveðrið komi til með að raska samgöngum. Innlent 10. apríl 2023 08:06
Gul viðvörun og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi á páskadag, 9 apríl, á suðaustur- og Austurlandi. Búist er við mikilli rigningu. Veður 8. apríl 2023 23:55
Öllu flugi frestað vegna veðurs Öllu millilandaflugi á Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað vegna veðurs. Innlent 7. apríl 2023 17:54
Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. Veður 7. apríl 2023 16:33
Páskagular viðvaranir eftir hádegi Gular veðurviðvaranir verða í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að alldjúp og hægfara lægð suðvestur af landinu muni stjórna veðrinu um páskana. Veður 7. apríl 2023 08:46
Gul viðvörun við Faxaflóa og á Suðurlandi á morgun Gul viðvörun verður í gildi við Faxaflóa og á Suðurlandi á morgun frá klukkan 14 til 19. Vindhviður gætu náð 35 metrum á sekúndu. Veður 6. apríl 2023 14:02
Kaldasti marsmánuður í rúm 40 ár Síðastliðinn marsmánuður var sá kaldasti í rúm fjörutíu ár, eða síðan 1979 og einkenndist hann af stöðugum norðaustlægum áttum. Nýafstaðinn vetur var jafnframt sá kaldasti síðan veturinn 1994 til 1995. Veðurfræðingur segir veturinn hafa verið óvenjulegan fyrir þær sakir hvað hann var kaflaskiptur og hvað hann einkenndist af löngum kuldaköflum. Veður 6. apríl 2023 12:15
Snjókoma fyrir norðan Suðlæg eða breytileg átt verður í dag og nær þremur til átta metrum á sekúndu. Stöku skúrir eða él, hiti 0 til 7 stig yfir daginn. Vaxandi suðaustanátt í nótt. Snjókoma er á Akureyri en búist er við sól seinni part dags. Úrkomulítið verður á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Hiti verður á bilinu fjögur til ellefu stig eftir hádegi. Veður 6. apríl 2023 08:29
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. Innlent 5. apríl 2023 15:44
Slydda og snjókoma Búast má við suðvestlægri eða breytilegri átt, 3-10 metrar á sekúndu, hvassast suðaustanlands, en austan og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum framan af degi. Skúrir og hiti 2 til 8 stig sunnan- og vestanlands, en slydda eða snjókoma og hiti um frostmark norðantil. Veður 5. apríl 2023 07:10
Rigning austantil og hiti að níu stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir rigningu á Suðausturlandi í dag og á Austurlandi og Austfjörðum í kvöld. Veður 4. apríl 2023 07:12
Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. Veður 3. apríl 2023 18:50
Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. Innlent 3. apríl 2023 14:13
Slagveðursrigning og fremur hlýtt í veðri Veðurstofan gerir ráð fyrir að landsmenn megi eiga von á suðaustan slagveðursrigningu í dag en að það verði lengst af þurrt fyrir norðan. Veður 3. apríl 2023 07:12
Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum. Innlent 31. mars 2023 12:38
Rýmingu aflétt á nokkrum svæðum Veðurstofa Íslands hefur metið áframhaldandi rýmingarþörf á Austurlandi vegna snjóflóðahættu. Í kjölfar þess var ákveðið að aflétta rýmingu á nokkrum svæðum á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Innlent 31. mars 2023 09:53
Áfram mikil úrkoma austantil og hiti að tíu stigum Áfram má reikna með austlægri átt og talsverðri eða mikilli úrkomu á austanverðu landinu framan af morgni. Yfirleitt verður rigning, en slydda eða snjókoma á norðanverðum Austfjörðum. Veður 31. mars 2023 07:19
Íbúar hvattir til að sýna aðgæslu Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag en þó ekki alvarleg. Síðar í kvöld voru íbúar á Austurlandi hvattir til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum. Innlent 30. mars 2023 21:44
Boðið verður upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Ákveðið hefur verið að bjóða upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í kvöld. Snjóflóð féll úr Hólmatindi Eskifjarðar megin fyrr í dag. Innlent 30. mars 2023 19:11
Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. Innlent 30. mars 2023 18:24