Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 14:13 Óvenjukalt var í Reykjavík í vetur, sérstaklega í desember þegar langvarandi kuldakast með miklu frosti gerði. Vísir/Vilhelm Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. Veðurstofan hefur enn ekki birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í mars en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, tók upplýsingar um vetrarmánuðina desember til mars saman í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að meðalhiti vetrarins í Reykjavík hafi verið -1,6 gráður. Það er kaldasti vetur á þessari öld í höfuðborginni. Kaldast var í desember í viðvarandi kuldakasti. Þá var meðalhitinn -3,9 gráður. Febrúar var hlýjasti mánuðurinn og sá eini sem meðalhitinn var fyrir ofan frostmark, 2,1 gráða. Einar skrifar að tíðin í vetur hafi skorið sig mjög úr, sérstaklega í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna á Íslandi skömmu fyrir aldamót. Langir samfelldir kuldakaflar og óvenju eindregin skil hafi sett mark sitt á veturinn. „Fyrir utan um tíu daga um miðjan febrúar, með „eðlilegum„ hitasveiflum um frostmarkið má telja að tíðin hafi veriði úti á kantinum [í] margvíslegu tilliti í vetur. Og þau einkenni hófust reyndar fyrr eða með afbrigðilegum hlýindum í nóvember,“ skrifar veðurfræðingurinn. Úrkoma í mars var vel undir tíu millímetrum í höfuðborginni samkvæmt óstaðfestum tölum Einars. Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að leita meira en fimmtíu ár aftur í tímann, til júní 1971. Enn lengra er frá því að svo þurrt var í Reykjavík í marsmánuði. Síðast gerðist það árið 1962 en þá mældist úrkoma aðeins 2,3 millímetrar. Veður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Veðurstofan hefur enn ekki birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í mars en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, tók upplýsingar um vetrarmánuðina desember til mars saman í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að meðalhiti vetrarins í Reykjavík hafi verið -1,6 gráður. Það er kaldasti vetur á þessari öld í höfuðborginni. Kaldast var í desember í viðvarandi kuldakasti. Þá var meðalhitinn -3,9 gráður. Febrúar var hlýjasti mánuðurinn og sá eini sem meðalhitinn var fyrir ofan frostmark, 2,1 gráða. Einar skrifar að tíðin í vetur hafi skorið sig mjög úr, sérstaklega í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna á Íslandi skömmu fyrir aldamót. Langir samfelldir kuldakaflar og óvenju eindregin skil hafi sett mark sitt á veturinn. „Fyrir utan um tíu daga um miðjan febrúar, með „eðlilegum„ hitasveiflum um frostmarkið má telja að tíðin hafi veriði úti á kantinum [í] margvíslegu tilliti í vetur. Og þau einkenni hófust reyndar fyrr eða með afbrigðilegum hlýindum í nóvember,“ skrifar veðurfræðingurinn. Úrkoma í mars var vel undir tíu millímetrum í höfuðborginni samkvæmt óstaðfestum tölum Einars. Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að leita meira en fimmtíu ár aftur í tímann, til júní 1971. Enn lengra er frá því að svo þurrt var í Reykjavík í marsmánuði. Síðast gerðist það árið 1962 en þá mældist úrkoma aðeins 2,3 millímetrar.
Veður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira