Veður

Veður


Fréttamynd

Þaki haldið í skefjum

Þaki á einbýlishúsi á Höfn í Hornarfirði var haldið í skefjum með skurðgröfu í gær. Hávaðarok var í bænum, líkt og víða um land, og fylgdust björgunarsveitarmenn árvökulum augum með því sem hugsanlega gat tekist á loft.

Innlent
Fréttamynd

Veturinn kom í gær

Vindur blés hressilega víða um land í gær og sums staðar var dágóð snjókoma. Nokkurt tjón hlaust af þegar hluti þaks feyktist af mjölgeymslu í Vestmannaeyjum, rafmagn fór af á Höfn í Hornafirði og snjóþyngsli öftruðu færð á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Loka þurfti Oddsskarði

Vonskuveður var á austanverðu landinu í gær og voru björgunarsveitir á Egilsstöðum og Reyðarfirði kallaðar út til að aðstoða ökumenn bíla sem lent höfðu í vandræðum í Fagradal vegna ófærðar.

Innlent
Fréttamynd

Þak fauk og bátur sökk

Vitlaust veður var í Vestmannaeyjum í gær og hlaust af talsvert tjón. Rýma þurfti nokkra vinnustaði í bænum eftir að hluti þaks á einu af húsum Ísfélags Vestmannaeyja hófst á loft og skall af miklum þunga á jörðina. Engan sakaði. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hermönnum bjargað úr pytti

Fimm varnarliðsmönnum í skemmtiferð var bjargað skammt frá Kerlingafjöllum skömmu fyrir klukkan hálf sjö í gær þar sem þeir höfðu fest Ford 450 pikkupjeppabifreið sína í krapapytti.

Innlent
Fréttamynd

Dimmt og kalsalegt

Rafmagn fór af Höfn í Hornafirði um miðjan dag í gær og voru bæjarbúar án rafmagns fram undir kvöld. Bilun varð í báðum línunum sem bera rafmagnið inn í bæinn en orsakir þeirra eru ókunnar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sjávarhiti mildar norðanáttina

Þjóðtrú segir að vetur verði mildur ef rignir þrisvar fyrir jól. Hlýrri sjór fyrir norðan land hitar vindinn þannig að fremur rignir en snjóar. Miklar sveiflur í hita sjávar valda loftslagsbreytingum á norðurhveli sem jafnast á við gróðurhúsaáhrif.

Innlent
Fréttamynd

Hugsanlega tímamót í hlýnun jarðar

Koltvísýringsmengun í andrúmsloftinu hefur aukist mikið síðustu ár. Aukningin kemur mjög á óvart þar sem ekki er samhengi milli hennar og útblásturs koltvísýrings á sama tímabili. Þetta veldur vísindamönnum áhyggjum yfir því að hlýnun jarðar kunni að aukast hraðar en búist hefur verið við.

Erlent
Fréttamynd

Bylur í Japan raskar Formúlukeppni

Tímataka í Formúlu eitt á Suzuka brautinni í Japan núna um helgina var færð frá laugardegi yfir á sunnudagsmorgun vegna fellibyls sem yfir landið gengur. Gert var ráð fyrir að fellibylurinn skylli á Japan á aðfararnótt laugardags, með úrhellisrigningu og ofsaroki.

Innlent
Fréttamynd

Tafir á Eyjaflugi í gær

Tafir urðu á flugi til Vestmannaeyja í gærmorgun vegna hvassviðris í Eyjum. Flugi klukkan hálfátta var frestað, en þær upplýsingar fengust hjá flugmálastjórn í Eyjum að þar hefði verið misvindasamt og vindhraði farið upp í 40 hnúta í hviðum, en það eru 20,5 metrar á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Kuldaskoti að ljúka

Fyrsti snjór haustsins á Akureyri féll í gær. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að kuldaskotinu sem gengið hefur yfir landið ljúki í kvöld og nótt.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitir kallaðar út

Átta hópar björgunarsveitarmanna frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu voru kallaðir út á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna óveðursins sem gekk yfir. Óskað var eftir aðstoð eftir að þakplötur og lausir munir byrjuðu að fjúka og gátu valdið hættu og skemmdum.

Innlent
Fréttamynd

Nípukollsveður í Neskaupstað

Tré rifnuðu upp með rótum, þakplötur og klæðningar flettust af og rúður brotnuðu í Nípukollsveðri sem gekk yfir Neskaupstað í fyrrinótt. Tjónið er umtalsvert.

Innlent
Fréttamynd

Kári kveður dyra

Talsvert hvassviðri var á sunnan- og vestanverðu landinu í gær og fór vindur sums staðar yfir 40 m/s í verstu hviðunum. Lögreglan fékk nokkrar tilkynningar um fjúkandi muni.

Innlent
Fréttamynd

Yfir meðalhita 30 mánuði í röð

Hitastig í Reykjavík hefur nú verið yfir meðallagi þrjátíu mánuði í röð. Meðalhiti í september var 9 gráður og er það 1,6 gráðu yfir meðallagi áranna 1961-1990. Mánuðurinn var samt fremur sólarlítill og úrkomusamur. 

Innlent
Fréttamynd

Hlýr, votur og dimmur

Nýliðinn september var nokkuð hlýr, en úrkomusamt var og fremur sólarlítið. Úrkoma í Reykjavík mældist 40 prósentum meiri en í meðal septembermánuði.

Innlent
Fréttamynd

Kemur ef hann kemur

Íbúar Miami á suðurodda Florída kipptu sér vart upp við fellibylinn Jeanne í fyrrinótt og gærmorgun. Hann gekk enda yfir nokkuð norðan við borgina og lét finna fyrir sér í grennd við Fort Pierce og Okeechobee. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Skreiðarhjallar lögðust á hliðina

Nokkurt tjón varð í Vestmannaeyjum í óveðri í fyrrinótt og var erilsamt hjá lögreglunni frá miðnætti til klukkan níu í gærmorgun. Björgunarfélag Vestmannaeyja hjálpuðu lögreglu að festa þakplötur og lausa muni.

Innlent
Fréttamynd

Tré fuku upp með rótum

Mikið hvassviðri var á Hvolsvelli og í nágrenni í fyrrinótt og gærmorgun að sögn lögreglu. Nokkur stór tré fuku upp með rótum, gervihnattadiskar skemmdust og þakplötur fuku.

Innlent
Fréttamynd

Risatré brotnaði

Risavaxið tré í garði í Efstasundi 6 í Reykjavík bókstaflega kubbaðist í sundur í óveðrinu í fyrrinótt. Ekkert skemmdist þó þegar tréð slengdist til jarðar, en íbúar vöknuðu við skruðninginn.

Innlent
Fréttamynd

Tólf hafa látist í Bandaríkjunum

Tólf manns hafa látið lífið í áhlaupi Ívans grimma á Bandaríkin. Mikið hefur dregið úr styrk fellibylsins sem nú gengur norður eftir Alabama-ríki.

Erlent
Fréttamynd

Mikil eyðilegging í öflugum stormi

Þak fauk af hótelbyggingu í Freysnesi í Öræfum og klæðning flettist af nærliggjandi vegi. Flytja þurfti gesti burt af hótelinu og verður það lokað næstu daga. Björgunarsveitir höfðu í mörgu að snúast í gærmorgun. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Veður olli usla á suðvesturhorninu

Morgunninn var erilsamur hjá lögreglu og björgunarsveitarsveitarmönnum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki en veðrið olli talsverðum usla á suðvesturhorninu þótt vindhraðinn væri hvergi nærri eins mikill og á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir flýja heimili sín

Hundruð þúsunda manna á suðurströnd Bandaríkjanna hafa rýmt heimili sín því búist er við að fellibylurinn Ívan, sem varð 70 manns að bana í Karabíska hafinu, gangi á land í dag. Stjórnvöld hafa beðið tvær milljónir manna um að flýja frá hættusvæðunum.

Erlent
Fréttamynd

Hiti yfir meðallagi í 29 mánuði

Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt.

Innlent
Fréttamynd

Hitamet fellur í Reykjavík

Veðurstofan hefur aldrei mælt hærri hita í Reykjavík en í dag. Talið er að hitabylgjan í landinu hafi náð hámarki. Verslunum var lokað og fundum frestað vegna veðurs. Það var mollulegt um að litast í höfuðborginni í dag, svo heitt að fólk þusti út í sólina að njóta blíðunnar.

Innlent