Jet Black í Stranglers er látinn Enski trommarinn Jet Black, sem var upprunalegur trommari sveitarinnar Stanglers, er látinn, 84 ára að aldri. Tónlist 9. desember 2022 09:52
Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Í febrúar á þessu ári gáfu Reykjavíkurdætur út sína eigin útgáfu af einu ástsælasta lagi þjóðarinnar, All Out of Luck, sem Selma Björnsdóttir gerði ódauðlegt í Eurovision keppninni árið 1999. Jól 9. desember 2022 07:00
BÓ lofar alvöru jólastemningu á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð í kvöld Lokatónleikar tónleikaraðarinnar Bylgjan órafmögnuð eru með Björgvini Halldórssyni. Með honum á þessum einstöku jólatónleikum verða börnin hans Svala og Krummi ásamt Margréti Eir og fleira tónlistarfólki. Tónlist 8. desember 2022 20:06
Bylgjan órafmögnuð: Björgvin Halldórs, Svala og Krummi Klukkan 20 í kvöld voru sýndir tónleikar með Björgvini Halldórssyni úr tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. BÓ gaf allt í þessa einstöku jólatónleika eins og honum einum er lagið. Tónlist 8. desember 2022 18:00
Southgate fékk Íslandsóvin til að skemmta enska landsliðinu Gareth Southgate fékk sjálfan Robbie Williams til að koma enska landsliðinu í gírinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á HM í Katar. Fótbolti 8. desember 2022 16:31
Céline Dion með ólæknandi taugasjúkdóm og frestar tónleikum Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Dion greinir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún tilkynnir að vegna sjúkdómsins hafi hún neyðst til að ýmist fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum. Lífið 8. desember 2022 13:17
Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Það er óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Fyrir utan það að vera að fara syngja á hinum ýmsu jólatónleikum, þá ætlar hún sér að baka yfir sex sortir af smákökum fyrir jólin. En það er einmitt baksturinn sem hringir inn jólin fyrir Margréti. Margrét Eir er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 8. desember 2022 09:00
Jóladagatal Vísis: Valdimar ekki í neinum vandræðum með eitt vinsælasta jólalag þjóðarinnar Valdimar er auðvitað fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn allra besti söngvari þjóðarinnar. Hér bregður hann sér í hlutverk bæði Björgvins Halldórssonar og Svölu þar sem hann tekur lagið Fyrir jól - sem auðvitað er löngu orðið ódauðlegt. Jól 8. desember 2022 07:01
Björk um ömmuhlutverkið: „Alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn“ Söngkonan Björk Guðmundsdóttir var í viðtali hjá breska miðlinum The Times nú á dögunum og ræddi þar um tónlistarferilinn, móðurhlutverkið og ömmuhlutverkið. Lífið 7. desember 2022 23:55
Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. Menning 7. desember 2022 13:02
Jóladagatal Vísis: Einstök textasmíð Emmsjé Gauta Við ætlum halda gleðinni áfram í jóladagatali Vísis. Nú er komið að klassík frá einum helsta rappara þjóðarinnar, okkar eina sanna Emmsjé Gauta sem hér er á ferðinni með einn af sínum þekktustu slögurum, Þetta má. Jól 7. desember 2022 07:01
„Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Hún byrjaði að skreyta í október, vekur börnin sín upp með jólalögum og veit fátt dásamlegra en jólahátíðina. Söngkonan og jólakúlan Selma Björns talar um hefðirnar, ástina og allt jólaskrautið, sem hún líkir við gamla góða vini. Jól 6. desember 2022 20:00
Mest spiluðu lögin á Spotify árið 2022 Streymisveitan Spotify gaf á dögunum út yfirlit af tónlistarárinu 2022 hjá hverjum og einum og hafa tónlistarunnendur því verið duglegir að deila sínum mest spiluðu lögum á samfélagsmiðlum. Samhliða því birti Spotify lista yfir 50 mest spiluðu lög ársins á veitunni undir heitinu „Top Tracks of 2022“. Tónlist 6. desember 2022 13:31
Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 6. desember 2022 09:01
Jóladagatal Vísis: Klassísk íslensk rómantík undir ljúfum tónum Nylon stúlkna Í stressinu og hraðanum í desember er nauðsynlegt að gefa sér tíma inn á milli til að setjast niður, kveikja á kertum, láta ljúfa tóna á fóninn og slaka á. Lag dagsins í dag, 6. desember er einmitt hugsað fyrir slíka stemningu. Jól 6. desember 2022 07:00
Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Með jólin í hjarta mér er ný jólaplata úr smiðju Rakelar Páls og Gunnars Inga Guðmundssonar en söngkonan Rakel Páls syngur öll fimm lög plötunnar. Rakel gaf út lagið Jólaveröld vaknar eftir Gunnar Inga, í fyrra og ákváðu þau í ár að safna saman lögum og hnoða í jólaplötu um þessi jól. Jól 5. desember 2022 13:32
Jóladagatal Vísis: Tískumyndband varð að tónlistarmyndbandi með vinsælustu hljómsveit landsins 5. desember er runninn upp og við fögnum því með fersku lagi úr Jóladagatali Vísis. Lag dagsins er sannarlega ekki af verri endanum. Að okkar mati er um að ræða fullkomið mánudagslag til að koma okkur í rétta gírinn og hrista af okkur mögulegt slen eftir helgina. Jól 5. desember 2022 07:01
Segir tónlist Ásgeirs Trausta hafa hjálpað sér í veikindum sonar síns Bandaríski leikarinn og grínistinn Rob Delaney opnaði sig nýlega í hlaðvarpsviðtali og ræddi meðal annars um það hvernig lög íslenska tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta veittu honum styrk á erfiðum tímum. Lífið 4. desember 2022 13:36
„Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 4. desember 2022 09:01
Jóladagatal Vísis: Vetrarnótt í einstökum flutningi Friðriks Ómars sem eldist ekki Við höldum ótrauð áfram með jóladagatal Vísis. Það er komið að fyrsta, og líklega einu af fáum jólalögum í þessari seríu. Hér er okkar ástkæri Friðrik Ómar mættur í allri sinni dýrð með hið fallega lag, Vetrarnótt. Jól 4. desember 2022 07:00
Adele drekkur vín og þykir líkleg til vinsælda Breska stórstjarnan og söngkonan Adele var kynnt inn sem líkleg til vinsælda á Íslenska listanum á FM í dag með lagið I Drink Wine. Lagið er að finna á plötunni 30 sem Adele sendi frá sér í fyrra. Tónlist 3. desember 2022 16:00
Heillaði dómnefndina með frumsömdu lagi: Missti foreldra sína og var ættleiddur sjö ára gamall Annar þátturinn af Idol var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi og áfram var fylgst með áheyrnarprufum. Á meðal keppenda var Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, betur þekktur sem Úlfur og óhætt er að segja að frammistaða hans láti engan ósnortinn. Lífið 3. desember 2022 10:52
Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Lagið Meðan ég sef með hljómsveitinni Í svörtum fötum kom út árið 2004 og varð gríðarlega vinsælt. Lagið er frábært en myndbandið eiginlega enn betra. Hljómsveitameðlimir sýna stórkostlegan leikursigur. Áki Sveinsson sem ljósmyndari og Einar Örn Jónsson sem reiður bílstjóri. Hrafnkell Pálmarsson er sérlega sannfærandi í hlutverki útigangsmanns. Jól 3. desember 2022 07:00
„Endasendist um borgina með neyslubrjálað æðiber í rassinum“ Vísir frumflytur í dag lagið Jólainnkaupalistinn. Það er Fjarkar sem gefur lagið út en hópurinn er samanskipaður hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Þeir hafa þá hefð að gefa út jólalag á hverju ári. Tónlist 2. desember 2022 15:23
Ómetanlegir styrkir fyrir íslenskar hljómsveitir í útrás Alls sótti íslenskt tónlistarfólk um 22.8 milljónir í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar bara í nóvember, en það er hærri upphæð en stærð sjóðsins hefur verið árlega fram að þessu. Alls hefur verið sótt um 145 milljónir á árinu, og enn er ein úthlutun eftir. Tónlist 2. desember 2022 14:01
Brunaði yfir þrjú rauð ljós til að ná miðnæturkossinum Listræna parið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hefur komið víða að í hinum skapandi heimi tónlistar og leiklistar en var í fyrsta skipti að gefa út lag saman í dag. Lagið ber nafnið Gamlárskvöld og fjallar textinn meðal annars um það þegar Júlí gerði heiðarlega tilraun til að kyssa Þórdísi, eða Dísu eins og hún er alltaf kölluð, á miðnætti fyrstu áramótin eftir að þau byrjuðu að hittast. Tónlist 2. desember 2022 12:01
Kítón, Gjugg og Laufey Lín á meðal verðlaunahafa Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í Hörpu í gær 1. desember. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lífið 2. desember 2022 11:51
„Listin læknar ekki en hún hefur hjálpað“ „Mig langaði ekki að textinn yrði beint um pabba því ég held að ég hafi bara ekki verið tilbúin í það,“ segir tónlistarkonan Rósa Björk Ásmundsdóttir um lagið Jólin með þér sem hún og Helena Hafsteinsdóttir voru að senda frá sér en þær mynda sviðslistahópinn heró. Ásamt laginu var að koma út tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum. Tónlist 2. desember 2022 11:01
Danska ungstirnið Hugo Helmig látinn Danski tónlistarmaðurinn Hugo Helmig er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017. Lífið 2. desember 2022 10:01
Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Lag dagsins í Jóladagatali Vísis er Feiminn með Bríet. Söngkonan ástsæla tók lagið í þættinum Föstudagskvöldi með Gumma Ben árið 2019.Bríet sló ekki feilnótu frekar en fyrri daginn en við flutningin naut hún dyggrar aðstoðar Sóla Hólms sem sýndi fádæma hljómborðsleik. Jól 2. desember 2022 07:00