Bólgan eftir aðgerðina búin að hjaðna Söngkonan Madonna vakti töluverða athygli á Grammy-verðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. Það var umtalað á netinu að andlitið hennar virtist vera bólgið eftir aðgerð. Söngkonan segir að bólgan sé búin að hjaðna og birti mynd því til stuðnings í gær. Lífið 21. febrúar 2023 10:17
Skynvíkkunarrokkarar með skæting snúa aftur Anton Newcombe er forsprakki sýrurokkssveitarinnar The Brian Jonestown Massacre. Í byrjun mars snýr hann aftur til landsins sem hann dvaldi á löngum stundum snemma á þessu árþúsundi. Tónlist 21. febrúar 2023 09:16
Hrista tvö þúsund manna veislur fram úr erminni „Það er ekki nóg að stinga bara stofugræjunum í samband. Það þarf að huga að hljómburði hvort sem þú ætlar að halda tuttugu manna boð eða tvö þúsund manna viðburð. Það jafnast ekkert á við góða samkomu þar sem allir ná að skemmta sér saman og þá er mikilvægt að tækin sem er verið að nota séu fyrsta flokks, góður hljómur og að heyrist vel í ræðumanni, skemmtikröftum og tónlistinni,“ segir Jóhann Örn Ólafsson í HljóðX en fyrirtækið leigir út hljóðkerfi, ljósa- mynd- og sviðsbúnað fyrir allar stærðir viðburða. Lífið samstarf 21. febrúar 2023 08:47
Drakk úr hundrað þúsund króna skó á miðjum tónleikum Breski söngvarinn Harry Styles drakk úr rándýrum skó á tónleikum sínum í Perth í Ástralíu í gærkvöldi. Eftir drykkjuna sagðist hann vera eins og nýr maður. Lífið 21. febrúar 2023 07:49
Backstreet Boys á leiðinni til Íslands Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. Lífið 20. febrúar 2023 14:17
Sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hans undurfagra rödd hefur vakið athygli síðustu tíu ár hér á landi. Í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Auðunn Blöndal að kynnast manninum betur. Lífið 20. febrúar 2023 10:31
„Erfitt að vera berskjölduð en ég hef gott af því“ Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun. Lífið 19. febrúar 2023 10:02
Einungis tveimur atkvæðum frá því að komast í úrslitin Flytjendur tveggja laga tryggðu sér í kvöld keppnisrétt í úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Lögin sem áhorfendur völdu áfram eru Lifandi inn í mér með Diljá Pétursdóttur og Stundum snýst heimurinn gegn þér með Braga Bergssyni. Tónlist 18. febrúar 2023 21:23
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór í topp fimm Það má með sanni segja að Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór séu með þekktari tónlistarmönnum okkar Íslendinga en síðasta samstarfsverkefni þeirra var lagið Vinn við það. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 í síðustu viku og hefur nú stokkið beint í fimmta sæti listans. Tónlist 18. febrúar 2023 17:00
Tíu bestu lögin sem fengu ekki að keppa í Eurovision Íslendingar hafa í gegnum árin verið ansi lélegir í að velja hvaða lag á að keppa fyrir okkar hönd í Eurovision. Atriði sem Evrópa hefur ekki viljað líta við fara út fyrir hönd Íslands á meðan stórkostleg atriði sitja eftir í súpunni. Lífið 18. febrúar 2023 07:01
Feðginin Sigga Ózk og Keli úr Í svörtum fötum tóku lagið saman Söngkonan Sigga Ózk er á hraðri uppleið í tónlistarheiminum en hún keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins þann 25. febrúar. Sigga á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því faðir hennar er landsþekktur tónlistarmaður. Lífið 17. febrúar 2023 14:14
Eydís Evensen tilkynnir Evróputúr Það er mikið um að vera hjá tónskáldinu og píanóleikaranum Eydísi Evensen, sem hefur vakið athygli í hinum stóra heimi, en hún var að senda frá sér tónverkið Tephra Horizon og tónlistarmyndband við. Er um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu en Eydís er einnig á leið í stórt tónleikaferðalag. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 17. febrúar 2023 11:30
Auður leggur land undir fót og er kominn með íbúð í L.A. Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er fluttur til Los Angeles í Bandaríkjunum ef marka má mynd sem hann deildi á Instagram síðu sinni í gær. Lífið 17. febrúar 2023 10:32
Býr til sjónvarpsþáttaröð um nýtt SS pylsu-lag „Þetta er spennandi verkefni. Ég heyrði reyndar í einum áhyggjufullum hlustanda sem hringdi inn á Bylgjuna og þykir greinilega vænt um gamla lagið. Fólk er viðkvæmt fyrir breytingum, sérstaklega ef það gamla er gott fyrir og SS pylsulagið er bæði gott og grípandi og vel stimplað inn í þjóðarsálina. En fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, við erum ekkert að fara að henda gamla laginu, bara poppa það upp,“ segir Kristján Kristjánsson, leikstjóri og framleiðandi splunkunýrrar þáttaraðar sem ber heitið Skúrinn. Lífið samstarf 17. febrúar 2023 09:48
Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. Tónlist 17. febrúar 2023 06:00
„Það er enginn að fara að stoppa mig“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, Siggu Ózkar, við lagið Gleyma þér og dansa. Er um að ræða framlag hennar til Söngvakeppninnar í ár, hér í órafmögnuðum búning. Blaðamaður tók púlsinn á Siggu Ósk. Tónlist 15. febrúar 2023 11:31
Segir dýpsta sannleikann koma fram í flæði „Ég var alltaf að fela mig fyrir aftan einhvern annan í tónlistinni,“ segir Ísleifur Eldur Illugason tónlistarmaður, sem notast við listamannsnafnið Izleifur. Hann var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Á Heilanum, en hefur í gegnum tíðina unnið með ýmsum tónlistarmönnum. Tónlist 14. febrúar 2023 21:30
Jóhanna Guðrún heiðrar Celine Dion Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Sena tilkynntu í dag að söngkonan heldur Celine Dion heiðurstónleika þann 19. maí næstkomandi. Tónlist 14. febrúar 2023 12:33
Rihanna fékk ekki greitt fyrir hálfleiksatriðið á Ofurskálinni Þrátt fyrir að stórbrotið hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni hafi verið það næstmest áhorfða frá upphafi, fékk Rihanna ekki krónu fyrir það, ekki frekar en flytjendur fyrri ára. Lífið 14. febrúar 2023 11:15
„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“ „Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra. Tónlist 13. febrúar 2023 18:00
Óvænt endurkoma Kalla Bjarna á úrslitakvöldi Idol Eins og vart hefur farið framhjá neinum var Saga Matthildur krýnd ný Idolstjarna Íslands á föstudaginn. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar forveri hennar, Kalli Bjarni, var kynntur inn á svið sem óvænt skemmtiatriði. Lífið 13. febrúar 2023 15:30
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. Tónlist 13. febrúar 2023 10:59
Hljómsveitin Pálmar sendir frá sér nýtt lag Norðansveitin Pálmar hefur sent frá sér nýtt lag og myndband, Hver annar maður. Lífið samstarf 13. febrúar 2023 09:51
Liðsmaður De La Soul látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn David Jolicoeur, einnig þekktur sem Trugoy the Dove, er látinn, 54 ára að aldri. Hann var liðsmaður hiphop-sveitarinnar De La Soul. Lífið 13. febrúar 2023 07:54
Rihanna og A$AP eiga von á öðru barni Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. Lífið 13. febrúar 2023 07:44
Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall. Tónlist 12. febrúar 2023 18:51
Þakkaði óvænt fyrrverandi félögum og allt varð vitlaust Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn Harry Styles hafi verið sigurvegari Bresku tónlistarverðlaunanna sem haldin voru í gærkvöldi. Lífið 12. febrúar 2023 11:09
Sjáðu styrktartónleika björgunarsveitarinnar Stráka Haldnir verða styrktartónleikar fyrir björgunarsveitina Stráka á Siglufirði í tilefni 1-1-2 dagsins í Siglufjarðarkirkju í kvöld klukkan 20. Sýnt verður frá tónleikunum hér að neðan á Stöð 2 Vísi. Innlent 11. febrúar 2023 19:26
Páll Pampichler Pálsson er látinn Páll Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóri og tónskáld er látinn. Hann lést í heimaborg sinni í Graz í Austurríki þann 10. febrúar. Innlent 11. febrúar 2023 19:04
Sam Smith ögrar norminu og er ekki hér til að eignast vini Sam Smith er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt I’m Not Here To Make Friends. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og situr nú í fjórtánda sæti listans. Tónlist 11. febrúar 2023 17:00