Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 06:00 Björk Guðmundsdóttir ræddi við blaðamann um væntanlega tónleikaþrennu í Laugardalshöll, innblástur, listina og lífið. Santiago Felipe „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. Stöðnun ekki í boði Aðspurð hvaðan innblásturinn komi til hennar segir Björk það mjög mismunandi. „Lífs stigin eru svo ólík, maður er svo ólíkur hverju sinni. Eitthvað sem virkaði fyrir þremur árum virkar ekkert lengur fyrir mann. Við erum alltaf að vaxa og breytast og stöðnun er ekki í boði. Venjulega fylgir stöðnuninni svo mikil vanlíðan. Ég get náttúrulega svarað þessari spurningu á margan hátt, það fer eiginlega eftir því hvaða dagur er hvernig ég myndi svara henni.“ Björk var 27 ára gömul þegar hún byrjaði sinn sóló feril erlendis. KMazur/WireImage Tónlistaráhugi Bjarkar vaknaði á ungum aldri og hún var í hljómsveitum þangað til hún var 27 ára. „Þá kom fyrsta platan mín út og það er svolítið seint í raun og veru, fyrir sóló listamenn. Þeir eru oft að gefa út sína fyrstu plötu í kringum tuttugu ára eða jafnvel fyrr. Ég var náttúrulega fyrst í tónlistarskóla í tíu ár sem er mjög langur tími, frá fimm til fimmtán ára. Svo var ég í hljómsveitum frá því ég var tólf eða þrettán. Þá var ég oft með miklu eldri krökkum og var svona í baksætinu. Þetta var náttúrulega bara eins og fjórir háskólar fyrir mig og ég er búin að læra svo mikið af öllu samstarfsfólkinu mínu.“ Björk í New York árið 1993 við tökur á Big Time Sensuality myndbandi sínu.Al Pereira/Getty Images Hún segir ýmislegt lærast á svo löngum tíma. „Hvernig get ég útskýrt þetta án þess að verða sjálfshjálpar nýaldar væmin? Maður lærir að ef það er einhver arfi hérna í horninu þá þarf að sinna honum og ef það er eitthvað í hinu horninu þá þarf að sinna því. Það skiptir máli að þetta sé allt heildrænt. Segjum til dæmis ef einhverjar lagasmíðar koma úr ákveðnu horni fyrir þessa plötu þá getur þú verið viss um að það verði eitthvað annað horn fyrir næstu. Lífið er náttúrulega algjörlega þannig að það er ekki vandræðalaust. Síðan er þetta spurning um að vaxa með því.“ Hér má sjá tónlistarmyndband við lagið Hyperballad af plötunni Post sem Björk gaf út árið 1995. Langaði aldrei að verða söngkona Björk finnst hún mjög heppin að hafa ekki gefið út sóló plötu fyrr en hún varð 27 ára. „Mig langaði aldrei að verða söngkona og ég var mjög innhverf sem krakki. Ég ætlaði fyrst að verða trommari. Þannig ég var aldrei í einhverjum frægðar draumum, ef eitthvað er þá er ég frekar að flýja sviðsljósið. Þegar ég var ellefu ára kom út plata með mér og það var mjög hrikaleg upplifun fyrir mig að vissu leyti. Þannig ég fór aftur aftast, úr sviðsljósinu.“ Í gegnum lífið hefur Björk þróað griðastað innra með sér. „Minn staður sem ég fer á er þar sem ég byrjaði að búa til tónlist, þegar ég var úti að labba. Það var ekki fyrir aðra. Ég labbaði alltaf úr Fossvoginum í skólann frá því ég var átta til tólf ára. Það er helst það tímabil sem ég man eftir af því þetta var 40 mínútna labb í skólann og svo til baka í öllum veðrum. Þá byrja ég að syngja fyrir sjálfa mig bara til að róa mig niður og það var aldrei eitthvað sem ég ætlaði að deila með öðrum. Þannig þetta kemur frá stað sem er bara hluti af mér, eins og að borða, sofa eða fara í sund. Mitt samtal við tónlist er hluti af því að fúnkera.“ Tónlistin er órjúfanlegur hluti af Björk.Santiago Felipe Tuttugu ára undirbúningur Björk segist fyrst hafa fengið tíu ár til að búa til þetta rými fyrir sig. „Ef mér líður illa þá get ég farið inn í þetta rými hjá mér og þá líður mér betur. Þetta er bara hluti af mér.“ Hún byrjaði svo sextán eða sautján ára að syngja í bakröddum og þá ekki sínar eigin laglínur. „Ég fékk tíu ár af því að vera í hljómsveitum og þá var ég ekki að syngja um mig heldur var ég bara í hópnum. Ég byrja ekki að sækja í að vera ein að syngja fyrr en ég er 27 ára. Þá er þetta rými búið að vera að formast í tuttugu ár. Þannig að þegar ég er 27 ára, fer út og fæ rosa mikla alheimsathygli, þá er ég í rauninni í tuttugu ár búin að vera að búa til þetta rými og ég var heppin að ég var ekki í sviðsljósinu allan þennan tíma. Ég fékk að gera þetta úti í horni. Svo þegar ég var í Sykurmolunum var ég bara með lítið barn. Ég var mest á einhverjum leikvöllum og að spila Lego.“ Björk segist mjög þakklát fyrir að hafa verið í Smekkleysu og Sykurmolunum. „Þeir voru allir aðeins eldri en ég þannig ég var mjög vernduð.“ Þrívíð tónlistar upplifun Björk stendur fyrir þrennum tónleikum í Laugardalshöllinni sem verða 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Upphaf hugmyndarinnar rekur Björk til smáforritaplötunnar sinnar Biophilia frá árinu 2011. Með henni varð hún spennt að þróa tónlistarnám í þrívídd og kortleggja tónfræði. „Þessar þrívíddar pælingar byrjuðu þá og við vorum að gera þetta fyrir skóla. Við fórum til tíu landa og þetta var allt gert í skiptum við skólana, við gáfum öllum skólum frían aðgang ef þeir myndu flytja krakkana til okkar. Þá var best að hver krakki væri með spjaldtölvu og heyrnatól.“ Björk var sjálf í tónlistarskóla og segist hafa átt erfitt með að semja lög í hóptíma. „Ég var svolítið innhverf sem krakki. Þannig mér fannst æðislegt að allir gætu lært saman tónfræðina og svo bara sett á sig heyrnartól, farið inn og samið lag eftir að hafa verið insperuð af tímanum. Þannig þetta var í raun hannað fyrir innhverft fólk eða svona one-on-one. Þú ert með spjaldtölvu, heyrnatól og hvert forrit er hannað fyrir það.“ Cornucopia er stórfengleg upplifun fyrir skynfærin.Santiago Felipe Sýndarveruleiki og brotið hjarta Þegar Björk gaf út Vulnicuru gerði hún sýndarveruleika í kringum hana þar sem fólk var með sýndarveruleikagleraugu. „Umfjöllunarefnið var mjög tilfinningaríkt, þetta var hjartabrots plata,“ segir Björk og bætir við að fólk hafi upplifað miklar tilfinningar þegar það setti á sig gleraugun, því þetta var mikil eingangrun. „Tilfinningalega hugsaði ég að þetta passaði vel. Því fylgir mikil einangrun að vera með brotið hjarta, svo að þetta var frábært fyrir þannig óperu.“ Björk Digital í London 2016.Santiago Felipe/Getty Images Út frá þessu fóru Björk og hennar teymi að vinna með sjö mismunandi teymum. „Þá var sýndarveruleikinn á því stigi á að það voru sjö mismunandi forrit og sjö mismunandi fyrirtæki, sem voru öll að keppast innbyrðis. Þá var byrjað að huga að því hver yrði með fyrstu sýndarveruleikagleraugun. Við fórum með þessa sýningu, Björk Digital, til tuttugu borga og þá byrjuðum við með sjö tegundir af gleraugum, þar sem hver gleraugu voru með eitt lag.“ Hægt og rólega fór þetta að samræmast og endaði svo að þau forrituðu þetta þannig að öll lögin gátu verið í sömu gleraugunum. „Við bjuggum til albúm og það var rosa verk. Síðan hljóðblönduðum við það hér heima með Mandy Parnell. Ég hef alltaf reynt að flytja þessa sérfræðinga hingað heim, svo þeir geti líka kynnst Íslendingum og þeir lært af þeim.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má finna tónlistarmyndband Bjarkar við lagið atopos, af plötunni fossora. Tónlistar tölvuleikur Næsta skref var að finna upp forrit sem gat hljóðblandað í 360 gráðum og segir Björk að öll sjö mismunandi fyrirtækin, Amazon, Google, Apple og fleiri, hafi ekki viljað nota sama hljóðblöndunar forritið. „Kannski af því ég er ekki í þessu til að græða pening þá gat ég sagt kommon, talið þið saman. Svo að lokum samþykktu þau þetta. Við skrifuðum með teymi forrit sem var í 360 gráðum, eitt fyrsta hljóðblöndunar forrit sinnar tegundar. Síðan gáfum við þetta út og þá gátum við sett það í ein gleraugu. Við gátum svo selt þetta sem einn tölvuleik, þar sem fólk gat farið heim og horft á öll sjö lögin. Þá varð þetta samt aftur svona one on one upplifun.“ Tilraunastarfsemin færð út í raunheima Björk segir að þá hafi þau viljað færa verkefnið út í raunheima. „Við vildum taka þetta úr þessari one-on-one reynslu og úr þessum nördisma sem passaði frekar við skólakennslu, hjartabrots plötu eða innhverfa feimna nemendur að læra tónfræði. Svo langaði mig líka að taka hinn tilfinningaskalann inn sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla. Extrovert orka og útópía.“ Hamrahlíðarkórinn verður með Björk í Laugardalshöll í sumar.Santiago Felipe Því tók Björk það besta úr öllu sem hún hafði lært og frá teymunum sem hún hafði hitt. Öll tilraunastarfsemin var sett í raunheima. „Ég setti allt í eitt og svo kom utopia platan inn. Nafnið útskýrir þema þeirrar plötu, meira svona uppskrift af paradís heldur en akkúrat paradís. Þannig sú plata var um að allir í framtíðinni muni búa á eyju uppi í skýjunum, þar sem alltaf eru blóm og allir eru vinir. Það var mjög meðvitað að þetta væri pípu draumur, þess vegna kallaði ég það útópíu.“ Greta Thunberg tók upp manifesto fyrir cornucopiu sem er varpað upp á svokallaðar spaggettí gardínur á tónleikunum, eins og sjá má á myndinni.Santiago Felipe Björk var einnig með manifesto. „Ég er með manifesto í sýningunni og við fengum líka Gretu Thunberg til að taka upp manifesto snemma ársins 2019. Núna ætluðum við að athuga hvort við ættum að breyta því eitthvað, en nei, það á algjörlega enn við.“ Listræn veisla fyrir skynfærin Tónleikarnir í júní verða mikil listræn veisla fyrir augun, eyrun og önnur skynfæri þar sem áhorfendur verða umkringdir tugum talrænna skjáa með hljóðfæraleikara, kór, flautur, klarinett, slagverk og ótal mörgum sérsmíðuðum hljóðfærum. „Fyrirgefðu að ég sé að monta mig en við fengum svo stjarnfræðilega góða dóma fyrir sýninguna í New York,“ segir ein af okkar stærstu listakonum og bætir við: „Ég fattaði ekki alveg afhverju fyrst en við vorum búin að vinna í þrjú ár við þetta. Það er hægt að segja að þetta sé svona best off af því sem ég hef verið að gera síðustu fimmtán ár, tekið út úr sýndarveruleikanum og sett á leiksvið.“ Í spilaranum hér að neðan má finna tónlistarmyndband við lagið Sorrowful Soil af plötunni fossora. Íslensk samvinna Björk hefur unnið með ýmsu tónlistarfólki á undanförnum árum en á plötunni fossora má meðal annars finna samstarf við íslensku tilrauna teknósveitina sideproject við beat-ið á laginu ovule. „Ég hlusta náttúrulega mikið á þá sjálf og mér finnst tónlistin þeirra skemmtileg. Þegar maður er búinn að gera eitthvað svona lengi þá lærir maður ýmislegt.“ Björk segir að mikilvægt sé að vinna með tónlistarfólki sem maður hlustar á og fílar, annars gangi samstarfið að öllum líkindum ekki vel. „Hér vinnur tíminn með manni, það er góð lexía að vinna við það sem maður hefur áhuga á sjálfur. Að gera það sem þér finnst skemmtilegt og sem þú dáist að sjálf. Mér finnst sideproject náttúrulega bara æðislegir, frábær hópur og ég ber mikla virðingu fyrir Post-dreifingu sem þeir eru hluti af. Mér finnst líka ákveðin samsvörun með Smekkleysu í gamla daga og Post-dreifingu. Það er enginn að gera þetta fyrir peninginn og það er meira svona spirit-ið og idealisminn sem skiptir máli frekar en afmörkuð tónlistartegund. Þetta er sjálfbærni þar sem allir eru að hjálpa hver öðrum.“ Teknó nördar Leiðir Bjarkar og meðlima sideproject lá saman í Covid. „Það var mjög fyndið hvernig þessar búbblur voru í gangi. Þeir eru vinir dóttur minnar þannig við vorum óvart í sömu vina búbblunni. Svo vorum við bara í garðinum heima með ghetto blaster. Þannig þetta þróaðist bara mjög eðlilega og það var aldrei eitthvað plan, þetta varð til í Covid þegar við vorum búin að headbanga við sömu lögin lengi. Svo vinna sumir af þeim líka í Smekkleysu og við erum alltaf að plötusnúðast þar á fullu tungli. Við gerum það öll ókeypis til að vekja athygli á íslenskri tónlist. Plötubúðir eru ekki endilega fjárvænlegasti staður í heimi akkúrat núna þannig við vorum öll bara í sama liði.“ Einnig eiga þau það sameiginlegt að vera teknó nördar, að sögn Bjarkar. „Ég elska alla tónlist, klassíska tónlist, contemporary classical, ég hlusta líka rosa mikið á R&B og elska það, þjóðlagatónlist og World Music. En svo er ég alltaf gamalt teknó nörd, það er svona næntís ég sem var að headbanga. Í kringum 1989 fór ég á fyrsta rave-ið í Manchester. Þeir eru náttúrulega Gen Z, okkar kynslóð af teknó nördum og það kannski sameinar okkur. Þótt það sé kynslóðabil þá er teknóið ekki að fara neitt. Hvernig var þetta aftur, þú getur rifið stelpuna úr teknóinu en ekki teknóið úr stelpunni,“ segir Björk hlæjandi og bætir við: „Ég verð alveg níræð hlustandi á teknóið.“ Ólíkar íslenskar hliðar Björk segir Ísland alltaf hafa verið mótandi aðili í hennar listsköpun. „Þegar ég bjó í London var það alltaf meira annað heimilið, svo þegar ég var með annað heimilið í New York var ég alltaf meira hér á Íslandi. Ég var alltaf íslenskur ríkisborgari, greiði skatta hér og það hefur alltaf verið mjög skýrt hjá mér. Ég get sagt að allar plöturnar mínar séu íslenskar, bara ólíkar hliðar á mér.“ Björk hélt þrenna Orkestral tónleika í Hörpu.Santiago Felipe Þó má segja að tengingin við Ísland hafi verið enn sterkari undanfarið. „Það sem var óvenjulegt við plötuna fossora var að ég seldi húsið mitt í Brooklyn, þannig þetta er í fyrsta skipti sem ég er ekki með heimili erlendis. Það var ákveðið ferli og það var náttúrulega bara tilviljun að það var akkúrat að gerast í Covid, þegar við gátum ekki ferðast. Þannig það magnaðist svolítið upp. Það voru til dæmis nokkrir samstarfsaðilar sem ég var að tala við og ég kannski hefði unnið með ef það hefði ekki komið Covid. Þeir ætluðu mögulega að koma hingað eða ég að fara til þeirra. Þannig ég vann með fleiri Íslendingum, kannski út af því. Ég bara veit það ekki alveg, því oft í fyrri hluta platnanna, um fyrstu tvö árin, vinn ég ofsalega mikið ein, er ein að semja textana, gera útsetningarnar og að syngja. Svo er það oft bara á lokaárinu sem ég býð gestum. Ef ég hefði verið einhvers staðar úti hefði ég kannski boðið fleiri erlendum gestum en ég náttúrulega veit það ekki alveg. Helmingurinn af plötunni var svolítið mikil klarínett plata og svo fór ég að gera Hörpu tónleikana. Þá fór ég að hitta alla sem ég hef spilað með á Íslandi í Sinfó.“ Meðlimir Viibra flutes verða með Björk í Laugardalshöll í sumar á cornucopiu.Santiago Felipe Þakklæti til Íslands Hún segir að platan fossora hafi því breyst. „Helmingur plötunnar snýst svolítið um að fagna þessu fólki. Smá flautur, smá básúna, smá kór og smá strengir. Upprunalega átti það ekki að vera en það tók pláss í mér af því ég var á öllum þessum æfingum og var að hitta þetta fólk.“ Tónleikunum í Hörpu var frestað sjö sinnum sem breytti hlutunum. Fyrst átti þetta að vera eitthvað sem kom og fór en eftir tvö ár tókst loks að halda þá og rann hluti af miðasölunni til Kvennaathvarfsins. „Þetta varð líka að miklu þakklæti til Íslands og til þess að skjóta rótum hér. Það skiptir miklu máli.“ Hún segist einnig finna mikinn mun á því að vinna með fólki hér heima og erlendis. „Flautu- og klarínett leikararnir komu til dæmis upp í bústað til mín á föstudögum því þá var frí í Sinfó. Ég gat alltaf hlustað á þau spila, kannski fært til um áttund og stýrt taktinum með priki. Þannig að við gerðum þetta öll saman. Það er svolítið þannig á Íslandi, það er enginn leiðtogi.“ Björk stýrir þó til dæmis upptökum en segir að stundum hafi hún getað verið með hljóðfæraleikurum þangað til þau gátu horft í augun á hvert öðru og gert þetta sjálf. „Það er eitthvað sem ég gæti til dæmis aldrei gert úti.“ Björk vinnur mikið með íslensku tónlistarfólki.Santiago Felipe Karlmaðurinn fékk kreditið Björk ætlaði eitt sinn að taka upp auka lag á plötuna Volta í New York með úrvals hópi brass leikara. Hún var búin að taka allt annað upp fyrir plötuna heima á Íslandi. „Við vorum upp í stúdíói og ég lét hljóðfæraleikarana fá allar nóturnar. Þá horfðu tíu bestu hornleikarar New York borgar á mig og spurðu hver ætlaði að vera með takt, það væri enginn stjórnandi. Þegar ég spurði hvort þau þyrftu það horfðu þau á mig eins og ég væri fáviti. Þá áttaði ég mig á því að ég gæti ekki gert þetta eins og á Íslandi.“ Björk segir að sem betur fer hafi hún heyrt í vini sínum Nico Muhly sem gat stjórnað þessum upptökum. „Svo fékk hann bara kredit fyrir öllum brass útsendingunum á plötunni, af því hann kom einu sinni og stjórnaði. Sem kom ekki frá honum, heldur frá latri blaðamennsku úti, sem við leiðréttum síðan. Bara af því það var karlmaður í herberginu, þá var gert ráð fyrir að hann gerði hlutinn. Sagan er orðin allt önnur núna, þetta var árið 2007.“ Mikilvæg breyting Blaðamaður spyr þá Björk hvort hún hafi sjálf upplifað jákvæða breytingu sem kvenkyns tónlistarkona í bransanum á síðustu árum. „Já, alveg rosalega breytingu. Ég get ekki einu sinni byrjað á að lýsa því. Fyrir það fyrsta eru fleiri kvenkyns blaðamenn. Á áttunda og níunda áratugnum var til dæmis eiginlega engin kona tónlistarblaðamaður. Þú opnaðir tónlistarblað, 90% af þeim voru um rokk og svo var bara fjallað um karlkyns listamenn.“ Björk segir tímana blessunarlega hafa breyst til hins betra. Hér er hún á cornucopiu tónleikum í San Fransisco.Santiago Felipe Á þessum tíma voru konur síður teknar alvarlega og tekur Björk söngkonuna Kate Bush sem dæmi, en lagið hennar Running Up That Hill frá árinu 1985 fór á toppinn á Spotify í fyrra eftir að hafa verið í Netflix seríunni Stranger Things. „Mér finnst svo fallegt að hún sé nú að fá uppreist æru. Hún var máluð upp sem geðveik og hysterical. Crazy kona uppi í sveit sem var að syngja um tilfinningar. Það var allt í lagi að vera í rokk hljómsveit og gera lag um brjóst, heróín og bjór. En að tala um tilfinningar, barneignir og annað slíkt, það var svona þriðja flokks umfjöllunarefni. Svo er þessi bylting náttúrulega alls staðar. Ákveðnar bækur sem voru til dæmis kallaðar kerlingabækur, þetta orð var mjög neikvætt hlaðið, en nú hefur byltingin verið út um allt.“ Lærði mikilvægi þess að monta sig Björk byrjaði líka að tala meira um sína vinnu. „Ég held að ég hafi verið svolítið meðvirk, ég er af þannig kynslóð. Ég tók alveg mikið pláss sem söngkona en svo ef ég útsetti til dæmis strengina í einhverju, þá var ég ekkert að tala um það. Þannig fólk vissi það kannski ekki. Umboðsmaðurinn minn og nánir fjölskyldumeðlimir héldu að einhver annar hefði gert þetta og hluti af því var út af því að ég var kannski ekkert að tala um þetta.“ Björk hefur á undanförnum árum æft sig í að monta sig, þrátt fyrir að finnast það krefjandi.Santiago Felipe Björk segist hafa upplifað hugarfarsbreytingu. „Ég er búin að vera að vanda mig síðustu tíu ár að monta mig af hlutum. Það er mér ekki alveg eðlislægt en ég hugsa bara að ég sé að gera þetta fyrir dóttur mína og fyrir stelpur.“ Í kjölfarið hafa hlutirnir breyst. „Fólk veit núna að ég hef gert meirihlutann af mínum útsetningum og ég reyni að minna á það,“ segir Björk að lokum. Björk Tónlist Tónleikar á Íslandi Tækni Menning Myndlist Tengdar fréttir Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31 Björk treður upp á Coachella 2023 Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. 10. janúar 2023 21:06 Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Stöðnun ekki í boði Aðspurð hvaðan innblásturinn komi til hennar segir Björk það mjög mismunandi. „Lífs stigin eru svo ólík, maður er svo ólíkur hverju sinni. Eitthvað sem virkaði fyrir þremur árum virkar ekkert lengur fyrir mann. Við erum alltaf að vaxa og breytast og stöðnun er ekki í boði. Venjulega fylgir stöðnuninni svo mikil vanlíðan. Ég get náttúrulega svarað þessari spurningu á margan hátt, það fer eiginlega eftir því hvaða dagur er hvernig ég myndi svara henni.“ Björk var 27 ára gömul þegar hún byrjaði sinn sóló feril erlendis. KMazur/WireImage Tónlistaráhugi Bjarkar vaknaði á ungum aldri og hún var í hljómsveitum þangað til hún var 27 ára. „Þá kom fyrsta platan mín út og það er svolítið seint í raun og veru, fyrir sóló listamenn. Þeir eru oft að gefa út sína fyrstu plötu í kringum tuttugu ára eða jafnvel fyrr. Ég var náttúrulega fyrst í tónlistarskóla í tíu ár sem er mjög langur tími, frá fimm til fimmtán ára. Svo var ég í hljómsveitum frá því ég var tólf eða þrettán. Þá var ég oft með miklu eldri krökkum og var svona í baksætinu. Þetta var náttúrulega bara eins og fjórir háskólar fyrir mig og ég er búin að læra svo mikið af öllu samstarfsfólkinu mínu.“ Björk í New York árið 1993 við tökur á Big Time Sensuality myndbandi sínu.Al Pereira/Getty Images Hún segir ýmislegt lærast á svo löngum tíma. „Hvernig get ég útskýrt þetta án þess að verða sjálfshjálpar nýaldar væmin? Maður lærir að ef það er einhver arfi hérna í horninu þá þarf að sinna honum og ef það er eitthvað í hinu horninu þá þarf að sinna því. Það skiptir máli að þetta sé allt heildrænt. Segjum til dæmis ef einhverjar lagasmíðar koma úr ákveðnu horni fyrir þessa plötu þá getur þú verið viss um að það verði eitthvað annað horn fyrir næstu. Lífið er náttúrulega algjörlega þannig að það er ekki vandræðalaust. Síðan er þetta spurning um að vaxa með því.“ Hér má sjá tónlistarmyndband við lagið Hyperballad af plötunni Post sem Björk gaf út árið 1995. Langaði aldrei að verða söngkona Björk finnst hún mjög heppin að hafa ekki gefið út sóló plötu fyrr en hún varð 27 ára. „Mig langaði aldrei að verða söngkona og ég var mjög innhverf sem krakki. Ég ætlaði fyrst að verða trommari. Þannig ég var aldrei í einhverjum frægðar draumum, ef eitthvað er þá er ég frekar að flýja sviðsljósið. Þegar ég var ellefu ára kom út plata með mér og það var mjög hrikaleg upplifun fyrir mig að vissu leyti. Þannig ég fór aftur aftast, úr sviðsljósinu.“ Í gegnum lífið hefur Björk þróað griðastað innra með sér. „Minn staður sem ég fer á er þar sem ég byrjaði að búa til tónlist, þegar ég var úti að labba. Það var ekki fyrir aðra. Ég labbaði alltaf úr Fossvoginum í skólann frá því ég var átta til tólf ára. Það er helst það tímabil sem ég man eftir af því þetta var 40 mínútna labb í skólann og svo til baka í öllum veðrum. Þá byrja ég að syngja fyrir sjálfa mig bara til að róa mig niður og það var aldrei eitthvað sem ég ætlaði að deila með öðrum. Þannig þetta kemur frá stað sem er bara hluti af mér, eins og að borða, sofa eða fara í sund. Mitt samtal við tónlist er hluti af því að fúnkera.“ Tónlistin er órjúfanlegur hluti af Björk.Santiago Felipe Tuttugu ára undirbúningur Björk segist fyrst hafa fengið tíu ár til að búa til þetta rými fyrir sig. „Ef mér líður illa þá get ég farið inn í þetta rými hjá mér og þá líður mér betur. Þetta er bara hluti af mér.“ Hún byrjaði svo sextán eða sautján ára að syngja í bakröddum og þá ekki sínar eigin laglínur. „Ég fékk tíu ár af því að vera í hljómsveitum og þá var ég ekki að syngja um mig heldur var ég bara í hópnum. Ég byrja ekki að sækja í að vera ein að syngja fyrr en ég er 27 ára. Þá er þetta rými búið að vera að formast í tuttugu ár. Þannig að þegar ég er 27 ára, fer út og fæ rosa mikla alheimsathygli, þá er ég í rauninni í tuttugu ár búin að vera að búa til þetta rými og ég var heppin að ég var ekki í sviðsljósinu allan þennan tíma. Ég fékk að gera þetta úti í horni. Svo þegar ég var í Sykurmolunum var ég bara með lítið barn. Ég var mest á einhverjum leikvöllum og að spila Lego.“ Björk segist mjög þakklát fyrir að hafa verið í Smekkleysu og Sykurmolunum. „Þeir voru allir aðeins eldri en ég þannig ég var mjög vernduð.“ Þrívíð tónlistar upplifun Björk stendur fyrir þrennum tónleikum í Laugardalshöllinni sem verða 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Upphaf hugmyndarinnar rekur Björk til smáforritaplötunnar sinnar Biophilia frá árinu 2011. Með henni varð hún spennt að þróa tónlistarnám í þrívídd og kortleggja tónfræði. „Þessar þrívíddar pælingar byrjuðu þá og við vorum að gera þetta fyrir skóla. Við fórum til tíu landa og þetta var allt gert í skiptum við skólana, við gáfum öllum skólum frían aðgang ef þeir myndu flytja krakkana til okkar. Þá var best að hver krakki væri með spjaldtölvu og heyrnatól.“ Björk var sjálf í tónlistarskóla og segist hafa átt erfitt með að semja lög í hóptíma. „Ég var svolítið innhverf sem krakki. Þannig mér fannst æðislegt að allir gætu lært saman tónfræðina og svo bara sett á sig heyrnartól, farið inn og samið lag eftir að hafa verið insperuð af tímanum. Þannig þetta var í raun hannað fyrir innhverft fólk eða svona one-on-one. Þú ert með spjaldtölvu, heyrnatól og hvert forrit er hannað fyrir það.“ Cornucopia er stórfengleg upplifun fyrir skynfærin.Santiago Felipe Sýndarveruleiki og brotið hjarta Þegar Björk gaf út Vulnicuru gerði hún sýndarveruleika í kringum hana þar sem fólk var með sýndarveruleikagleraugu. „Umfjöllunarefnið var mjög tilfinningaríkt, þetta var hjartabrots plata,“ segir Björk og bætir við að fólk hafi upplifað miklar tilfinningar þegar það setti á sig gleraugun, því þetta var mikil eingangrun. „Tilfinningalega hugsaði ég að þetta passaði vel. Því fylgir mikil einangrun að vera með brotið hjarta, svo að þetta var frábært fyrir þannig óperu.“ Björk Digital í London 2016.Santiago Felipe/Getty Images Út frá þessu fóru Björk og hennar teymi að vinna með sjö mismunandi teymum. „Þá var sýndarveruleikinn á því stigi á að það voru sjö mismunandi forrit og sjö mismunandi fyrirtæki, sem voru öll að keppast innbyrðis. Þá var byrjað að huga að því hver yrði með fyrstu sýndarveruleikagleraugun. Við fórum með þessa sýningu, Björk Digital, til tuttugu borga og þá byrjuðum við með sjö tegundir af gleraugum, þar sem hver gleraugu voru með eitt lag.“ Hægt og rólega fór þetta að samræmast og endaði svo að þau forrituðu þetta þannig að öll lögin gátu verið í sömu gleraugunum. „Við bjuggum til albúm og það var rosa verk. Síðan hljóðblönduðum við það hér heima með Mandy Parnell. Ég hef alltaf reynt að flytja þessa sérfræðinga hingað heim, svo þeir geti líka kynnst Íslendingum og þeir lært af þeim.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má finna tónlistarmyndband Bjarkar við lagið atopos, af plötunni fossora. Tónlistar tölvuleikur Næsta skref var að finna upp forrit sem gat hljóðblandað í 360 gráðum og segir Björk að öll sjö mismunandi fyrirtækin, Amazon, Google, Apple og fleiri, hafi ekki viljað nota sama hljóðblöndunar forritið. „Kannski af því ég er ekki í þessu til að græða pening þá gat ég sagt kommon, talið þið saman. Svo að lokum samþykktu þau þetta. Við skrifuðum með teymi forrit sem var í 360 gráðum, eitt fyrsta hljóðblöndunar forrit sinnar tegundar. Síðan gáfum við þetta út og þá gátum við sett það í ein gleraugu. Við gátum svo selt þetta sem einn tölvuleik, þar sem fólk gat farið heim og horft á öll sjö lögin. Þá varð þetta samt aftur svona one on one upplifun.“ Tilraunastarfsemin færð út í raunheima Björk segir að þá hafi þau viljað færa verkefnið út í raunheima. „Við vildum taka þetta úr þessari one-on-one reynslu og úr þessum nördisma sem passaði frekar við skólakennslu, hjartabrots plötu eða innhverfa feimna nemendur að læra tónfræði. Svo langaði mig líka að taka hinn tilfinningaskalann inn sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla. Extrovert orka og útópía.“ Hamrahlíðarkórinn verður með Björk í Laugardalshöll í sumar.Santiago Felipe Því tók Björk það besta úr öllu sem hún hafði lært og frá teymunum sem hún hafði hitt. Öll tilraunastarfsemin var sett í raunheima. „Ég setti allt í eitt og svo kom utopia platan inn. Nafnið útskýrir þema þeirrar plötu, meira svona uppskrift af paradís heldur en akkúrat paradís. Þannig sú plata var um að allir í framtíðinni muni búa á eyju uppi í skýjunum, þar sem alltaf eru blóm og allir eru vinir. Það var mjög meðvitað að þetta væri pípu draumur, þess vegna kallaði ég það útópíu.“ Greta Thunberg tók upp manifesto fyrir cornucopiu sem er varpað upp á svokallaðar spaggettí gardínur á tónleikunum, eins og sjá má á myndinni.Santiago Felipe Björk var einnig með manifesto. „Ég er með manifesto í sýningunni og við fengum líka Gretu Thunberg til að taka upp manifesto snemma ársins 2019. Núna ætluðum við að athuga hvort við ættum að breyta því eitthvað, en nei, það á algjörlega enn við.“ Listræn veisla fyrir skynfærin Tónleikarnir í júní verða mikil listræn veisla fyrir augun, eyrun og önnur skynfæri þar sem áhorfendur verða umkringdir tugum talrænna skjáa með hljóðfæraleikara, kór, flautur, klarinett, slagverk og ótal mörgum sérsmíðuðum hljóðfærum. „Fyrirgefðu að ég sé að monta mig en við fengum svo stjarnfræðilega góða dóma fyrir sýninguna í New York,“ segir ein af okkar stærstu listakonum og bætir við: „Ég fattaði ekki alveg afhverju fyrst en við vorum búin að vinna í þrjú ár við þetta. Það er hægt að segja að þetta sé svona best off af því sem ég hef verið að gera síðustu fimmtán ár, tekið út úr sýndarveruleikanum og sett á leiksvið.“ Í spilaranum hér að neðan má finna tónlistarmyndband við lagið Sorrowful Soil af plötunni fossora. Íslensk samvinna Björk hefur unnið með ýmsu tónlistarfólki á undanförnum árum en á plötunni fossora má meðal annars finna samstarf við íslensku tilrauna teknósveitina sideproject við beat-ið á laginu ovule. „Ég hlusta náttúrulega mikið á þá sjálf og mér finnst tónlistin þeirra skemmtileg. Þegar maður er búinn að gera eitthvað svona lengi þá lærir maður ýmislegt.“ Björk segir að mikilvægt sé að vinna með tónlistarfólki sem maður hlustar á og fílar, annars gangi samstarfið að öllum líkindum ekki vel. „Hér vinnur tíminn með manni, það er góð lexía að vinna við það sem maður hefur áhuga á sjálfur. Að gera það sem þér finnst skemmtilegt og sem þú dáist að sjálf. Mér finnst sideproject náttúrulega bara æðislegir, frábær hópur og ég ber mikla virðingu fyrir Post-dreifingu sem þeir eru hluti af. Mér finnst líka ákveðin samsvörun með Smekkleysu í gamla daga og Post-dreifingu. Það er enginn að gera þetta fyrir peninginn og það er meira svona spirit-ið og idealisminn sem skiptir máli frekar en afmörkuð tónlistartegund. Þetta er sjálfbærni þar sem allir eru að hjálpa hver öðrum.“ Teknó nördar Leiðir Bjarkar og meðlima sideproject lá saman í Covid. „Það var mjög fyndið hvernig þessar búbblur voru í gangi. Þeir eru vinir dóttur minnar þannig við vorum óvart í sömu vina búbblunni. Svo vorum við bara í garðinum heima með ghetto blaster. Þannig þetta þróaðist bara mjög eðlilega og það var aldrei eitthvað plan, þetta varð til í Covid þegar við vorum búin að headbanga við sömu lögin lengi. Svo vinna sumir af þeim líka í Smekkleysu og við erum alltaf að plötusnúðast þar á fullu tungli. Við gerum það öll ókeypis til að vekja athygli á íslenskri tónlist. Plötubúðir eru ekki endilega fjárvænlegasti staður í heimi akkúrat núna þannig við vorum öll bara í sama liði.“ Einnig eiga þau það sameiginlegt að vera teknó nördar, að sögn Bjarkar. „Ég elska alla tónlist, klassíska tónlist, contemporary classical, ég hlusta líka rosa mikið á R&B og elska það, þjóðlagatónlist og World Music. En svo er ég alltaf gamalt teknó nörd, það er svona næntís ég sem var að headbanga. Í kringum 1989 fór ég á fyrsta rave-ið í Manchester. Þeir eru náttúrulega Gen Z, okkar kynslóð af teknó nördum og það kannski sameinar okkur. Þótt það sé kynslóðabil þá er teknóið ekki að fara neitt. Hvernig var þetta aftur, þú getur rifið stelpuna úr teknóinu en ekki teknóið úr stelpunni,“ segir Björk hlæjandi og bætir við: „Ég verð alveg níræð hlustandi á teknóið.“ Ólíkar íslenskar hliðar Björk segir Ísland alltaf hafa verið mótandi aðili í hennar listsköpun. „Þegar ég bjó í London var það alltaf meira annað heimilið, svo þegar ég var með annað heimilið í New York var ég alltaf meira hér á Íslandi. Ég var alltaf íslenskur ríkisborgari, greiði skatta hér og það hefur alltaf verið mjög skýrt hjá mér. Ég get sagt að allar plöturnar mínar séu íslenskar, bara ólíkar hliðar á mér.“ Björk hélt þrenna Orkestral tónleika í Hörpu.Santiago Felipe Þó má segja að tengingin við Ísland hafi verið enn sterkari undanfarið. „Það sem var óvenjulegt við plötuna fossora var að ég seldi húsið mitt í Brooklyn, þannig þetta er í fyrsta skipti sem ég er ekki með heimili erlendis. Það var ákveðið ferli og það var náttúrulega bara tilviljun að það var akkúrat að gerast í Covid, þegar við gátum ekki ferðast. Þannig það magnaðist svolítið upp. Það voru til dæmis nokkrir samstarfsaðilar sem ég var að tala við og ég kannski hefði unnið með ef það hefði ekki komið Covid. Þeir ætluðu mögulega að koma hingað eða ég að fara til þeirra. Þannig ég vann með fleiri Íslendingum, kannski út af því. Ég bara veit það ekki alveg, því oft í fyrri hluta platnanna, um fyrstu tvö árin, vinn ég ofsalega mikið ein, er ein að semja textana, gera útsetningarnar og að syngja. Svo er það oft bara á lokaárinu sem ég býð gestum. Ef ég hefði verið einhvers staðar úti hefði ég kannski boðið fleiri erlendum gestum en ég náttúrulega veit það ekki alveg. Helmingurinn af plötunni var svolítið mikil klarínett plata og svo fór ég að gera Hörpu tónleikana. Þá fór ég að hitta alla sem ég hef spilað með á Íslandi í Sinfó.“ Meðlimir Viibra flutes verða með Björk í Laugardalshöll í sumar á cornucopiu.Santiago Felipe Þakklæti til Íslands Hún segir að platan fossora hafi því breyst. „Helmingur plötunnar snýst svolítið um að fagna þessu fólki. Smá flautur, smá básúna, smá kór og smá strengir. Upprunalega átti það ekki að vera en það tók pláss í mér af því ég var á öllum þessum æfingum og var að hitta þetta fólk.“ Tónleikunum í Hörpu var frestað sjö sinnum sem breytti hlutunum. Fyrst átti þetta að vera eitthvað sem kom og fór en eftir tvö ár tókst loks að halda þá og rann hluti af miðasölunni til Kvennaathvarfsins. „Þetta varð líka að miklu þakklæti til Íslands og til þess að skjóta rótum hér. Það skiptir miklu máli.“ Hún segist einnig finna mikinn mun á því að vinna með fólki hér heima og erlendis. „Flautu- og klarínett leikararnir komu til dæmis upp í bústað til mín á föstudögum því þá var frí í Sinfó. Ég gat alltaf hlustað á þau spila, kannski fært til um áttund og stýrt taktinum með priki. Þannig að við gerðum þetta öll saman. Það er svolítið þannig á Íslandi, það er enginn leiðtogi.“ Björk stýrir þó til dæmis upptökum en segir að stundum hafi hún getað verið með hljóðfæraleikurum þangað til þau gátu horft í augun á hvert öðru og gert þetta sjálf. „Það er eitthvað sem ég gæti til dæmis aldrei gert úti.“ Björk vinnur mikið með íslensku tónlistarfólki.Santiago Felipe Karlmaðurinn fékk kreditið Björk ætlaði eitt sinn að taka upp auka lag á plötuna Volta í New York með úrvals hópi brass leikara. Hún var búin að taka allt annað upp fyrir plötuna heima á Íslandi. „Við vorum upp í stúdíói og ég lét hljóðfæraleikarana fá allar nóturnar. Þá horfðu tíu bestu hornleikarar New York borgar á mig og spurðu hver ætlaði að vera með takt, það væri enginn stjórnandi. Þegar ég spurði hvort þau þyrftu það horfðu þau á mig eins og ég væri fáviti. Þá áttaði ég mig á því að ég gæti ekki gert þetta eins og á Íslandi.“ Björk segir að sem betur fer hafi hún heyrt í vini sínum Nico Muhly sem gat stjórnað þessum upptökum. „Svo fékk hann bara kredit fyrir öllum brass útsendingunum á plötunni, af því hann kom einu sinni og stjórnaði. Sem kom ekki frá honum, heldur frá latri blaðamennsku úti, sem við leiðréttum síðan. Bara af því það var karlmaður í herberginu, þá var gert ráð fyrir að hann gerði hlutinn. Sagan er orðin allt önnur núna, þetta var árið 2007.“ Mikilvæg breyting Blaðamaður spyr þá Björk hvort hún hafi sjálf upplifað jákvæða breytingu sem kvenkyns tónlistarkona í bransanum á síðustu árum. „Já, alveg rosalega breytingu. Ég get ekki einu sinni byrjað á að lýsa því. Fyrir það fyrsta eru fleiri kvenkyns blaðamenn. Á áttunda og níunda áratugnum var til dæmis eiginlega engin kona tónlistarblaðamaður. Þú opnaðir tónlistarblað, 90% af þeim voru um rokk og svo var bara fjallað um karlkyns listamenn.“ Björk segir tímana blessunarlega hafa breyst til hins betra. Hér er hún á cornucopiu tónleikum í San Fransisco.Santiago Felipe Á þessum tíma voru konur síður teknar alvarlega og tekur Björk söngkonuna Kate Bush sem dæmi, en lagið hennar Running Up That Hill frá árinu 1985 fór á toppinn á Spotify í fyrra eftir að hafa verið í Netflix seríunni Stranger Things. „Mér finnst svo fallegt að hún sé nú að fá uppreist æru. Hún var máluð upp sem geðveik og hysterical. Crazy kona uppi í sveit sem var að syngja um tilfinningar. Það var allt í lagi að vera í rokk hljómsveit og gera lag um brjóst, heróín og bjór. En að tala um tilfinningar, barneignir og annað slíkt, það var svona þriðja flokks umfjöllunarefni. Svo er þessi bylting náttúrulega alls staðar. Ákveðnar bækur sem voru til dæmis kallaðar kerlingabækur, þetta orð var mjög neikvætt hlaðið, en nú hefur byltingin verið út um allt.“ Lærði mikilvægi þess að monta sig Björk byrjaði líka að tala meira um sína vinnu. „Ég held að ég hafi verið svolítið meðvirk, ég er af þannig kynslóð. Ég tók alveg mikið pláss sem söngkona en svo ef ég útsetti til dæmis strengina í einhverju, þá var ég ekkert að tala um það. Þannig fólk vissi það kannski ekki. Umboðsmaðurinn minn og nánir fjölskyldumeðlimir héldu að einhver annar hefði gert þetta og hluti af því var út af því að ég var kannski ekkert að tala um þetta.“ Björk hefur á undanförnum árum æft sig í að monta sig, þrátt fyrir að finnast það krefjandi.Santiago Felipe Björk segist hafa upplifað hugarfarsbreytingu. „Ég er búin að vera að vanda mig síðustu tíu ár að monta mig af hlutum. Það er mér ekki alveg eðlislægt en ég hugsa bara að ég sé að gera þetta fyrir dóttur mína og fyrir stelpur.“ Í kjölfarið hafa hlutirnir breyst. „Fólk veit núna að ég hef gert meirihlutann af mínum útsetningum og ég reyni að minna á það,“ segir Björk að lokum.
Björk Tónlist Tónleikar á Íslandi Tækni Menning Myndlist Tengdar fréttir Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31 Björk treður upp á Coachella 2023 Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. 10. janúar 2023 21:06 Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31
Björk treður upp á Coachella 2023 Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. 10. janúar 2023 21:06
Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31