Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Ég var heppinn. En ekki hann“

Gunnar Geir Gunnlaugsson tónlistarmaður gaf á dögunum út lagið „Bjartur þinn partur .“ Texti lagsins er einkar persónulegur en það fjallar um Bjarna Þór Pálmason, kæran vin Gunnars sem lést af völdum fíkniefnaneyslu, langt fyrir aldur fram.

Lífið
Fréttamynd

„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“

Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla.

Innlent
Fréttamynd

Space Odyssey opnar á nýjum stað

Tilraunarýmið og plötubúðin Space Odyssey opnar aftur á laugardag að Bergstaðastræti 4 en hún var áður til húsa á Skólavörðustíg. Blásið verður til tónleika þegar staðurinn opnar klukkan 14 á laugardag. 

Tónlist
Fréttamynd

Eminem verður afi

Bandaríski rapparinn Eminem er að verða afi í byrjun næsta árs. Hann tilkynnti gleðifréttirnar í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Temporary, sem hann vann með söngkonunni Skylar Grey.

Lífið
Fréttamynd

Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman

Hljómsveitin Dr. Gunni hefur sent frá sér sína þriðju plötu, plötuna Er ekki bara búið að vera gaman? Að sögn doktorsins sjálfs er um að ræða miðaldrakarlarokk fyrir lengra komna en hann segir sveitina staðráðna í að leggja land undir fót, helst í Grænlandi eða Færeyjum.

Tónlist
Fréttamynd

Af­hjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem fram fer dagana 7. til 9. nóvember næstkomandi hafa flett hulunni af því á hvaða dögum böndin munu spila á hátíðinni. Þá hafa tólf listamenn til viðbótar verið tilkynntir.

Tónlist
Fréttamynd

„Herra kerran er til sölu“

Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hefur sett glæsibíl sinn á sölu. Bíllinn er af tegundinni Land Rover og er frá árinu 2019. 

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið

Íslenska rokksveitin Ottoman sendi í dag frá sér myndband við lagið Polytick en það var tekið upp á tónleikum sveitarinnar á Gauknum í fyrra þar sem einn meðlimur var komin sjö mánuði á leið. Sveitin mun í kvöld gefa frá sér plötu með lögunum sem tekin voru upp á tónleikunum þar sem sveitin kom sér fyrir á miðju gólfi.

Tónlist
Fréttamynd

Prince-dansarinn Cat er látinn

Bandaríski dansarinn Catherine Vernice Glover frá Chicago, betur þekkt sem Cat, er látin, sextug að aldri. Cat var ein nánasta samstarfskona bandaríska tónlistarmannsins Prince á hans ferli.

Lífið
Fréttamynd

Ævin­týrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard

„Ennþá í dag er ég mjög þakklátur að hafa tekið þessa ákvörðun en ég skil hana samt ekki alveg því hún meikar ekki sens þegar maður er átján ára. Ég hef ekki heyrt um neinn annan sem hefur tekið þessa ákvörðun,“ segir tónlistarstjórinn Bergur Þórisson sem hafnaði inngöngu í hinn virta Juilliard háskóla í New York á sínum tíma og í kjölfarið fór ferilinn á flug.

Tónlist
Fréttamynd

Enginn súr í sætu teiti í Ás­mundar­sal

Það var líf og fjör í Ásmundarsal síðastliðið föstudagskvöld þegar píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson fögnuðu nýrri plötu með góðum vinum.

Tónlist
Fréttamynd

„Eini metnaðurinn minn var að líða ekki illa“

Lóa Hjálmtýsdóttir, listakona og söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast, glímdi við þunglyndi á unglingsárum. Hún segir erfitt að leyfa sér gleði á meðan þjóðarmorð standi yfir og ástandið í heiminum virðist versna.

Lífið
Fréttamynd

„Það eru komnir þrír mánuðir síðan pabbi minn sá fram á það að geta ekki lifað lengur“

„Ég er alls ekki týpan sem er mikið að opna sig á netinu. Þetta var erfitt og óþægilegt. En ég vildi gera þetta, fyrir pabba,“ segir tónlistarkonan Karlotta Sigurðardóttir en á dögunum gaf hún sitt fyrsta lag á íslensku sem ber heitið Hringekja. Lagið hefur afar sérstaka merkingu fyrir Karlottu vegna þess að það er seinasta lagið hennar sem faðir hennar, Sigurður Arnar Jónsson, fékk að heyra áður en hann féll fyrir eigin hendi, í apríl á þessu ári.

Lífið
Fréttamynd

Diddy á sjálfsvígsvakt

Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Ó­þekkt tón­verk eftir Mozart fannst

Áður óþekkt tónverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart uppgötvaðist á bókasafni í Leipzig í  Þýskalandi í vikunni. Mozart hefur sennilega enn verið barn þegar hann samdi verkið.

Erlent
Fréttamynd

„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“

„Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin.

Tónlist
Fréttamynd

Hyggjast halda breytta Söngva­keppni á næsta ári

RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara.

Lífið
Fréttamynd

Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný

Íslenska rokksveitin Casio Fatso snýr aftur á svið í kvöld eftir sex ára hlé. Meðlimir sveitarinnar segjast ekki geta beðið en á næstu vikum tekur við röð tónleika þar sem sveitin hyggst rifja upp gamla takta.

Tónlist
Fréttamynd

Á­vísun á ei­líf von­brigði að elta góða veðrið

„Það er allt svo nær fyrir norðan en það er skítaveður hér,“ segir í viðlagi á splunkunýju lagi sem sveitin Bogomoili Font & Greiningardeildin var að senda frá sér. Mennirnir á bak við lagið eru Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson.

Tónlist