„Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2024 07:02 Sir Alex og Cathy Ferguson þegar hún var enn á lífi. John Peters/Getty Images Sir Alex Ferguson, hinn goðsagnakenndi þjálfari Manchester United, settist niður á dögunum og ræddi eiginkonu sína heitina, Cathy. Einnig ræddi hann heilabilanir og hvað hann hefur gert til að halda sér sem skörpustum í ellinni. Hinn 82 ára gamli Ferguson stýrði Man United frá árinu 1986 til 2013. Byggði hann upp eitt sigursælasta félag allra tíma og náði hreint út sagt mögnuðum árangri. Þar áður hafði hann náð ótrúlegum árangri með Aberdeen í heimalandi sínu Skotlandi. Undir hans stjórn braut Aberdeen upp einokun Glasgow Rangers og Celtic ásamt því að félagið vann Evróputitil, gegn Real Madríd hvorki meira né minna. Sir Alex er hins vegar ekkill í dag eftir að eiginkona hans Cathy lést á síðasta ári. Hann ræddi missinn og margt fleira í viðtali við breska ríkisútvarpið á dögunum. „50 ár er langur tími. Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma,“ sagði Sir Alex og var síðan minntur á að hann hefði sagt Cathy vera helstu ástæðu velgengni sinnar. „Hún var forsprakki hljómsveitarinnar, það er enginn vafi um það.“ 'She was the leader of the band'Former Manchester United manager Sir Alex Ferguson spoke exclusively to Nina on #BBCBreakfast about his Playlist for Life - a dementia project to help families - and memories of his late wife Cathy https://t.co/mWBD7CjBu1 pic.twitter.com/tdAhW4S7S4— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) September 20, 2024 Í viðtalinu ræddi Ferguson lagalista sem hann hefur sett saman sem kallast „Lagalisti lífsins.“ Er það verkefni til heiðurs Cathy sem og til að hjálpa fjölskyldum þar sem einhver glímir við heilabilun. Síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum hjá Man United hefur ekki mikið gengið upp hjá félaginu og situr það sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Enski boltinn Tónlist Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Sjá meira
Hinn 82 ára gamli Ferguson stýrði Man United frá árinu 1986 til 2013. Byggði hann upp eitt sigursælasta félag allra tíma og náði hreint út sagt mögnuðum árangri. Þar áður hafði hann náð ótrúlegum árangri með Aberdeen í heimalandi sínu Skotlandi. Undir hans stjórn braut Aberdeen upp einokun Glasgow Rangers og Celtic ásamt því að félagið vann Evróputitil, gegn Real Madríd hvorki meira né minna. Sir Alex er hins vegar ekkill í dag eftir að eiginkona hans Cathy lést á síðasta ári. Hann ræddi missinn og margt fleira í viðtali við breska ríkisútvarpið á dögunum. „50 ár er langur tími. Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma,“ sagði Sir Alex og var síðan minntur á að hann hefði sagt Cathy vera helstu ástæðu velgengni sinnar. „Hún var forsprakki hljómsveitarinnar, það er enginn vafi um það.“ 'She was the leader of the band'Former Manchester United manager Sir Alex Ferguson spoke exclusively to Nina on #BBCBreakfast about his Playlist for Life - a dementia project to help families - and memories of his late wife Cathy https://t.co/mWBD7CjBu1 pic.twitter.com/tdAhW4S7S4— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) September 20, 2024 Í viðtalinu ræddi Ferguson lagalista sem hann hefur sett saman sem kallast „Lagalisti lífsins.“ Er það verkefni til heiðurs Cathy sem og til að hjálpa fjölskyldum þar sem einhver glímir við heilabilun. Síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum hjá Man United hefur ekki mikið gengið upp hjá félaginu og situr það sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti Enski boltinn Tónlist Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Sjá meira