Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Hatar síma og reynir að svara aldrei í þá

Höfuðfat af tegundinni Sigzon, eftir íslenska hönnuðinn Sixson, er einn af þeim tíu hlutum sem tónlistarmaðurinn Mugison gæti vart lifað án. Hann segir hattanotkunina einfalda honum hárumhirðuna og ætlar hann að safna hári áður en hann verður sköllóttur.

Lífið
Fréttamynd

Sænska popp­stjarnan sem lifir venju­legu lífi í Garða­bæ

Sænska hljómsveitin A*Teens, sem fór sigurför um heiminn upp úr aldamótum, kom nýverið saman á Melodifestivalen í Malmö í fyrsta sinn í tuttugu ár. Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur á Íslandi með íslenskri konu sinni og börnum - og talar reiprennandi íslensku. Við hittum hann í Garðabænum í Íslandi í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Dýri Guðmunds­son er látinn

Dýri Guðmundsson endurskoðandi, fyrrverandi knattspyrnukappi og gítarleikari er látinn. Hann fæddist 1951 en lést eftir veikindi þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Fjölmargir samferðamenn Dýra hvort sem er vinir eða ættingjar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn á bak við Æði þættina

Rapparinn og leikstjórinn Jóhann Kristófer er maðurinn á bak við Æði seríurnar fimm. Það urðu straumhvörf í lífi hans árið 2017 þegar að hann ákvað að svara kalli Patreks Jaime um raunveruleikaþátt og ekkert varð eins aftur. Blaðamaður spjallaði við Jóhann og fékk að heyra meira frá viðburðaríku lífi hans, sögunni á bak við Æði þættina og ferlinu.

Lífið
Fréttamynd

Tígrísdýr stökk á Gústa B í Dubai

Tónlistarmennirnir Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, og Daniil eru staddir í Dubai við tökur á nýju tónlistarmyndbandi þar sem tígrisdýr og hlébarði eru í aðalhlutverki. Með þeim eru útvarpsmaðurinn Gústi B, Víkingur Heiðar Arnórsson, Logi Snær plötusnúður og Arnar Dór Ólafsson myndatökumaður.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er al­veg ó­trú­lega leiðin­legt“

Guðmundur Andri Thorsson tónlistarmaður með meiru er ekki ánægður með nýju gervigreindartónlist Stefáns S. Stefánssonar sem hann hefur kynnt til sögunnar undir nafninu Robo Steve. „Þetta er alveg ótrúlega leiðinlegt,“ segir Guðmundur Andri um nýjar tónsmíðar Robo Steves.

Lífið
Fréttamynd

Hóstandi Eldborgargestir í sam­keppni við Víking Heiðar

Hvorki gagnrýnandi Vísis né tónleikagestir virðast hafa neitt nema afar gott að segja um frammistöðu Víkings Heiðars Ólafssonar píanista á þrennum tónleikum hans í Hörpu á dögunum. Eina gagnrýnin snýr að hóstandi tónleikagestum sem spilltu fyrir hljóðvistinni.

Lífið
Fréttamynd

Dani hafi grætt milljónir á streymissvindli

Réttað verður yfir 53 ára gömlum dönskum karlmanni í Árósum í dag en honum er gefið að sök að hafa stolið 689 lögum eða hluta úr lögum og dreift þeim undir eigin nafni á streymisveitum líkt og Spotify og Apple Music.

Erlent
Fréttamynd

„Löngu tíma­bært að taka þetta skref“

„Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin.

Innlent
Fréttamynd

„Hluti af mér dó með honum“

„Ég er enn að syrgja pabba í dag og ég hætti því aldrei. Sorgin fylgir manni alla tíð,“ segir Dagmar Øder Einarsdóttir. Hún var á táningsaldri þegar faðir hennar, Einar Öder Magnússon lést af völdum krabbameins. Hann var einungis 52 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Mátti kenna Leoncie við nektar­dans

Landsréttur hefur staðfest sýknu Helga Jónssonar, eiganda og umsjónarmanns Glatkistunnar, af öllum kröfum tónlistarkonunnar Leoncie. Hún höfðaði meiðyrðamál á hendur Helga vegna lýsinga hans á ferli hennar sem tónlistarkonu og nektardansmær.

Innlent
Fréttamynd

Skilaði Bítlabassa sem er metinn á tæpa tvo milljarða króna

Paul McCartney hefur endurheimt bassa sem var stolið árið 1972. McCartney keypti bassann í Hamborg í Þýskalandi, þegar Bítlarnir voru að stíga sín fyrstu skref, á þrjátíu pund. Talið er að bassinn sé allt að tíu milljóna punda virði í dag, jafnvirði um 1,75 milljarða króna.

Lífið
Fréttamynd

Langaði að ramma inn ör­væntinguna

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við ástsæla lagið Hvers vegna varst’ekki kyrr, hér í ábreiðu Sölku Valsdóttur, neonme, fyrir kvikmyndina Natatorium.

Tónlist
Fréttamynd

Ferskur and­blær í hlustunarpartýi Ízleifs

Beðið er eftir fyrstu plötu tónlistarmannsins Ízleifs með eftirvæntingu. Ízleifur, sem er bæði pródúsent og rappari, hélt hlustunarpartý fyrir vini og vandamenn í Þjóðleikhúsinu í vikunni. 

Tónlist
Fréttamynd

Unaðs­stund Elizu og Guðna

Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu.

Lífið
Fréttamynd

Ástar­játningar og húð­flúr á Valentínusar­daginn

Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

Einn stærsti teknó plötu­snúður heims spilar á Radar

Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða.

Lífið