Íslendingar „eigi að skammast sín“ fái hann ekki stig í Eurovision Samúel Karl Ólason og Eiður Þór Árnason skrifa 17. febrúar 2024 13:36 Lagið sem Isaak flutti heitir Always on the Run. Isaak Guderian bar í gær sigur úr býtum í Söngvakeppni Þýskalands og mun því keppa fyrir hönd landsins í Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Isaak er hálf-íslenskur en móðir hans er íslensk. Hann á von á tólf stigum frá Íslandi þegar hann flytur lagið Always on the Run á stóra sviðinu í Malmö Arena þann 11. maí og kæmi það honum á óvart ef Þýskaland væri hvergi að finna í stigagjöf Íslendinga. Ef svo færi „ættu þau að skammast sín,“ sagði Isaak léttur í bragði í viðtali sem tekið var fyrir keppnina í Þýskalandi. Hann naut fyrst athygli í Þýskalandi þegar hann tók þátt í X-Factor þar í landi árið 2011 en samkvæmt frétt Eurovisionworld vann Isaak einnig hæfileikakeppnina Show your Talent árið 2021. Isaak er á 28. aldursári. Var götulistamaður Lagið sem Isaak flytur var samið af honum sjálfum, Greg Taro, Kevin Lehr og Leo Salminen. Hann segir textann fjalla um það hvernig hann á það til að einbeita sér að því sem er fallegt í lífi sínu og ýta öllu neikvæðu til hliðar. Þetta sé óheilbrigð hegðun. „Svona myndast stærðarinnar stormviðri og ég hleyp frá því.“ Tengist þetta beint inn í titil lagsins sem þýðist á íslensku sem Alltaf á hlaupum. Isaak fæddist í bænum Espelkamp í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi þar sem búa um 25 þúsund íbúar. Þýskir miðlar greina frá því að hann hafi látið reyna á líf sem götulistamaður þegar hann var yngri og tekið þátt í áðurnefndum hæfileikakeppnum í sjónvarpi. Hann hafi þó fyrst almennilega skotist á stjörnuhimininn með framlagi sínu í undankeppni Þýskalands fyrir Eurovision. Venju samkvæmt fer framlag Þýskalands beint í lokakeppni Eurovision og þarf Isaak því ekki að vinna hug og hjörtu fólks fyrst á undanúrslitakvöldi. Eurovision Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hann á von á tólf stigum frá Íslandi þegar hann flytur lagið Always on the Run á stóra sviðinu í Malmö Arena þann 11. maí og kæmi það honum á óvart ef Þýskaland væri hvergi að finna í stigagjöf Íslendinga. Ef svo færi „ættu þau að skammast sín,“ sagði Isaak léttur í bragði í viðtali sem tekið var fyrir keppnina í Þýskalandi. Hann naut fyrst athygli í Þýskalandi þegar hann tók þátt í X-Factor þar í landi árið 2011 en samkvæmt frétt Eurovisionworld vann Isaak einnig hæfileikakeppnina Show your Talent árið 2021. Isaak er á 28. aldursári. Var götulistamaður Lagið sem Isaak flytur var samið af honum sjálfum, Greg Taro, Kevin Lehr og Leo Salminen. Hann segir textann fjalla um það hvernig hann á það til að einbeita sér að því sem er fallegt í lífi sínu og ýta öllu neikvæðu til hliðar. Þetta sé óheilbrigð hegðun. „Svona myndast stærðarinnar stormviðri og ég hleyp frá því.“ Tengist þetta beint inn í titil lagsins sem þýðist á íslensku sem Alltaf á hlaupum. Isaak fæddist í bænum Espelkamp í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi þar sem búa um 25 þúsund íbúar. Þýskir miðlar greina frá því að hann hafi látið reyna á líf sem götulistamaður þegar hann var yngri og tekið þátt í áðurnefndum hæfileikakeppnum í sjónvarpi. Hann hafi þó fyrst almennilega skotist á stjörnuhimininn með framlagi sínu í undankeppni Þýskalands fyrir Eurovision. Venju samkvæmt fer framlag Þýskalands beint í lokakeppni Eurovision og þarf Isaak því ekki að vinna hug og hjörtu fólks fyrst á undanúrslitakvöldi.
Eurovision Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira