JóiPé og Króli í hringferð um landið: „Fyrsta skipti sem að við seljum á okkar eigin tónleika“ Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. Tónlist 22. júní 2021 09:58
GDRN ljáir eldfjallinu Kötlu rödd sína Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu. Lífið 21. júní 2021 10:56
Álfheiður fær ekki að keppa í BBC Cardiff Singer of the World vegna veirunnar Íslenska sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir fær ekki að halda áfram keppni í BBC Cardiff Singer of the World en hún hefur verið skikkuð í sóttkví eftir að einstaklingur í flugvélinni hennar á leið frá Íslandi til Bretlands greindist smitaður af veirunni. Tónlist 19. júní 2021 09:30
Tom Hannay frumsýnir myndband við lagið Dog Days Enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay hefur gefið út Dog days, fyrsta lagið og myndband af samnefndri plötu sem kemur út í heild sinni í sumar. Youtube stjarnan Sorelle Amore leikur á móti sjálfum Tom í „kraftmiklu og fagurfræðilegu“ myndbandinu. Tónlist 18. júní 2021 16:08
Seldi Bubba húsið með því skilyrði að fá frímiða á alla tónleika Gunnar Kr. Gunnarsson, 83 ára Seltirningur, seldi ástsæla tónlistarmanninum Bubba húsið sitt á dögunum. Eitt af þeim skilyrðum sem Gunnar setti við söluna var að hann fengi miða á alla tónleika Bubba það sem eftir er ævinnar. Lífið 18. júní 2021 15:30
„Óþarfa samkeppni sem getur skapað spennu á milli fólks“ Tónlistar- og leikkonan Silja Rós gefur í dag út lagið Success. Lagið er töluvert dekkra en seinustu lög söngkonunnar og einkennist af flæðandi takti og tilfinningaríkri rödd Silju sem drífur lagið áfram. Tónlist 18. júní 2021 13:35
Valgerður bæjarlistamaður Akraness Tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir hlaut titilinn Bæjarlistamaður Akraness árið 2021 en tilkynnt var um niðurstöðu menningar- og safnanefndar á hátíðardagskrá Akraneskaupstaðar af tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga í gær. Menning 18. júní 2021 12:42
Króli og Rakel Björk gefa út dansmyndbandið Smellum saman Í dag kom út nýtt lag og myndband frá Króla og Rakel Björk. Um er að ræða kraftmikinn sumarsmell um ástina, lífið og mikilvægi þess að smella saman. Lífið 18. júní 2021 10:11
Lón frumsýnir myndbandið við My Father Í dag gefur hljómsveitin LÓN út sitt fyrsta tónlistarmyndband. Lagið kom út í gær og nefnist My Father og er af væntanlegri plötu sveitarinnar. Lífið 17. júní 2021 11:04
Kominn með algjört ógeð á samfélagsmiðlum í dag Ólafur Arnalds er einn árangurríkasti tónlistarmaður Íslands. Lögin hans streymast í milljónatali á Spotify og uppselt er á tónleika um allan heim. Í fyrsta þættinum af annarri þáttaröð af hlaðvarpinu Bransakjaftæði talar Ólafur um praktísku hlið ferilsins síns. Tónlist 16. júní 2021 14:00
Sérstök tilfinning að pukrast fyrir luktum tjöldum í heilt ár Í dag gefur hljómsveitin LÓN út sitt fyrsta lag en sveitina skipa Valdimar Guðmundsson, Ómar Guðjónsson, Ásgeir Aðalsteinsson. Lagið kallast My Father og myndbandið verður frumsýnt í fyrramálið hér á Vísi. Lífið 16. júní 2021 12:46
„Að vera í hljómsveit er eins og að vera í mjög eldfimu ástarsambandi“ „Þetta er búið að vera tvö til þrjú ár í fæðingu. Það er ekkert svona til og mér fannst þetta 100% vanta,“ segir Steinar Orri Fjeldsted, eða Steini í Quarashi eins og hann er oft nefndur. Lífið 16. júní 2021 11:30
Hékk úr loftinu fyrir framan þúsund áhorfendur eftir að búnaðurinn bilaði Tónlistarkonan Greta Salóme virðist alltaf vera á fullu, hvort sem það sé að spila tónlist hér og þar, breyta sumarbústað eða taka ræktina með trompi þá er hún alveg létt ofvirk og á erfitt með að gera ekki neitt. Lífið 16. júní 2021 10:30
Sprautar fólk og spilar í höllinni Um níu þúsund manns voru bólusettir gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Á meðan heilbrigðisstarfsmenn voru í óðaönn við að bólusetja mannskapinn stóð einn starfsmanna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins uppi í stúku og þeytti skífum. Lífið 15. júní 2021 18:00
Mikilvægt að hreyfa sig og dansa á þessum undarlegu tímum Tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir segir að viðbrögðin hafi verið ótrúleg við plötunni hennar Be The Love. Platan kom út fyrr í vikunni og hefur verið spiluð meira en tuttugu þúsund sinnum á Spotify. Tónlist 15. júní 2021 12:30
„Það getur verið mikið átak að gefa eftir og treysta“ Lára Rúnars var að senda frá sér lagið Landamæri sem hún syngur með manninum sínum Arnari Gíslasyni, best þekktur sem einn fremsti trommuleikari landsins. Hann hefur unnið meðal annars með Mugison, Jónasi Sig, Ensími og Dr.Spock. Tónlist 14. júní 2021 18:32
Vonar að þættirnir stuðli að því að efla íslenskt tónlistarlíf Bergþór Másson er þáttastjórnandi annarrar seríu hlaðvarpsins Bransakjaftæði, sem gefið er út undir merkjum Tónatals. Þættirnir fara af stað á miðvikudag og birtast þá á helstu efnisveitum. Lífið 14. júní 2021 16:31
Floni fjarlægir plötu með Auði Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum. Tónlist 13. júní 2021 16:15
kef LAVÍK gefur út lagið VICE CITY BABY Kef LAVÍK gaf út nýtt lag í vikunni, lagið nefnist VICE CITY BABY. Albumm 12. júní 2021 16:00
„Heppinn að fá að vinna með hetjunum mínum“ Munnhörpu- og fetilgítarleikarinn Þorleifur Gaukur hefur verið einn mest áberandi session-spilari Íslands síðustu ár og má heyra hann í lögum með Kaleo, Bríeti, Eyþóri Inga, LayLow, Ellen Kristjáns, Mugison og Baggalúti. Albumm 11. júní 2021 16:30
Red Riot senda frá sér dansvænan sumarsmell RED RIOT sendu frá sér sumarlegt danslag í dag af væntanlegri plötu. Hljómsveitin RED RIOT er skipuð þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttur og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekktum sem Hildur og Cell7. Tónlist 11. júní 2021 16:30
Daft Punk platan Discovery endurútsett á orgel í Laugarneskirkju Þann 16. júní næstkomandi gefst tónlistarunnendum tækifæri til að hlusta á plötuna Discovery endurútsetta fyrir orgel, þar sem organistinn Kristján Hrannar Pálsson leikur plötuna í gegn, lag fyrir lag, á kirkjuorgel Laugarneskirkju. Tónlist 11. júní 2021 14:31
Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum á lokahelgi Barnamenningarhátíðar Um helgina lýkur Barnamenningarhátíð í Reykjavík hátíðlega með ofurspennandi Ævintýrahöll og menningardagskrá fyrir alla fjölskylduna. Menning 10. júní 2021 16:30
Viðstaddir tóku því vel þegar kóngurinn vatt sér fram fyrir röðina Bára Huld Beck blaðamaður á Kjarnanum birti örsögu á Twitter sem vakið hefur nokkra athygli en hún fjallar um það þegar Bubbi Morthens fór fram fyrir langa röð í apóteki. Lífið 9. júní 2021 16:19
Segir stefnu Spotify vera fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til skammar Íslensk tónlist er aðeins 21 prósent af heildarhlutfalli tónlistarsölu hér á landi eftir tilkomu Spotify. Lífið 9. júní 2021 12:18
Sístækkandi hlutur streymis bæði jákvæður og neikvæður Heildarverðmæti tónlistarsölu á Íslandi í fyrra var það mesta frá upphafi skráningar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags hljómplötuframleiðenda. Viðskipti innlent 9. júní 2021 12:01
Streymið allsráðandi á íslenskum tónlistarmarkaði Um 91 prósent af þeim verðmætum sem skapast vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist koma frá streymi. Heildsala tónlistar hérlendis nam rúmum milljarði króna árið 2020 en um er að ræða stærsta árið frá upphafi að nafnvirði. Viðskipti innlent 9. júní 2021 06:33
Breskir tónlistarmenn ærast ekki af fögnuði yfir auknu aðgengi að Íslandi Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir. Erlent 8. júní 2021 23:30
„Við getum öll verið til staðar fyrir hvert annað“ Guðbjörg Elísa, eða Gugga Lisa eins og hún kallar sig, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við nýja lagið sitt Lífið Er Núna. Tónlist 7. júní 2021 18:00
„Hefur alltaf átt sérstakan stað í mínu hjarta“ Bylgjan er 35 ára og í tilefni af því voru nokkrir af okkar bestu tónlistarmönnum fengnir til þess að taka upp sérsakt afmælislag, Seinna meir eftir Jóa Helga. Lífið 7. júní 2021 16:00