Viðstaddir tóku því vel þegar kóngurinn vatt sér fram fyrir röðina Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2021 16:19 Bubbi er á því að saga Báru Beck um það þegar hann fór fram fyrir langa röð í apóteki sé sannleikanum samkvæm. Hann getur verið alveg hræðilega utan við sig. Bára Huld Beck blaðamaður á Kjarnanum birti örsögu á Twitter sem vakið hefur nokkra athygli en hún fjallar um það þegar Bubbi Morthens fór fram fyrir langa röð í apóteki. Bára kynnir þetta sem örsögu vikunnar, að kona hafi farið í apótek og hafi tekið númer. „Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.“ Bubbi enginn prins, hann er kóngur Ýmsir velta þessu fyrir sér og vilja meina að slík framkoma eigi nú einhvern veginn betur við þegar Bó eigi í hlut. Að hann hafi ætlað sér slíkt en verið vinsamlegast sagt að hætta þessari frekju og fara í röðina. Annar segist hafa orðið vitni að því þegar Bó vildi njóta sérréttinda í Bláa lóninu. „Röðin var útá bílastæði(tímabilið áður en þurfti að bóka). Hann var ekki kátur. Aðrir gestir voru það.“ Örsaga vikunnar: Kona fer í apótek. Tekur númer. Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.— Bára Huld Beck (@barahuldbeck) June 9, 2021 Guðrún Jóna leggur orð í belg, segist reyndar ekki eiga orð en nefnir að hún hafi beðið í röð ásamt sjálfum danska prinsinum. „Hann kom inn, tók númer. Beið. Það er auðvelt að ást og umhyggja allan daginn ef reglur samfélagsins ná bara ekki til þín - þú þarft ekki að bíða í röð eins og pöppúlinn.“ En Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, bendir á sem rétt er að Bubbi sé enginn prins. „Hann er kóngur.“ Löngu hættur á nikótíntyggjóinu Vísir bar þetta atvik sem lýst er undir Bubba og hann taldi ekki ólíklegt að nákvæmlega svona hafi þetta verið. „Gæti alveg verið. Ég á ADHD-degi. Ég get verið alveg svakalega utan við mig. Þetta rímar alveg við mig.“ En, hvað varstu að sækja í apótekið? Nikótíntyggjó, geri ég ráð fyrir? „Það er nú það? Nei, ég er löngu hættur því. En, já, ég held að þetta sé satt.“ Og ekki er hægt að áfellast Bubba fyrir að vera annars hugar. Hann er nú að undirbúa stórtónleika sem haldnir verða í Hörpu 16. júní. „Klikkað band,“ segir Bubbi. Og svo er að sjá á þessu myndbroti sem er frá æfingu nú fyrr í dag. Heilbrigðismál Tónlist Bólusetningar Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Bára kynnir þetta sem örsögu vikunnar, að kona hafi farið í apótek og hafi tekið númer. „Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.“ Bubbi enginn prins, hann er kóngur Ýmsir velta þessu fyrir sér og vilja meina að slík framkoma eigi nú einhvern veginn betur við þegar Bó eigi í hlut. Að hann hafi ætlað sér slíkt en verið vinsamlegast sagt að hætta þessari frekju og fara í röðina. Annar segist hafa orðið vitni að því þegar Bó vildi njóta sérréttinda í Bláa lóninu. „Röðin var útá bílastæði(tímabilið áður en þurfti að bóka). Hann var ekki kátur. Aðrir gestir voru það.“ Örsaga vikunnar: Kona fer í apótek. Tekur númer. Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.— Bára Huld Beck (@barahuldbeck) June 9, 2021 Guðrún Jóna leggur orð í belg, segist reyndar ekki eiga orð en nefnir að hún hafi beðið í röð ásamt sjálfum danska prinsinum. „Hann kom inn, tók númer. Beið. Það er auðvelt að ást og umhyggja allan daginn ef reglur samfélagsins ná bara ekki til þín - þú þarft ekki að bíða í röð eins og pöppúlinn.“ En Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, bendir á sem rétt er að Bubbi sé enginn prins. „Hann er kóngur.“ Löngu hættur á nikótíntyggjóinu Vísir bar þetta atvik sem lýst er undir Bubba og hann taldi ekki ólíklegt að nákvæmlega svona hafi þetta verið. „Gæti alveg verið. Ég á ADHD-degi. Ég get verið alveg svakalega utan við mig. Þetta rímar alveg við mig.“ En, hvað varstu að sækja í apótekið? Nikótíntyggjó, geri ég ráð fyrir? „Það er nú það? Nei, ég er löngu hættur því. En, já, ég held að þetta sé satt.“ Og ekki er hægt að áfellast Bubba fyrir að vera annars hugar. Hann er nú að undirbúa stórtónleika sem haldnir verða í Hörpu 16. júní. „Klikkað band,“ segir Bubbi. Og svo er að sjá á þessu myndbroti sem er frá æfingu nú fyrr í dag.
Heilbrigðismál Tónlist Bólusetningar Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira