Svona var EM-pallborðið: Hitað upp fyrir milliriðilinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta glímir við þýsku strákana hans Alfreðs Gíslasonar í fyrsta leik sínum í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Handbolti 18. janúar 2024 15:40
Sigmundur Davíð vill að byggð verði ný Grindavík Breið samstaða er að myndast um að stjórnvöld leysi þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi tóku undir þetta í Pallborðinu í dag. Formaður Miðflokksins vill að reist verði ný Grindavík. Innlent 17. janúar 2024 20:01
Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Innlent 17. janúar 2024 17:23
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. Innlent 17. janúar 2024 15:16
Pallborðið: Hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Viðvarandi verðbólga og vaxtahækkanir, húsnæðiskreppa, stöðugar jarðhræringar, óvinsæl ríkisstjórn, forsetakosningar framundan og hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Heimir Már Pétursson fær leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Innlent 17. janúar 2024 12:34
Svona var EM-Pallborðið: Allt undir í fyrsta leik Ísland mætir Serbíu í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta í dag klukkan fimm. Liðið leikur einnig með Svartfellingum og Ungverjum í riðli. Sport 12. janúar 2024 13:01
Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. Innlent 10. janúar 2024 14:39
Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Innlent 10. janúar 2024 11:26
„Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. Innlent 5. janúar 2024 14:32
Pallborðið: Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“. Innlent 5. janúar 2024 11:19
Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. Innlent 7. desember 2023 15:19
PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Innlent 7. desember 2023 13:32
Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Innlent 5. desember 2023 19:21
Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. Innlent 5. desember 2023 16:20
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. Innlent 5. desember 2023 13:33
„Ekki gott að við séum að greina of marga“ Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf. Innlent 28. nóvember 2023 14:53
Pallborðið: Er verið að ofgreina ADHD? Hvað gerist þegar lyfin fást ekki? Hversu margir Íslendingar eru með ADHD? Er verið að ofgreina röskunina? Hvað með lyfjagjöf; er verið að fara offörum í henni? Hvað gerist þegar lyfin fást ekki? Innlent 28. nóvember 2023 11:36
Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. Innlent 14. nóvember 2023 19:19
Kristín og Freysteinn ræddu náttúruhamfarir í Grindavík Hin hrikalega ógn sem vofir yfir Grindavík verður rædd í þættinum Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Umræðunni stýrir Kristján Már Unnarsson fréttamaður. Innlent 14. nóvember 2023 11:57
Leggur til sektir fyrir slæma hegðun foreldra Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna. Innlent 1. nóvember 2023 16:16
Íþróttir barna ræddar í Pallborðinu Æstir foreldrar á hliðarlínunni, meiðsli barna, ofþjálfun og andleg heilsa barna í íþróttum eru á meðal þess sem rætt verður um í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 1. nóvember 2023 12:31
Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. Innlent 10. október 2023 17:44
Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. Erlent 10. október 2023 15:57
Bein útsending: Rýnt í afsögn Bjarna og framhaldið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur verða gestir Pallborðsins klukkan 15 í dag. Innlent 10. október 2023 13:51
Pallborð: Átök Ísraelsmanna og Hamas Umfangsmiklar loftárásir Ísraelsmanna á Gaza standa nú yfir og teikn á lofti um innrás. Aðgerðirnar eru svar stjórnvalda við árásum Hamas-liða á laugardag, þar sem almennir borgarar voru pyntaðir og drepnir. Innlent 10. október 2023 12:16
Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ Innlent 5. október 2023 08:06
Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. Menning 29. september 2023 12:02
Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. Innlent 20. september 2023 15:55
Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. Innlent 20. september 2023 12:25
Pallborðið: Hver verða hitamálin í vetur? Hver verða stóru málin á Alþingi í vetur? Heldur ríkisstjórnin velli? Þessar verða meðal þeirra spurninga sem við freistum þess að svara í Pallborðinu á Vísi klukkan 15 í dag. Innlent 6. september 2023 13:13