Telur fara betur á að forseti sé kosinn í tveimur umferðum Fyrrverandi þingmaður segir betri brag á því að hafa tvær umferðir í forsetakosningum svo forseti hafi meirihluta kjósenda á bak við sig. Aðeins einu sinni hefur forseti náð kjöri í fyrsta skipti með hreinum meirihluta atkvæða. Innlent 5. apríl 2024 23:39
Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. Innlent 5. apríl 2024 11:33
Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. Innlent 4. apríl 2024 23:15
Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. Innlent 4. apríl 2024 18:46
„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. Innlent 4. apríl 2024 15:07
Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. Innlent 4. apríl 2024 10:21
Aukinnar umræðu þörf áður en dánaraðstoð verður að lögum „Þetta er sá verknaður að hjálpa einstakling að binda enda á líf sitt á grundvelli upplýsts samþykkis; af ásetningi og að beiðni sjúklingsins, eða einstaklingsins.“ Innlent 4. apríl 2024 06:25
Læknafélagið mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar Læknafélag Íslands er mótfallið frumvarpi um dánaraðstoð sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður félagsins, í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Innlent 27. mars 2024 16:09
Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Innlent 27. mars 2024 11:58
Biskupsefnin ekki stressuð á krossaskopi RÚV Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. Innlent 26. mars 2024 15:24
Pallborðið: Biskup Íslands og staða þjóðkirkjunnar Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag en til umræðu að þessu sinni verða embætti biskups Íslands og málefni Þjóðkirkjunnar. Innlent 26. mars 2024 11:31
Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 14. mars 2024 15:30
Pallborðið um Katrínu Middleton: Yfirhylmingin alltaf verri en glæpurinn Sannleikurinn að baki veikindum Katrínar Middleton, prinsessu af Wales, er að öllum líkindum töluvert skárri en yfirhylmingin sem gripið hefur verið til vegna veikindanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi þar sem málið var rætt. Lífið 14. mars 2024 15:01
Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. Innlent 14. mars 2024 11:58
Frambjóðendur um Ísraelsleikinn: „Undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun“ Frambjóðendur til formanns KSÍ eru á því að Ísland eigi að spila leikinn gegn Ísrael í umspili um sæti á EM í Þýskalandi í næsta mánuði. Fótbolti 23. febrúar 2024 09:01
Svona var Pallborðið með frambjóðendum til formanns KSÍ Frambjóðendur til formanns Knattspyrnusambands Íslands mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Fótbolti 22. febrúar 2024 13:01
Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. Innlent 12. febrúar 2024 11:26
Bjarni skipað 23 vinkonur í sendiherrastöður miðað við höfðatölu Heitar umræður sköpuðust um útlendingamál og stöðu fólks á Gasa, sem komið er með dvalarleyfi á Íslandi, í Pallborðinu á Vísi í gær. Samstaða náðist um fátt, fyrir utan að stytta þarf málsmeðferðartíma hjá hælisleitendum. Innlent 9. febrúar 2024 07:01
Tókust á um útlendingamálin í Pallborðinu Útlendingamálin og staðan sem upp er komin varðandi einstaklinga sem fastir eru á Gasa en komnir með dvalarleyfi á Íslandi verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Innlent 8. febrúar 2024 12:24
Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. Innlent 3. febrúar 2024 06:36
Gagnrýndu viðmót Veðurstofunnar og sögðu sparkað í þá sem kvörtuðu Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir ríkið verja töluverðum fjármunum til veðurmála en þeir fari nánast allir til Veðurstofu Íslands. Við þær aðstæður sé eðlilegt að gera ríkar kröfur til stofnunarinnar, um að hún sinni því sem hún á að sinna. Innlent 2. febrúar 2024 07:24
Segja fyrirvara á næsta gosi við Grindavík geta orðið stuttan Jarðvísindamenn Veðurstofu og Háskóla Íslands segja að líkurnar á nýju eldgosi norðan Grindavíkur teljist núna verulegar og vara við að fyrirvarinn geti orðið stuttur. Þeir segja líklegt að á næstu tveimur vikum eða jafnvel dögum nái kvikumagnið í kvikuhólfinu undir Svartsengi svipuðu rúmmáli og var fyrir síðasta eldgos þann 14. janúar. Innlent 1. febrúar 2024 19:53
Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Innlent 1. febrúar 2024 17:00
Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Innlent 1. febrúar 2024 15:18
Pallborðið á Vísi í dag: Er ógn eldgosa að færast nær höfuðborgarsvæðinu? Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands. Innlent 1. febrúar 2024 12:15
Pallborðið: Veðurstofan sökuð um að brjóta lög og deila ekki gögnum Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Innlent 31. janúar 2024 11:03
„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. Innlent 27. janúar 2024 08:01
Deilan um þátttöku Íslands í Eurovision harðnar Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Kristín Ólafsdóttir fer yfir Eurovision-deiluna með góðum gestum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 26. janúar 2024 12:13
Sjálfstæðismenn með mikla fyrirvara við frumvarp forsætisráðherra Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem setur mestu fyrirvarana við eitt af lykilmálum forsætisráðherra, um Mannréttindastofnun. Frumvarpið hefur verið til umræðu í nefndinni í fimmtán vikur en samkomulag var um málið í stjórnarsáttmála. Fulltrúar stjórnarflokkanna ræddu þetta og fleiri mál í Pallborðinu í dag. Innlent 24. janúar 2024 20:01
Pallborðið í dag: Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa nú verið saman í ríkisstjórn í 62 mánuði og farið að gæta spennu og þreytu í stjórnarsamstarfinu. Þrír stjórnarþingmenn mæta í Pallborðið klukkan 14 til að ræða stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu. Innlent 24. janúar 2024 11:01