Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Framarar hafa ekki unnið á Hlíðarenda í tæpa 46 mánuði

    Framarar hafa ekki byrjað betur í karlahandboltanum í sex ár en þeir eru með fullt hús á toppi N1 deildar karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Framarar mæta því fullir sjálfstrausts á Hlíðarenda í kvöld þar sem þeir hafa ekki unnið í tæpa 46 mánuði eða síðan í desember 2007.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar hættur með Aftureldingu og Reynir Þór tekur við

    Gunnar Andrésson mun stýra liði Aftureldingar í síðasta sinn í N1 deild karla í handbolta á móti Gróttu á sunnudaginn kemur en Gunnar Andrésson óskaði eftir því að fá að láta af störfum vegna persónulegra ástæðna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Aftureldingu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Öruggur sigur HK á Aftureldingu

    HK vann í dag átta marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla, 30-22. HK náði snemma forystu í leiknum og hafði fimm marka forystu í hálfleik, 15-10.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Ánægður með stóran sigur

    Aron Kristjánsson var ánægður með hvernig lið hans svaraði kallinu eftir tap gegn Fram í síðustu umferð gegn Gróttu í kvöld þar sem Haukar unnu öruggan tíu marka sigur 34-24.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Auðvelt hjá Haukum á Nesinu

    Haukar unnu auðveldan tíu marka sigur á Gróttu 34-24 á útivelli í kvöld í N1 deild karla. Haukar gerðu út um leikinn með frábærum kafla síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks en alls munaði átta mörkum á liðunum í hálfleik, 19-11.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Andri Berg: Leikurinn gegn Fram vakti okkur

    "Mér fannst við vera sterkari aðilinn, við vorum bara ekki að nýta dauðafæri í fyrri hálfleik,“ sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir nauman sigur liðsins á Val í kvöld 29-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús: Ég varði nokkra verðmæta bolta

    Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram, lokaði marki sínu þegar á reyndi í kvöld gegn Akureyri. Þegar Norðanmenn voru að komast aftur inn í leikinn skellti Magnús í lás og drap allar vonir Akureyringa.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Framarar með fullt hús stiga eftir sigur á Haukum

    Framarar unnu frábæran sigur gegn Haukum, 23-22, í annarri umferð N1-deild karla, en leikurinn fór fram að Ásvöllum. Haukar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum, en skelfileg byrjun heimamanna í þeim síðari kostaði þá sigurinn. Þetta var annar sigur Framara í röð en liðið vann Íslandsmeistarana í FH í fyrstu umferð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðfinnur: Verkefnið getur ekki verið auðveldara

    "Við byrjuðum illa og það voru vandræði á sóknarleiknum. Við erum ekki að taka réttar ákvarðanir og alls ekki þær auðveldustu," sagði Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu, eftir 25-22 tap gegn HK í N1-deild karla í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristinn: Vorum ekki fallegir á vellinum

    Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir að það hafði unnið sinn fyrsta leik í vetur er Grótta kom í heimsókn. Lokatölur 25-22 fyrir HK.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðmundur: Vantaði grimmd í okkur

    Guðmundur Hólmar Helgason var ósáttur með sjálfan sig og fleiri eftir tapið fyrir FH í kvöld. Akureyri tapaði 20-24 fyrir Íslandsmeisturunum á heimavelli.

    Handbolti