Umfjöllun: HK gerði nóg til þess að vinna Gróttu Henry Birgir Gunnarsson í Digranesi skrifar 29. september 2011 21:58 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/valli HK vann sanngjarnan 25-22 sigur á Gróttu er liðin mættust í Digranesi í kvöld. HK með frumkvæðið allan tímann og sigurinn þægilegri en lokatölurnar segja til um. HK komst í 5-1 strax í byrjun en þá skellti Lárus Ólafsson í lás í marki Gróttu. Þökk sé frábærri markvörslu hans náði Grótta að minnka muninn í tvö mörk fyrir hlé, 11-9. Lárus náði ekki að fylgja eftir þessari frábæru markvörslu í síðari hálfleik og það reyndist Gróttu um megn. Smám saman breikkaði bilið á milli liðanna og í stöðunni 21-15 var ballið búið. Gróttumenn neituðu samt að láta niðurlægja sig. Börðust allt til enda á meðan HK slakaði á klónni. Sigurinn því ekki eins stór og hann hefði getað orðið. HK-liðið á enn nokkuð í land en liðið gerði það sem þurfti í kvöld. Margir leikmanna liðsins eiga mikið inni. Ánægjulegt var samt að sjá Arnór Frey í markinu en hann varði vel allan leikinn. Ólafur Víðir vann sig einnig vel inn í leikinn og var drjúgur. Atli Ævar aftur á móti mjög sterkur allan leikinn. Gróttuliðið er betra en margur heldur og það verður ekki niðurlægt í allan vetur eins og einhverjir telja. Lárus flottur í markinu og leikmenn liðsins baráttuglaðir en gæðin ekki næg til að vinna lið eins og HK.HK-Grótta 25-22 (11-9) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 6 (6), Bjarki Már Elísson 5 (10/1), Bjarki Már Gunnarsson 4 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (10), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (2), Leó Snær Pétursson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Tandri Már Konráðsson 1 (6). Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 18/1 (40/1) 45%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki Gunn. 2 Bjarki Elís, Vilhelm). Fiskuð víti: 1 (Atli). Utan vallar: 10 mín. Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Ólafsson 6 (9), Árni Benedikt Árnason 6 (10/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 5 (10), Friðgeir Elí Jónasson 2 (6), Ágúst Birgisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2). Varin skot: Lárus Ólafsson 16 (37/1) 43%, Magnús Sigmundsson 3 (7) 43%. Hraðaupphlaup: 5 (Jóhann 2, Árni, Ágúst, Þorgrímur). Fiskuð víti: 1 (Jóhann). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson, þrælfínir. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
HK vann sanngjarnan 25-22 sigur á Gróttu er liðin mættust í Digranesi í kvöld. HK með frumkvæðið allan tímann og sigurinn þægilegri en lokatölurnar segja til um. HK komst í 5-1 strax í byrjun en þá skellti Lárus Ólafsson í lás í marki Gróttu. Þökk sé frábærri markvörslu hans náði Grótta að minnka muninn í tvö mörk fyrir hlé, 11-9. Lárus náði ekki að fylgja eftir þessari frábæru markvörslu í síðari hálfleik og það reyndist Gróttu um megn. Smám saman breikkaði bilið á milli liðanna og í stöðunni 21-15 var ballið búið. Gróttumenn neituðu samt að láta niðurlægja sig. Börðust allt til enda á meðan HK slakaði á klónni. Sigurinn því ekki eins stór og hann hefði getað orðið. HK-liðið á enn nokkuð í land en liðið gerði það sem þurfti í kvöld. Margir leikmanna liðsins eiga mikið inni. Ánægjulegt var samt að sjá Arnór Frey í markinu en hann varði vel allan leikinn. Ólafur Víðir vann sig einnig vel inn í leikinn og var drjúgur. Atli Ævar aftur á móti mjög sterkur allan leikinn. Gróttuliðið er betra en margur heldur og það verður ekki niðurlægt í allan vetur eins og einhverjir telja. Lárus flottur í markinu og leikmenn liðsins baráttuglaðir en gæðin ekki næg til að vinna lið eins og HK.HK-Grótta 25-22 (11-9) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 6 (6), Bjarki Már Elísson 5 (10/1), Bjarki Már Gunnarsson 4 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (10), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (2), Leó Snær Pétursson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Tandri Már Konráðsson 1 (6). Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 18/1 (40/1) 45%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki Gunn. 2 Bjarki Elís, Vilhelm). Fiskuð víti: 1 (Atli). Utan vallar: 10 mín. Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Ólafsson 6 (9), Árni Benedikt Árnason 6 (10/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 5 (10), Friðgeir Elí Jónasson 2 (6), Ágúst Birgisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2). Varin skot: Lárus Ólafsson 16 (37/1) 43%, Magnús Sigmundsson 3 (7) 43%. Hraðaupphlaup: 5 (Jóhann 2, Árni, Ágúst, Þorgrímur). Fiskuð víti: 1 (Jóhann). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson, þrælfínir.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira